Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 12:03 Forvarnagildi endurskinsmerkja er óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda. Nú er genginn í garð sá árstími þar sem full þörf er á að draga fram endurskinsmerkin góðu í skammdeginu og láta ljós sitt skína. Endurskinsmerki eru einfaldur en áhrifaríkur öryggisbúnaður sem hentar öllum og ökumenn þurfa einnig að gæta þess að hafa kveikt á ökuljósum og fara að öllu með gát. Frábær forvörn Þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós sjást óvarðir vegfarendur, gangandi og hjólandi, illa í myrkri. Rannsóknir sýna að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og getur það komið í veg fyrir alvarleg slys. Endurskinsmerki eru því einföld og áhrifarík forvörn. Við ættum öll að nota endurskinsmerki þegar skyggja tekur, börn og fullorðnir. En ökumenn bera líka ríka ábyrgð á að taka mið af aðstæðum og fara varlega í umferðinni. Hvar fæ ég endurskinsmerki? Endurskinsmerki fást víða, til dæmis gefins hjá tryggingafélögum en einnig er hægt að kaupa þau í verslunum og hjá ýmsum félagasamtökum. Auk þess er hægt að fá endurskinsvesti til að vera enn sýnilegri í myrkrinu á hlaupum, hjólandi eða gangandi og til er ýmiss konar endurskinsfatnaður og töskur með endurskini. Ljósabúnaður á farartæki er gagnlegur til að auka sýnileika og sjá betur í myrkrinu. Mestu máli skiptir að vera upplýst í skammdeginu. Kveikt á öllum Vert er að minna ökumenn á að kveikja á ökuljósum áður en haldið er af stað út í umferðina. Því miður vill stundum brenna við að fólk aki ljóslaust þar sem það gleymir að kveikja á ökuljósunum en í flestum tilvikum er „auto“ stilling ekki nóg heldur þarf að stilla yfir á að ljós logi alltaf. Svo slokkna ljósin yfirleitt sjálfkrafa eftir að slökkt er á bifreið og henni læst. Í umferðarlögum eru ákvæði er varða lögboðin ökuljós en þau skulu ávallt vera kveikt að framan og aftan, óháð aðstæðum á öllum tímum sólarhringsins, sbr. 34. grein og 3. grein laganna lið 46. Á vef Samgöngustofu má finna umfjöllun og fræðslumyndband um þetta. Tökum höndum saman Forvarnir í umferðinni byggjast á góðu samstarfi allra hlutaðeigandi. Við getum öll lagt okkar af mörkum til að umferðin gangi sem best fyrir sig þannig að við skilum okkur öll heil heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Forvarnagildi endurskinsmerkja er óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda. Nú er genginn í garð sá árstími þar sem full þörf er á að draga fram endurskinsmerkin góðu í skammdeginu og láta ljós sitt skína. Endurskinsmerki eru einfaldur en áhrifaríkur öryggisbúnaður sem hentar öllum og ökumenn þurfa einnig að gæta þess að hafa kveikt á ökuljósum og fara að öllu með gát. Frábær forvörn Þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós sjást óvarðir vegfarendur, gangandi og hjólandi, illa í myrkri. Rannsóknir sýna að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og getur það komið í veg fyrir alvarleg slys. Endurskinsmerki eru því einföld og áhrifarík forvörn. Við ættum öll að nota endurskinsmerki þegar skyggja tekur, börn og fullorðnir. En ökumenn bera líka ríka ábyrgð á að taka mið af aðstæðum og fara varlega í umferðinni. Hvar fæ ég endurskinsmerki? Endurskinsmerki fást víða, til dæmis gefins hjá tryggingafélögum en einnig er hægt að kaupa þau í verslunum og hjá ýmsum félagasamtökum. Auk þess er hægt að fá endurskinsvesti til að vera enn sýnilegri í myrkrinu á hlaupum, hjólandi eða gangandi og til er ýmiss konar endurskinsfatnaður og töskur með endurskini. Ljósabúnaður á farartæki er gagnlegur til að auka sýnileika og sjá betur í myrkrinu. Mestu máli skiptir að vera upplýst í skammdeginu. Kveikt á öllum Vert er að minna ökumenn á að kveikja á ökuljósum áður en haldið er af stað út í umferðina. Því miður vill stundum brenna við að fólk aki ljóslaust þar sem það gleymir að kveikja á ökuljósunum en í flestum tilvikum er „auto“ stilling ekki nóg heldur þarf að stilla yfir á að ljós logi alltaf. Svo slokkna ljósin yfirleitt sjálfkrafa eftir að slökkt er á bifreið og henni læst. Í umferðarlögum eru ákvæði er varða lögboðin ökuljós en þau skulu ávallt vera kveikt að framan og aftan, óháð aðstæðum á öllum tímum sólarhringsins, sbr. 34. grein og 3. grein laganna lið 46. Á vef Samgöngustofu má finna umfjöllun og fræðslumyndband um þetta. Tökum höndum saman Forvarnir í umferðinni byggjast á góðu samstarfi allra hlutaðeigandi. Við getum öll lagt okkar af mörkum til að umferðin gangi sem best fyrir sig þannig að við skilum okkur öll heil heim. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar