Innlent

Leik­skóla­kennarar á Nesinu fjöl­menntu til fundar við bæjar­stjóra

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Untitled-2712.iCfFmpfqMcFnKdVjQA0A.d25vuWqbyL
Vísir/EinarÁrna

Leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla bæjarsins og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman við sundlaugina á Seltjarnarnesi í morgun og marseruðu sem leið lá á skrifstofu bæjarins á ellefta tímanum. Um var að ræða samstöðugöngu til að styðja leikskólann þar sem verkfall hefur staðið yfir frá því 29. október.

Auk Leikskóla Seltjarnarness stendur yfir verkfall á leikskólunum Ársölum á Sauðárkróki, Drafnarsteini í Reykjavík og Holti í Reykjanesbæ. Verkföllin á leikskólunum eru ótímabundin og hafa foreldrar barna á leikskólunum kvartað yfir því að verið sé að mismuna börnum með verkfallsaðgerðum. Kröfðust foreldrarnir að Kennarasambandið breytti verkfallsaðgerðum sínum í síðustu viku en ekki var orðið við því.

Leikskólakennararnir á Seltjarnarnesi gengu með áletruð skilti á bæjarskrifstofur á Nesinu þar sem Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri ræddi við fólkið. Kennararnir afhentu bæjarstjóra yfirlýsingu og hvöttu hann til að pressa á samninganefnd sveitarfélaganna í viðræðum við Kennarasamband Íslands.

Að neðan má sjá myndband og myndir frá samstöðugöngunni í morgun.

Vísir/EinarÁrna
Vísir/EinarÁrna
Vísir/EinarÁrna
Vísir/EinarÁrna
Vísir/EinarÁrna
Vísir/EinarÁrna
Vísir/EinarÁrna
Vísir/EinarÁrna
Vísir/EinarÁrna
Vísir/EinarÁrna
Vísir/EinarÁrna
Vísir/EinarÁrna
Vísir/EinarÁrna
Vísir/EinarÁrna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×