Innlent

Setja hundrað milljónir í barna­vernd í Mosó

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá blaðamannafundi um „Börnin okkar“ í Mosfellsbæ í morgun.
Frá blaðamannafundi um „Börnin okkar“ í Mosfellsbæ í morgun.

Stjórnendur Mosfellsbæjar ætla að verja rúmum hundrað milljónum króna í forvarnarstarf hjá börnum og ungmennum. Barnaverndartilkynningum fjölgaði um fimmtíu prósent á fyrstu tíu mánðum þessa árs.

Í tillkynningu segir að um verulega fjármuni fyrir bæjarfélag af þessari stærð sé að ræða, þar sem íbúar Mosfellsbæjar séu aðeins um þrettán þúsund talsins.

Umrætt átak kallast „Börnin okkar“ og felur í sér 27 viðbótar aðgerðir sem ætlað er að mæta auknu ofbeldi meðal ungmenna og fjölgun barnarverndarmála.

Fram kemur í tillkynningunni að ítrekað berist fréttir um aukið ofbeldi meðal barna og ungmenna og einnig hafi komið fram að leitarbeiðnir til lögreglu vegna barna hafi aldrei verið fleiri. Þá sæti reglulega gagnrýni að ekki séu til betri meðferðarrúrræði fyrir börn og ungmenni.

„Það er kominn tími til að við fjárfestum í velferð barnanna okkar. Þessar aðgerðir eru fyrsta skrefið“, segir Halla Karen Kristjánsdóttir, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar, í tilkynningunni.

Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×