Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2024 18:01 Matthijs de Ligt bendir David Coote dómara á það að boltinn fór í hendi Danny Ings áður en hann fiskaði vítið. Getty/James Gill Howard Webb, yfirmaður dómara í enska fótboltanum, hefur viðurkennt það að myndbandsdómarar gerðu mistök í leik West Ham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni fyrr í vetur. West Ham vann 2-1 sigur á United 27. október en Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var rekinn daginn eftir þetta tap. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að myndbandsdómarar kölluðu á David Coote dómara í skjáinn. Myndbandsdómarinn var Michael Oliver. Eftir að hafa farið í skjáinn þá dæmdi Coote víti á Matthijs de Ligt fyrir brot á Danny Ings. Jarrod Bowen skoraði úr vítinu og endaði um leið stjóraferil Ten Hag á Old Trafford. „Það var ekki rétt metið hjá VAR að kalla á hann í skjáinn,“ sagði Howard Webb í þættinum Mic'd Up á Sky Sports. „VAR er vanalega með allt á hreinu og traustsins vert en þarna fara menn að einblína á fótinn á De Ligt. Það að fótur hans hafi farið í Danny Ings en ekki farið í boltann. Boltinn er þegar farinn framhjá De Ligt þegar hann sparkar í Danny Ings,“ sagði Webb. „VAR sér brotið. Þeir voru bara of mikið að skoða þennan hluta af því sem var í gangi. Ég tel að þeir hafi ekki átt að skipta sér að þessu,“ sagði Webb. „Þetta er dæmi um það þegar ákvörðunin á vellinum á að standa, sama hvað sé dæmt. Mér sjálfum finnst þetta ekki vera víti,“ sagði Webb. 🙅 It was the wrong decision, says Howard Webb. pic.twitter.com/0tJwJ4KscK— Match of the Day (@BBCMOTD) November 13, 2024 Enski boltinn Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Sjá meira
West Ham vann 2-1 sigur á United 27. október en Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var rekinn daginn eftir þetta tap. Sigurmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að myndbandsdómarar kölluðu á David Coote dómara í skjáinn. Myndbandsdómarinn var Michael Oliver. Eftir að hafa farið í skjáinn þá dæmdi Coote víti á Matthijs de Ligt fyrir brot á Danny Ings. Jarrod Bowen skoraði úr vítinu og endaði um leið stjóraferil Ten Hag á Old Trafford. „Það var ekki rétt metið hjá VAR að kalla á hann í skjáinn,“ sagði Howard Webb í þættinum Mic'd Up á Sky Sports. „VAR er vanalega með allt á hreinu og traustsins vert en þarna fara menn að einblína á fótinn á De Ligt. Það að fótur hans hafi farið í Danny Ings en ekki farið í boltann. Boltinn er þegar farinn framhjá De Ligt þegar hann sparkar í Danny Ings,“ sagði Webb. „VAR sér brotið. Þeir voru bara of mikið að skoða þennan hluta af því sem var í gangi. Ég tel að þeir hafi ekki átt að skipta sér að þessu,“ sagði Webb. „Þetta er dæmi um það þegar ákvörðunin á vellinum á að standa, sama hvað sé dæmt. Mér sjálfum finnst þetta ekki vera víti,“ sagði Webb. 🙅 It was the wrong decision, says Howard Webb. pic.twitter.com/0tJwJ4KscK— Match of the Day (@BBCMOTD) November 13, 2024
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Sjá meira