Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2024 09:15 Vilhjálmur Birgisson segir um tvö hundruð fjölskyldur byggja lífsviðurværi sitt á hvalveiðum allt að fjóra mánuði ársins. Um tuttugu manns vinni við hvalveiðar allan ársins hring. Vísir/Vilhelm Verkalýðsleiðtogi af Akranesi segir ekkert fréttnæmt í leynilegum upptökum af syni Jóns Gunnarssonar þar sem hann ræddi um baktjaldamakk um hvalveiðar. Þá segist hann eiga erfitt með að sjá að Alþingi gæti bannað hvalveiðar þótt meirihluti væri fyrir því þar. Sonur Jóns Gunnarsson, sérstaks fulltrúa Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu, heyrist lýsa því að faðir sinn hafi tekið stöðuna í ráðuneytinu til þess að afgreiða leyfi til hvalveiða í leynilegum upptökum sem Heimildin birti fyrst á mánudaginn. Svo virðist sem að ísraelskt njósnafyrirtæki hafi staðið að upptökunum og beitt til þess tálbeitu sem þóttist vera fjárfestir. Ekki liggur fyrir hver réð fyrirtækið til verksins en Heimildin sagði það ónefnd alþjóðleg samtök sem eru andsnúin hvalveiðum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, sagði það rosalegt að erlendir „öfgahópar“ hefðu reynt að hafa áhrif á hvalveiðar á Íslandi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Honum þætti þó ekkert fréttnæmt í upptökunum. „Í mínum huga er þetta bara engin frétt vegna þess að það væri frétt í raun og veru ef matvælaráðuneytið myndi ekki gefa út leyfi,“ sagði Vilhjálmur sem lagði mikla áherslu á að stjórnvöldum bæri skylda til þess að afgreiða þær fjórar umsóknir sem lægju fyrir um hvalveiðar á næsta ári. Alþingi geti ekki bannað hvalveiðar Fullyrti Vilhjálmur að búið væri að snúa umræðu um hvalveiðar á hvolf þar sem rætt væri um hvort að starfsstjórn hefði heimild til þess að gefa út leyfi til veiðanna. Matvælaráðuneytinu bæri að afgreiða umsóknir samkvæmt stjórnsýslulögum. „Þetta hefur ekkert með ríkisstjórn eða starfsstjórn á hverjum tíma að gera. Þetta eru bara lögin í landinu sem kveða á um hvenær á að gefa út leyfi,“ sagði verkalýðsforkólfurinn sem sagðist ekki trúa öðru en að matvælaráðherra gæfi út nýtt leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára á allra næstu dögum. Gaf Vilhjálmur lítið fyrir að Alþingi gæti breytt lögum til þess að banna hvalveiðar í ljósi þess að meirihluti væri andsnúinn þeim í sumum skoðanakönnunum í gegnum tíðina. Vísaði hann til atvinnufrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar sem mætti aðeins skerða ef almannahagsmunir krefðust þess. „Ég sé ekkert sem krefst þess varðandi almannahagsmuni að það þurfi eitthvað að skerða þennan rétt, nema síður sé,“ sagði Vilhjálmur. Hvalveiðar Akranes Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Sonur Jóns Gunnarsson, sérstaks fulltrúa Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu, heyrist lýsa því að faðir sinn hafi tekið stöðuna í ráðuneytinu til þess að afgreiða leyfi til hvalveiða í leynilegum upptökum sem Heimildin birti fyrst á mánudaginn. Svo virðist sem að ísraelskt njósnafyrirtæki hafi staðið að upptökunum og beitt til þess tálbeitu sem þóttist vera fjárfestir. Ekki liggur fyrir hver réð fyrirtækið til verksins en Heimildin sagði það ónefnd alþjóðleg samtök sem eru andsnúin hvalveiðum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, sagði það rosalegt að erlendir „öfgahópar“ hefðu reynt að hafa áhrif á hvalveiðar á Íslandi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Honum þætti þó ekkert fréttnæmt í upptökunum. „Í mínum huga er þetta bara engin frétt vegna þess að það væri frétt í raun og veru ef matvælaráðuneytið myndi ekki gefa út leyfi,“ sagði Vilhjálmur sem lagði mikla áherslu á að stjórnvöldum bæri skylda til þess að afgreiða þær fjórar umsóknir sem lægju fyrir um hvalveiðar á næsta ári. Alþingi geti ekki bannað hvalveiðar Fullyrti Vilhjálmur að búið væri að snúa umræðu um hvalveiðar á hvolf þar sem rætt væri um hvort að starfsstjórn hefði heimild til þess að gefa út leyfi til veiðanna. Matvælaráðuneytinu bæri að afgreiða umsóknir samkvæmt stjórnsýslulögum. „Þetta hefur ekkert með ríkisstjórn eða starfsstjórn á hverjum tíma að gera. Þetta eru bara lögin í landinu sem kveða á um hvenær á að gefa út leyfi,“ sagði verkalýðsforkólfurinn sem sagðist ekki trúa öðru en að matvælaráðherra gæfi út nýtt leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára á allra næstu dögum. Gaf Vilhjálmur lítið fyrir að Alþingi gæti breytt lögum til þess að banna hvalveiðar í ljósi þess að meirihluti væri andsnúinn þeim í sumum skoðanakönnunum í gegnum tíðina. Vísaði hann til atvinnufrelsisákvæðis stjórnarskrárinnar sem mætti aðeins skerða ef almannahagsmunir krefðust þess. „Ég sé ekkert sem krefst þess varðandi almannahagsmuni að það þurfi eitthvað að skerða þennan rétt, nema síður sé,“ sagði Vilhjálmur.
Hvalveiðar Akranes Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira