Upptökur á Reykjavík Edition „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Íslensk og erlend náttúruverndarsamtök báðu, að sögn ísraelsks fjölmiðils, ísraelska njósnafyrirtækið Black Cube um að rannsaka mál sem varð tilefni til tálbeituaðgerðar fyrirtækisins sem beindist að Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar. Innlent 2.12.2024 17:23 Engin kæra borist vegna upptakanna Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki borist nein kæra vegna leynilegra upptaka huldumanns á vegum ísraelsks njósnafyrirtækis á Edition-hótelinu. Á upptökunum sést og heyrist sonur Jóns Gunnarsson, fulltrúa ráðherra í matvælaráðuneytinu, lýsa því hvernig faðir hans muni veita leyfi til hvalveiða. Innlent 29.11.2024 14:12 Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Greiningardeild Ríkislögreglustjóra hefur lokið skoðun sinni á máli Gunnars Bergmanns Jónssonar, sem varðar leynilegar upptökur á Edition-hótelinu. Niðurstaðan er sú að ekki sé grundvöllur til að opna formlega rannsókn á málinu. Innlent 27.11.2024 13:34 Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. Innlent 15.11.2024 18:51 „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Sonur Jóns Gunnarssonar sagði föður sinn ætla að afgreiða hvalveiðileyfi fyrir kosningar en að ekki mætti tala um að hann gerði það fyrir Kristján Loftsson, vin hans, á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum. Jón hefði tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá stöðu. Viðskipti innlent 15.11.2024 09:06 Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Verkalýðsleiðtogi af Akranesi segir ekkert fréttnæmt í leynilegum upptökum af syni Jóns Gunnarssonar þar sem hann ræddi um baktjaldamakk um hvalveiðar. Þá segist hann eiga erfitt með að sjá að Alþingi gæti bannað hvalveiðar þótt meirihluti væri fyrir því þar. Viðskipti innlent 14.11.2024 09:15 Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Fréttastofa hefur undir höndum upptökur sem sýna samtal huldumanns, sem sagðist vera svissneskur fjárfestir, við Gunnar Bergmann Jónsson, son Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Brot úr þessum upptökum voru sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 13.11.2024 19:40 „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ „Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytinu til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd.“ Innlent 13.11.2024 17:42 Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að kanna mál sem snýr að leyniupptökum huldumanns á samtali sínu við Gunnar Bergmann, son Jóns Gunnarssonar, þingmanns og aðstoðarmanns forsætis- og matvælaráðherra. Lögregla hefur rætt við Gunnar í tengslum við athugun sína á málinu. Innlent 13.11.2024 16:24 Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Prófessor við Háskóla Íslands telur tilefni til að kannað verði hvort forsætisráðherra hafi farið á svig við siðareglur ráðherra þegar ákveðið var að Jón Gunnarsson fengi stöðu í Matvælaráðuneytinu. Það að rætt hafi verið á sama fundi að Jón tæki sæti á lista Sjálfstæðiflokksins og fengi stöðu í ráðuneytinu veki upp spurningar. Innlent 13.11.2024 14:48 Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Forsætisráðherra segir ekkert hæft í fréttum byggðum á leynilegri upptöku um að Jón Gunnarsson hafi fengið stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Píratar vilja að málið verði rannsakað. Innlent 12.11.2024 20:00 „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Bjarni Benediktsson segir Jón Gunnarsson ekki hafa tekið sæti á lista í skiptum fyrir stöðu í matvælaráðuneytinu. Bjarni segist hafa ákveðið í síðustu viku að Jón kæmi ekki að veitingu hvalveiðileyfis og segir hleranir bera merki þess að verið sé að reyna að hafa áhrif á alþingiskosningar. Innlent 12.11.2024 18:45 Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Bjarni Benediktsson hefur greint frá því að Jón Gunnarsson, settur aðstoðarmaður Bjarna í matvælaráðuneytinu, muni ekki koma að afgreiðslu hvalveiðileyfa í matvælaráðuneytinu. Innlent 12.11.2024 16:02 Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki rétt að hann hafi sakað blaðamenn um að standa í hlerunum sem beindust að syni hans, Gunnari Bergmann Jónssyni. Hann setur þó spurningamerki við vinnubrögð blaðamanna. Innlent 11.11.2024 19:45 Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Sonur Jóns Gunnarssonar á að hafa sagt á upptöku að faðir sinn hafi tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í skiptum fyrir að komast í aðstöðu til að veita veiðileyfi til Hvals hf. Þá hafi hann sagt að utanríkisráðherra muni undirrita útgáfu leyfisins vegna hagsmunatengsla forsætisráðherra. Innlent 11.11.2024 18:16 Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Leynileg upptaka sem virðist hafa verið grundvöllur umfjöllunar um aðstoðarmann forsætisráðherra og hvalveiðar var boðin fleirum en Heimildinni í síðustu viku. Boðin voru send í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis sem vann meðal annars fyrir Harvey Weinstein. Innlent 11.11.2024 16:54 „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Ritstjóri Heimildarinnar hefur vísað þungum ásökunum Jóns Gunnarssonar alfarið á bug. Hann sagði blaðamenn Heimildarinnar hafa staðið að því að tálbeita veiddi upplýsingar um hvalveiðar upp úr syni hans. Innlent 11.11.2024 12:20 Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir tálbeitu á vegum Heimildarinnar hafa verið ekið um á drossíu af einkabílstjóra og gist á Edition hótelinu á meðan hún njósnaði um son hans. Samkvæmt heimildum Vísis var tálbeitan ekki á vegum Heimildarinnar. Innlent 11.11.2024 09:09 Segir hafa verið njósnað um son hans Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir blaðamenn á Heimildinni hafa sett á svið blekkingarleik til þess að safna upplýsingum um hvalveiðar í gegnum son hans. Innlent 11.11.2024 07:51
„Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Íslensk og erlend náttúruverndarsamtök báðu, að sögn ísraelsks fjölmiðils, ísraelska njósnafyrirtækið Black Cube um að rannsaka mál sem varð tilefni til tálbeituaðgerðar fyrirtækisins sem beindist að Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar. Innlent 2.12.2024 17:23
Engin kæra borist vegna upptakanna Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki borist nein kæra vegna leynilegra upptaka huldumanns á vegum ísraelsks njósnafyrirtækis á Edition-hótelinu. Á upptökunum sést og heyrist sonur Jóns Gunnarsson, fulltrúa ráðherra í matvælaráðuneytinu, lýsa því hvernig faðir hans muni veita leyfi til hvalveiða. Innlent 29.11.2024 14:12
Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Greiningardeild Ríkislögreglustjóra hefur lokið skoðun sinni á máli Gunnars Bergmanns Jónssonar, sem varðar leynilegar upptökur á Edition-hótelinu. Niðurstaðan er sú að ekki sé grundvöllur til að opna formlega rannsókn á málinu. Innlent 27.11.2024 13:34
Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. Innlent 15.11.2024 18:51
„En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Sonur Jóns Gunnarssonar sagði föður sinn ætla að afgreiða hvalveiðileyfi fyrir kosningar en að ekki mætti tala um að hann gerði það fyrir Kristján Loftsson, vin hans, á leynilegum upptökum sem voru gerðar af honum. Jón hefði tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá stöðu. Viðskipti innlent 15.11.2024 09:06
Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Verkalýðsleiðtogi af Akranesi segir ekkert fréttnæmt í leynilegum upptökum af syni Jóns Gunnarssonar þar sem hann ræddi um baktjaldamakk um hvalveiðar. Þá segist hann eiga erfitt með að sjá að Alþingi gæti bannað hvalveiðar þótt meirihluti væri fyrir því þar. Viðskipti innlent 14.11.2024 09:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Fréttastofa hefur undir höndum upptökur sem sýna samtal huldumanns, sem sagðist vera svissneskur fjárfestir, við Gunnar Bergmann Jónsson, son Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Brot úr þessum upptökum voru sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 13.11.2024 19:40
„Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ „Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytinu til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd.“ Innlent 13.11.2024 17:42
Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að kanna mál sem snýr að leyniupptökum huldumanns á samtali sínu við Gunnar Bergmann, son Jóns Gunnarssonar, þingmanns og aðstoðarmanns forsætis- og matvælaráðherra. Lögregla hefur rætt við Gunnar í tengslum við athugun sína á málinu. Innlent 13.11.2024 16:24
Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Prófessor við Háskóla Íslands telur tilefni til að kannað verði hvort forsætisráðherra hafi farið á svig við siðareglur ráðherra þegar ákveðið var að Jón Gunnarsson fengi stöðu í Matvælaráðuneytinu. Það að rætt hafi verið á sama fundi að Jón tæki sæti á lista Sjálfstæðiflokksins og fengi stöðu í ráðuneytinu veki upp spurningar. Innlent 13.11.2024 14:48
Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Forsætisráðherra segir ekkert hæft í fréttum byggðum á leynilegri upptöku um að Jón Gunnarsson hafi fengið stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Píratar vilja að málið verði rannsakað. Innlent 12.11.2024 20:00
„Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Bjarni Benediktsson segir Jón Gunnarsson ekki hafa tekið sæti á lista í skiptum fyrir stöðu í matvælaráðuneytinu. Bjarni segist hafa ákveðið í síðustu viku að Jón kæmi ekki að veitingu hvalveiðileyfis og segir hleranir bera merki þess að verið sé að reyna að hafa áhrif á alþingiskosningar. Innlent 12.11.2024 18:45
Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Bjarni Benediktsson hefur greint frá því að Jón Gunnarsson, settur aðstoðarmaður Bjarna í matvælaráðuneytinu, muni ekki koma að afgreiðslu hvalveiðileyfa í matvælaráðuneytinu. Innlent 12.11.2024 16:02
Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki rétt að hann hafi sakað blaðamenn um að standa í hlerunum sem beindust að syni hans, Gunnari Bergmann Jónssyni. Hann setur þó spurningamerki við vinnubrögð blaðamanna. Innlent 11.11.2024 19:45
Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Sonur Jóns Gunnarssonar á að hafa sagt á upptöku að faðir sinn hafi tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í skiptum fyrir að komast í aðstöðu til að veita veiðileyfi til Hvals hf. Þá hafi hann sagt að utanríkisráðherra muni undirrita útgáfu leyfisins vegna hagsmunatengsla forsætisráðherra. Innlent 11.11.2024 18:16
Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Leynileg upptaka sem virðist hafa verið grundvöllur umfjöllunar um aðstoðarmann forsætisráðherra og hvalveiðar var boðin fleirum en Heimildinni í síðustu viku. Boðin voru send í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis sem vann meðal annars fyrir Harvey Weinstein. Innlent 11.11.2024 16:54
„Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Ritstjóri Heimildarinnar hefur vísað þungum ásökunum Jóns Gunnarssonar alfarið á bug. Hann sagði blaðamenn Heimildarinnar hafa staðið að því að tálbeita veiddi upplýsingar um hvalveiðar upp úr syni hans. Innlent 11.11.2024 12:20
Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir tálbeitu á vegum Heimildarinnar hafa verið ekið um á drossíu af einkabílstjóra og gist á Edition hótelinu á meðan hún njósnaði um son hans. Samkvæmt heimildum Vísis var tálbeitan ekki á vegum Heimildarinnar. Innlent 11.11.2024 09:09
Segir hafa verið njósnað um son hans Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir blaðamenn á Heimildinni hafa sett á svið blekkingarleik til þess að safna upplýsingum um hvalveiðar í gegnum son hans. Innlent 11.11.2024 07:51