Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2024 10:05 Lögreglumenn í rigningunni utan við hæstarétt Brasilíu eftir að karlmaður sprengdi sig í loft upp þar í gærkvöldi. Vísir/EPA Karlmaður sem reyndi að komast inn í hús hæstaréttar í höfuðborg Brasilíu sprengdi sig í loft upp fyrir utan bygginguna í gærkvöldi. Aðeins fimm dagar eru þar til að leiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Ríó de Janeiro. Tvær sprengingar urðu utan við hæstaréttarbygginguna skömmu eftir að dómurinn lauk störfum í gær. Sú fyrri varð í bíl sem sá látni átti, að sögn Celinu Leao, aðstoðarríkisstjóra Brasilíuborgar. Nokkrum sekúndum síðar sprengdi maðurinn sig upp fyrir framan dómshúsið. Hæstaréttardómurunum var komið í öryuggt skjól þegar sprengingarnar hófust. Sprengjusérfræðingar lögreglu notuðu vélmenni til þess að rannsaka þær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögregla hefur enn ekki borið kennsl á manninn en óttast var að fleiri sprengjur væri að finna á líkinu. Að svo stöddu er talið að hann hafi verið einn að verki. Leao sagði þó ekki hægt að útiloka að hann hefði átt sér samverkamenn. Torg þriggja greina ríkisvaldsins sem tengir höfuðstöðvar þriggja greina brasilísku alríkisstjórnarinnar var vettvangur óeirða stuðningsmanna Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta, í fyrra. Þeir gengu berserksgang í stjórnarbyggingum til þess að mótmæla tapi hans í forsetakosninum í anda stuðningsmanna Donalds Trump í Bandaríkjunum árinu fyrr. Sprengingarnar í gær eru sagðar vekja um áleitnar spurningar um öryggismál í Brasilíu í aðdraganda leiðtogafundar G20-ríkjanna sem á að hefjast í Ríó í næstu viku og opinberrar heimsóknar Xi Jinping, forseta Kína, til höfuðborgarinnar skömmu síðar. Brasilía Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Tvær sprengingar urðu utan við hæstaréttarbygginguna skömmu eftir að dómurinn lauk störfum í gær. Sú fyrri varð í bíl sem sá látni átti, að sögn Celinu Leao, aðstoðarríkisstjóra Brasilíuborgar. Nokkrum sekúndum síðar sprengdi maðurinn sig upp fyrir framan dómshúsið. Hæstaréttardómurunum var komið í öryuggt skjól þegar sprengingarnar hófust. Sprengjusérfræðingar lögreglu notuðu vélmenni til þess að rannsaka þær, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögregla hefur enn ekki borið kennsl á manninn en óttast var að fleiri sprengjur væri að finna á líkinu. Að svo stöddu er talið að hann hafi verið einn að verki. Leao sagði þó ekki hægt að útiloka að hann hefði átt sér samverkamenn. Torg þriggja greina ríkisvaldsins sem tengir höfuðstöðvar þriggja greina brasilísku alríkisstjórnarinnar var vettvangur óeirða stuðningsmanna Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta, í fyrra. Þeir gengu berserksgang í stjórnarbyggingum til þess að mótmæla tapi hans í forsetakosninum í anda stuðningsmanna Donalds Trump í Bandaríkjunum árinu fyrr. Sprengingarnar í gær eru sagðar vekja um áleitnar spurningar um öryggismál í Brasilíu í aðdraganda leiðtogafundar G20-ríkjanna sem á að hefjast í Ríó í næstu viku og opinberrar heimsóknar Xi Jinping, forseta Kína, til höfuðborgarinnar skömmu síðar.
Brasilía Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira