Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 14:17 Það er ágætt að spyrja sig að þessu. Svona til að minna Samband íslenskra sveitarfélaga á, að það er ekki hægt til lengdar að borga laun sem eru í engu samræmi við menntunarkröfur. Samband íslenskra sveitarfélaga ætti að sjá sóma sinn í því að ýta á ríkisstjórnina að setja á föst fjárframlög til kennarastéttarinnar. Það liggur í augum uppi að sveitarfélögin hafa úr misjöfnu fjármagni að dreifa. Sum eru lítil, önnur eru stærri en þá með fleiri útgjaldaliði. Það lítur því þannig út að ef sveitarfélögin vilja réttlæti fyrir þessa stétt í þeirra samfélagi, að þá verður gera kröfur á ríkið. Það eru víst alltaf til peningar sem liggja á lausu. Nýlega var Árvakri og Sýn úthlutað107,2 mílljónir hvoru fyrir sig. Í huga flestra er þetta töluvert fé, sem hefði mátt renna til sveitarfélaga, svo þau geti uppfyllt loforð sem þau gáfu kennarastéttinni árið 2016, að jafna launin við laun þeirra sem starfa á öðrum markaði en hinu opinbera. Árið 2016 skrifuðu forsvarsmenn kennara undir samning (samkomulag) við aðila á vegum íslenska ríkisins og sveitarfélaga landsins. Samkomulagið var eftirfarandi: „JÖFNUN LAUNA www.fjarmalaraduneyti.is • Það er sameiginleg stefna opinberra launagreiðenda og bandalaga opinberra starfsmanna að laun og önnur kjör hjá ríkinu séu samkeppnishæf. • Í samkomulaginu er kveðið á um að unnið verði að því að jafna laun á opinbera og almenna markaðinum. • Lögð verður áhersla á greiningu á launamuni milli opinbera og almenna markaðarins og þróuð aðferðafræði til að meta hann. • Skilgreind verða viðmið um hvenær beri að leiðrétta launamun einstakra hópa. • Látið verður á reyna hvort laun milli markaða jafnist við mótun nýs vinnumarkaðslíkans. • Settur verður á fót samráðshópur opinberra launagreiðenda og heildarsamtaka opinberra starfsmanna. Hópurinn mun setja fram áætlun um hvernig markmiði um jöfnun launa skuli náð innan áratugs með útfærslu í kjarasamningum. • Á grundvelli kjarasamninga skuldbinda ríki og sveitarfélög sig til að leggja fram fjármuni svo sett markmið náist innan tilskilins tíma.“ (bls.14) (sjá hér). Það þykja ekki góð vísindi að svíkja heila stétt, hvar eru fyrirmyndir, hvað eru sveitarfélög og ríki að segja við almenning? Á ekki ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í að útvega það fjármagn sem þarf til að skólarnir gangi áfram sem best?. Ráðherrar eiga að ganga fyrir skjöldu og tryggja fjármagn. Í fjárlagafrumvarpinu má sjá að hvernig fjármagni er úthlutað og eru margar framkvæmdir tryggðar í fjárlögum. Það er nefnilega allt mögulegt ef viljinn er fyrir hendi. Nú eru kosningar framundan og kennarar líta til þeirra sem vilja og ætla að tryggja að jafna laun þeirra og önnur kjör, svo að þau séu samkeppnishæf við þá sem starfa á öðrum markaði. Höfundur er kennari og námsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ágætt að spyrja sig að þessu. Svona til að minna Samband íslenskra sveitarfélaga á, að það er ekki hægt til lengdar að borga laun sem eru í engu samræmi við menntunarkröfur. Samband íslenskra sveitarfélaga ætti að sjá sóma sinn í því að ýta á ríkisstjórnina að setja á föst fjárframlög til kennarastéttarinnar. Það liggur í augum uppi að sveitarfélögin hafa úr misjöfnu fjármagni að dreifa. Sum eru lítil, önnur eru stærri en þá með fleiri útgjaldaliði. Það lítur því þannig út að ef sveitarfélögin vilja réttlæti fyrir þessa stétt í þeirra samfélagi, að þá verður gera kröfur á ríkið. Það eru víst alltaf til peningar sem liggja á lausu. Nýlega var Árvakri og Sýn úthlutað107,2 mílljónir hvoru fyrir sig. Í huga flestra er þetta töluvert fé, sem hefði mátt renna til sveitarfélaga, svo þau geti uppfyllt loforð sem þau gáfu kennarastéttinni árið 2016, að jafna launin við laun þeirra sem starfa á öðrum markaði en hinu opinbera. Árið 2016 skrifuðu forsvarsmenn kennara undir samning (samkomulag) við aðila á vegum íslenska ríkisins og sveitarfélaga landsins. Samkomulagið var eftirfarandi: „JÖFNUN LAUNA www.fjarmalaraduneyti.is • Það er sameiginleg stefna opinberra launagreiðenda og bandalaga opinberra starfsmanna að laun og önnur kjör hjá ríkinu séu samkeppnishæf. • Í samkomulaginu er kveðið á um að unnið verði að því að jafna laun á opinbera og almenna markaðinum. • Lögð verður áhersla á greiningu á launamuni milli opinbera og almenna markaðarins og þróuð aðferðafræði til að meta hann. • Skilgreind verða viðmið um hvenær beri að leiðrétta launamun einstakra hópa. • Látið verður á reyna hvort laun milli markaða jafnist við mótun nýs vinnumarkaðslíkans. • Settur verður á fót samráðshópur opinberra launagreiðenda og heildarsamtaka opinberra starfsmanna. Hópurinn mun setja fram áætlun um hvernig markmiði um jöfnun launa skuli náð innan áratugs með útfærslu í kjarasamningum. • Á grundvelli kjarasamninga skuldbinda ríki og sveitarfélög sig til að leggja fram fjármuni svo sett markmið náist innan tilskilins tíma.“ (bls.14) (sjá hér). Það þykja ekki góð vísindi að svíkja heila stétt, hvar eru fyrirmyndir, hvað eru sveitarfélög og ríki að segja við almenning? Á ekki ríkisstjórnin á að sjá sóma sinn í að útvega það fjármagn sem þarf til að skólarnir gangi áfram sem best?. Ráðherrar eiga að ganga fyrir skjöldu og tryggja fjármagn. Í fjárlagafrumvarpinu má sjá að hvernig fjármagni er úthlutað og eru margar framkvæmdir tryggðar í fjárlögum. Það er nefnilega allt mögulegt ef viljinn er fyrir hendi. Nú eru kosningar framundan og kennarar líta til þeirra sem vilja og ætla að tryggja að jafna laun þeirra og önnur kjör, svo að þau séu samkeppnishæf við þá sem starfa á öðrum markaði. Höfundur er kennari og námsráðgjafi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun