Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Kári Mímisson skrifar 14. nóvember 2024 21:05 Ægir Þór Steinarsson og félagar unnu góðan sigur í kvöld og komust aftur á toppinn. Vísir/Anton Brink Stjarnan tók á móti Hetti í sjöundu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta. Eftir spennandi og skemmtilega leik var það Stjarnan sem vann sjö stiga sigur gegn sprækum Hattarmönnum. Lokatölur 87-80. Gestirnir byrjuðu leikinn betur í dag og skoruðu fyrstu sex stigin áður en heimamenn komust á blað. Stjarnan lét þetta þó ekki á sig fá og eftir að hafa elt næstum allan fyrsta leikhluta þá komst liðið yfir undir lok hans í fyrsta sinn, það dugði þó ekki því Hattarmenn gerðu sér lítið fyrir og skoruðu síðustu sjö stig leikhlutans. Gestirnir héldu uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og komust mest 10 stigum yfir, 22-32 en heimamenn komu sér strax aftur inn í leikinn og Hlynur Bæringsson kom þeim yfir þegar skammt var til hálfleiks með glæsilegri þriggja stiga körfu. Staðan í hálfleik 40-38 fyrir Stjörnuna. Stjarnan byrjaði síðari hálfleikinn mun betur og lagði í raun grunnin að sigrinum í þriðja leikhluta. Stjarnan komst þá mest 15 stigum yfir og lék á alls oddi. Á sama tíma féll þetta ekki með Hattarmönnum sem reyndu allt hvað þeir gátu til að halda í við Stjörnuna. Undir lok leiksins tókst þeim að minnka muninn niður í 5 stig þegar skammt var til leiksloka en ótrúleg þriggja stiga karfa Hlyns Bæringssonar fór ansi langt með leikinn þegar rúmlega mínúta var eftir af leiknum. Lokatölur hér í Garðabænum 87-80 fyrir heimamenn sem tylla sér á toppinn með sigrinum en Tindastóll á þó leik á morgun og geta jafnað liðið að stigum. Atvik leiksins Þessi þriggja stiga karfa Hlyns er klárlega atvik leiksins. Var skotklukkan búin eða ekki, það er stór spurningin. Hefði karfan ekki verið dæmd góð hefði það klárlega breytt þessari lokamínútu. Það verður hver að dæma þetta fyrir sig en þetta var allavega tæpt hjá Hlyn sem nýtti alla sína reynslu í að setja þetta skot niður. Stjörnur og skúrkar Hjá heimamönnum var Orri Gunnarsson stigahæstur með 20 stig en á eftir honum komu þeir Jase Febres með 17 stig og Hilmar Smári Henningsson með 16 stig. Hjá gestunum var það Obie Trotter sem var stigahæstur með 18 stig og Adam Eiður Ásgeirsson fylgdi honum næstur með 17 stig. Dómarinn Stóðu sig bara vel allir þrír. Auðvitað er það þessi spurning hvort skotklukkan var búin eða ekki í körfunni hans Hlyns undir lokin en ég ætla bara að leyfa þeim að njóta vafans. Stemningin og umgjörð Fín mæting í Umhyggjuhöllina hjá áhorfendum í kvöld sem studdu vel við bakið á sínum mönnum. Það er svo spurning hvort þetta haldi ekki áfram miða við gengi liðsins. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar á hliðarlínunni.Vísir/Jón Gautur „Erfiður leikur sem liðið mitt gerði vel í að sigra“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigur liðsins gegn Hetti þegar hann mætti til viðtals eftir leik. „Ég er fyrst og fremst bara ánægður með sigurinn. Til að byrja með gerðu þeir vel og voru að hitta vel og við illa á sama tíma. Við náðum svo góðum köflum inn á milli en heilt yfir var þetta erfiður leikur sem liðið mitt gerði vel í að sigra.“ Hattarmönnum tókst að minnka forskotið niður í fimm stig þegar skammt var til leiksloka. Spurður að því hvort það hafi farið um hann þá segir Baldur að hann hafi ekki látið það trufla sig. „Ég er bara inni í leiknum. Var ekkert að pæla í því og reyndi bara að þjálfa eitt kerfi í einu. Svo fer um mann eftir leik vafalaust.“ Hvað hefur þjálfarinn annars að segja um þetta skot hans Hlyns hér undir lokin? „Ég var ánægður að sjá hann setja það skot enda var þetta stórkostlegt skot.“ Viðar Örn Hafsteinsson í ham á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segist vera sáttur með leik sinna manna þrátt fyrir tap gegn Stjörnunni í kvöld. „Ég er fyrst og fremst svekktur með það að tapa en að sama skapi er ég gríðarlega sáttur með frammistöðuna heilt yfir.“ Liðin voru jöfn framan af en það fór að skilja á milli þeirra í þriðja leikhluta þegar Stjarnan tók algjörlega yfir leikinn. Viðar segir að liðið hafi átt erfitt með að leysa góðan varnarleik Stjörnunnar sem hann segir að sé eitt besta lið deildarinnar. „Okkar vantaði að finna aðeins lausnir sóknarlega gegn þessum ákveðna varnarleik Stjörnunnar. Við erum náttúrulega að spila á móti einu besta liði deildarinnar. Það var alveg ljóst að þeir myndu koma með runn á móti okkur en ég er ánægður með hvernig okkur tókst að snúa því til baka og gerðum þetta að leik hér undir lokin. Við hefðum mátt komast aðeins nær og gefa þessu séns þá. Mér fannst varnarleikurinn fínn í dag og við hefðum mátt lifa með þessu skoti hans Hlyns en það er bara svona.“ Hlynur Bæringsson skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu undir lok leiksins sem gulltryggði sigurinn. Hann hleypti af á sama tíma við það sem skotklukkan hringdi og gestirnir ósáttir við að karfan hafi fengið að standa. Hvernig sást þú þetta? „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka enda tók hann sér töluverðan tíma í þetta skot. Maður vill bara að rétt sé rétt, kannski hef ég rangt fyrir mér en í svona tilvikum á auðvitað bara að vera IRS kerfi hjá öllum liðum í efstu deild sem gæti auðveldlega skorið úr um þetta. Það er hægt annars staðar í Evrópu. Ég hef tönglast oft áður á þessu en íslenskur körfubolti er kominn á það getustig að þetta á bara að vera til staðar. Kannski vinnur það stundum á móti manni og stundum með en þetta snýst ekki um það heldur að það að rétt skal vera rétt. Dómararnir eru kannski ekki í auðveldri stöðu heldur, þeir geta ekki dæmt eitthvað af því að þeir halda það. Flott skot samt hjá gamla manninum og það var sennilega það sem geirnegldi þetta.“ Höttur hefur átt fínu gegn að fagna á tímabilinu og liðið spilaði mjög vel á köflum í kvöld. Spurður að því hvort liðið sé að spila betur eða verra en hann þorði að vona fyrir tímabilið segir Viðar að þetta komi bylgjum en að liðið sé á svipuðum stað og hann þorði að vona fyrir tímabilið „Þetta er að spilast bara svona svipað og ég hélt. Við tókum full djúpa dýfu í nokkrum leikjum og erum að vinna okkur upp aftur eftir það. Þetta er partur af því að vinna sem lið, þetta gengur í bylgjum og ef við færum alltaf upp á við þá værum við orðnir Íslandsmeistarar fyrir löngu.“ Bónus-deild karla Stjarnan Höttur
Stjarnan tók á móti Hetti í sjöundu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta. Eftir spennandi og skemmtilega leik var það Stjarnan sem vann sjö stiga sigur gegn sprækum Hattarmönnum. Lokatölur 87-80. Gestirnir byrjuðu leikinn betur í dag og skoruðu fyrstu sex stigin áður en heimamenn komust á blað. Stjarnan lét þetta þó ekki á sig fá og eftir að hafa elt næstum allan fyrsta leikhluta þá komst liðið yfir undir lok hans í fyrsta sinn, það dugði þó ekki því Hattarmenn gerðu sér lítið fyrir og skoruðu síðustu sjö stig leikhlutans. Gestirnir héldu uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og komust mest 10 stigum yfir, 22-32 en heimamenn komu sér strax aftur inn í leikinn og Hlynur Bæringsson kom þeim yfir þegar skammt var til hálfleiks með glæsilegri þriggja stiga körfu. Staðan í hálfleik 40-38 fyrir Stjörnuna. Stjarnan byrjaði síðari hálfleikinn mun betur og lagði í raun grunnin að sigrinum í þriðja leikhluta. Stjarnan komst þá mest 15 stigum yfir og lék á alls oddi. Á sama tíma féll þetta ekki með Hattarmönnum sem reyndu allt hvað þeir gátu til að halda í við Stjörnuna. Undir lok leiksins tókst þeim að minnka muninn niður í 5 stig þegar skammt var til leiksloka en ótrúleg þriggja stiga karfa Hlyns Bæringssonar fór ansi langt með leikinn þegar rúmlega mínúta var eftir af leiknum. Lokatölur hér í Garðabænum 87-80 fyrir heimamenn sem tylla sér á toppinn með sigrinum en Tindastóll á þó leik á morgun og geta jafnað liðið að stigum. Atvik leiksins Þessi þriggja stiga karfa Hlyns er klárlega atvik leiksins. Var skotklukkan búin eða ekki, það er stór spurningin. Hefði karfan ekki verið dæmd góð hefði það klárlega breytt þessari lokamínútu. Það verður hver að dæma þetta fyrir sig en þetta var allavega tæpt hjá Hlyn sem nýtti alla sína reynslu í að setja þetta skot niður. Stjörnur og skúrkar Hjá heimamönnum var Orri Gunnarsson stigahæstur með 20 stig en á eftir honum komu þeir Jase Febres með 17 stig og Hilmar Smári Henningsson með 16 stig. Hjá gestunum var það Obie Trotter sem var stigahæstur með 18 stig og Adam Eiður Ásgeirsson fylgdi honum næstur með 17 stig. Dómarinn Stóðu sig bara vel allir þrír. Auðvitað er það þessi spurning hvort skotklukkan var búin eða ekki í körfunni hans Hlyns undir lokin en ég ætla bara að leyfa þeim að njóta vafans. Stemningin og umgjörð Fín mæting í Umhyggjuhöllina hjá áhorfendum í kvöld sem studdu vel við bakið á sínum mönnum. Það er svo spurning hvort þetta haldi ekki áfram miða við gengi liðsins. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar á hliðarlínunni.Vísir/Jón Gautur „Erfiður leikur sem liðið mitt gerði vel í að sigra“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigur liðsins gegn Hetti þegar hann mætti til viðtals eftir leik. „Ég er fyrst og fremst bara ánægður með sigurinn. Til að byrja með gerðu þeir vel og voru að hitta vel og við illa á sama tíma. Við náðum svo góðum köflum inn á milli en heilt yfir var þetta erfiður leikur sem liðið mitt gerði vel í að sigra.“ Hattarmönnum tókst að minnka forskotið niður í fimm stig þegar skammt var til leiksloka. Spurður að því hvort það hafi farið um hann þá segir Baldur að hann hafi ekki látið það trufla sig. „Ég er bara inni í leiknum. Var ekkert að pæla í því og reyndi bara að þjálfa eitt kerfi í einu. Svo fer um mann eftir leik vafalaust.“ Hvað hefur þjálfarinn annars að segja um þetta skot hans Hlyns hér undir lokin? „Ég var ánægður að sjá hann setja það skot enda var þetta stórkostlegt skot.“ Viðar Örn Hafsteinsson í ham á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segist vera sáttur með leik sinna manna þrátt fyrir tap gegn Stjörnunni í kvöld. „Ég er fyrst og fremst svekktur með það að tapa en að sama skapi er ég gríðarlega sáttur með frammistöðuna heilt yfir.“ Liðin voru jöfn framan af en það fór að skilja á milli þeirra í þriðja leikhluta þegar Stjarnan tók algjörlega yfir leikinn. Viðar segir að liðið hafi átt erfitt með að leysa góðan varnarleik Stjörnunnar sem hann segir að sé eitt besta lið deildarinnar. „Okkar vantaði að finna aðeins lausnir sóknarlega gegn þessum ákveðna varnarleik Stjörnunnar. Við erum náttúrulega að spila á móti einu besta liði deildarinnar. Það var alveg ljóst að þeir myndu koma með runn á móti okkur en ég er ánægður með hvernig okkur tókst að snúa því til baka og gerðum þetta að leik hér undir lokin. Við hefðum mátt komast aðeins nær og gefa þessu séns þá. Mér fannst varnarleikurinn fínn í dag og við hefðum mátt lifa með þessu skoti hans Hlyns en það er bara svona.“ Hlynur Bæringsson skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu undir lok leiksins sem gulltryggði sigurinn. Hann hleypti af á sama tíma við það sem skotklukkan hringdi og gestirnir ósáttir við að karfan hafi fengið að standa. Hvernig sást þú þetta? „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka enda tók hann sér töluverðan tíma í þetta skot. Maður vill bara að rétt sé rétt, kannski hef ég rangt fyrir mér en í svona tilvikum á auðvitað bara að vera IRS kerfi hjá öllum liðum í efstu deild sem gæti auðveldlega skorið úr um þetta. Það er hægt annars staðar í Evrópu. Ég hef tönglast oft áður á þessu en íslenskur körfubolti er kominn á það getustig að þetta á bara að vera til staðar. Kannski vinnur það stundum á móti manni og stundum með en þetta snýst ekki um það heldur að það að rétt skal vera rétt. Dómararnir eru kannski ekki í auðveldri stöðu heldur, þeir geta ekki dæmt eitthvað af því að þeir halda það. Flott skot samt hjá gamla manninum og það var sennilega það sem geirnegldi þetta.“ Höttur hefur átt fínu gegn að fagna á tímabilinu og liðið spilaði mjög vel á köflum í kvöld. Spurður að því hvort liðið sé að spila betur eða verra en hann þorði að vona fyrir tímabilið segir Viðar að þetta komi bylgjum en að liðið sé á svipuðum stað og hann þorði að vona fyrir tímabilið „Þetta er að spilast bara svona svipað og ég hélt. Við tókum full djúpa dýfu í nokkrum leikjum og erum að vinna okkur upp aftur eftir það. Þetta er partur af því að vinna sem lið, þetta gengur í bylgjum og ef við færum alltaf upp á við þá værum við orðnir Íslandsmeistarar fyrir löngu.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti