Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Árni Jóhannsson skrifar 14. nóvember 2024 21:29 Kristófer Acox var í þjálfarastólnum í kvöld og er með 100% sigurhlutfall í því hlutverki Vísir / Pawel Cieslikiewicz Kristófer Acox var í hlutverki þjálfara í kvöld þegar Valur tók á móti KR í fjarveru Jamil Abiad sem var veikur í dag. Valur vann sigur á KR og má telja að hann hafi verið mjög mikilvægur upp á sálarlíf Íslandsmeistaranna. Kristófer var spurður að því hvort sigurinn hafi ekki verið sálarnærandi fyrir Valsmenn. „Þetta var heldur betur góður sigur. Við þurftum á honum að halda enda búið að vera smá lægð hjá okkur og við töluðum um það fyrir leik að við vildum fara inn í hléið með sigur á bakinu í staðinn fyrir fimmta tapið.“ Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir heimamenn en KR leiddi 27-20 eftir fyrsta leikhluta og var leikur Valsmanna eiginlega í molum. Hvað breyttist að hans mati? „Orkustigið held ég. Smá einbeiting líka. Við höfum verið að byrja í algjöru þroti og lenda mikið undir og ég veit ekki alveg hvað það er. Það er eins og við séum ekki nógu vel tengdir þegar við byrjum leikina. Við náum samt oftast að koma okkur inn í leikinn og í dag héldum við sjó. Náðum að loka fyrri hálfleiknum mjög vel og tengdum það yfir í seinni hálfleikinn. Tökum yfir leikinn í seinni hálfleik.“ Kristófer talaði um að nýta hléið vel þagar hann var spurður að því hvernig væri hægt að halda sama takti og Valur sýndi á löngum köflum í dag. „Við þurfum bara að halda áfram. Við þurfum að nýta hléið vel í að koma Bruno, sem er nýr leikmaður, betur inn í þetta og æfa eins og skepnur. Þetta er langt tímabil en við vildum óska þess að vera í betri stöðu núna en það er bara nóvember enn þá og við höfum nægan tíma til að laga þetta. Það gerist ekki að sjálfu sér og við verðum að nýta hverja einustu æfingu, við getum byggt ofan á það jákvæða í dag og ef við höldum þessu áfram þá held ég að við séum í allavega ágætum málum.“ Það stóð ekki á svörum þegar Kristófer var spurður að því hvað kæmi til þess að hann væri í þjálfarastólnum. „Ég bara ákvað að reka Jamil“, sagði Kristófer hlæjandi áður en hann hélt áfram. „Nei nei, hann er veikur. Hann ætlaði að reyna að keyra á þetta en við sögðum honum bara að vera heima og jafna sig. Ég og Finnur tókum þetta að okkur. Ég þekki þennan hóp eins og handarbakið á mér. Þess vegna var auðvelt fyrir mig að stíga inn í þetta, ég er duglegur að öskra á þá á æfingum þó ég hafi ekki mikla reynslu af kerfunum eða svoleiðis. Þetta virkaði allavega í kvöld.“ Að lokum var Kristófer spurður að því hvenær við fengjum að sjá hann á gólfinu spila körfubolta. „Vonandi sem fyrst. Þetta gengur vel og allt á réttri leið en það verður aldrei fyrr en eftir áramót.“ Valur Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Valur og KR mættust í kaflaskiptum leik í 7. umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik í N1 höllinni fyrr í dag. KR byrjaði mun betur en frábær þriðji leikhluti dugði Val til að innbyrða 101-94 sigur eftir æsilegar lokamínútur. 14. nóvember 2024 18:31 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Kristófer var spurður að því hvort sigurinn hafi ekki verið sálarnærandi fyrir Valsmenn. „Þetta var heldur betur góður sigur. Við þurftum á honum að halda enda búið að vera smá lægð hjá okkur og við töluðum um það fyrir leik að við vildum fara inn í hléið með sigur á bakinu í staðinn fyrir fimmta tapið.“ Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir heimamenn en KR leiddi 27-20 eftir fyrsta leikhluta og var leikur Valsmanna eiginlega í molum. Hvað breyttist að hans mati? „Orkustigið held ég. Smá einbeiting líka. Við höfum verið að byrja í algjöru þroti og lenda mikið undir og ég veit ekki alveg hvað það er. Það er eins og við séum ekki nógu vel tengdir þegar við byrjum leikina. Við náum samt oftast að koma okkur inn í leikinn og í dag héldum við sjó. Náðum að loka fyrri hálfleiknum mjög vel og tengdum það yfir í seinni hálfleikinn. Tökum yfir leikinn í seinni hálfleik.“ Kristófer talaði um að nýta hléið vel þagar hann var spurður að því hvernig væri hægt að halda sama takti og Valur sýndi á löngum köflum í dag. „Við þurfum bara að halda áfram. Við þurfum að nýta hléið vel í að koma Bruno, sem er nýr leikmaður, betur inn í þetta og æfa eins og skepnur. Þetta er langt tímabil en við vildum óska þess að vera í betri stöðu núna en það er bara nóvember enn þá og við höfum nægan tíma til að laga þetta. Það gerist ekki að sjálfu sér og við verðum að nýta hverja einustu æfingu, við getum byggt ofan á það jákvæða í dag og ef við höldum þessu áfram þá held ég að við séum í allavega ágætum málum.“ Það stóð ekki á svörum þegar Kristófer var spurður að því hvað kæmi til þess að hann væri í þjálfarastólnum. „Ég bara ákvað að reka Jamil“, sagði Kristófer hlæjandi áður en hann hélt áfram. „Nei nei, hann er veikur. Hann ætlaði að reyna að keyra á þetta en við sögðum honum bara að vera heima og jafna sig. Ég og Finnur tókum þetta að okkur. Ég þekki þennan hóp eins og handarbakið á mér. Þess vegna var auðvelt fyrir mig að stíga inn í þetta, ég er duglegur að öskra á þá á æfingum þó ég hafi ekki mikla reynslu af kerfunum eða svoleiðis. Þetta virkaði allavega í kvöld.“ Að lokum var Kristófer spurður að því hvenær við fengjum að sjá hann á gólfinu spila körfubolta. „Vonandi sem fyrst. Þetta gengur vel og allt á réttri leið en það verður aldrei fyrr en eftir áramót.“
Valur Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Valur og KR mættust í kaflaskiptum leik í 7. umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik í N1 höllinni fyrr í dag. KR byrjaði mun betur en frábær þriðji leikhluti dugði Val til að innbyrða 101-94 sigur eftir æsilegar lokamínútur. 14. nóvember 2024 18:31 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Valur og KR mættust í kaflaskiptum leik í 7. umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik í N1 höllinni fyrr í dag. KR byrjaði mun betur en frábær þriðji leikhluti dugði Val til að innbyrða 101-94 sigur eftir æsilegar lokamínútur. 14. nóvember 2024 18:31