Noregur vann þá 4-1 útisigur á Slóveníu og á liðið því enn möguleika að vinna riðilinn.
Norska liðið er með tíu stig eða jafnmörg stig og Austurríki. Noregur spilar heimaleik við Kasakstan í lokaumferðinni en Austurríki fær Slóveníu í heimsókn.
Antonio Nusa skoraði tvívegis fyrir Norðmenn í leiknum, Haaland kom norska liðinu yfir í 2-1 á lokamínútu fyrri hálfleiksins og lagði síðan upp fjórða markið fyrir Jens Petter Hauge undir lokin.
Benjamin Sesko skoraði mark Slóvena úr víti og jafnaði þá metin í 1-1.
Sandro Tonali skoraði eina markið þegar Ítalir unnu 1-0 útisigur á Belgum. Frakkar og Ísrael gerðu markalaust jafntefli á sama tíma.
Ítalir eru á toppi riðilsins með 13 stig af 15 mögulegum. Frakkar hafa tíu stig en Belgar eru bara með fjögur stig.
Viljormur Davidsen tryggði Færeyjum 1-0 útisigur á Armeníu með marki úr vítaspyrnu á 33. mínútu. Færeyingar náði tveggja stiga forskot á Armena í baráttunni um annað sæti riðilsins.