Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2024 07:47 Meðal þess sem Viðreisn og Samfylkingin hafa lagt áherzlu á í aðdraganda þingkosninganna er að lækka verði verðbólguna og vextina sem hækkaðir voru sem viðbrögð við henni. Verðbólgu sem er að miklu leyti á ábyrgð flokkanna tveggja. Helzta ástæða verðbólgunnar hefur þannig verið skortur á húsnæði. Einkum og sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu þar sem Reykjavík vegur langþyngst en borgin hefur sem kunnugt er verið um árabil undir stjórn flokkanna. Hefur meirihlutinn í borginni beinlínis beitt sér gegn því að byggt yrði nógu mikið af húsnæði til þess að anna eftirspurn. Mjög mikið hefur vantað upp á í þeim efnum. Húsnæðisskortinn má þannig ekki sízt rekja til samkomulags sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu frá 2015 um vaxtarmörk svæðisins sem kemur í veg fyrir vöxt þess umfram það sem þar er kveðið á um en forsendur samkomulagsins voru stórlega vanmetnar miðað við fólksfjöldaþróunina síðan. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur hafnað því að hvikað verði frá samkomulaginu og forsendum þess og einungis viljað horfa til þéttingar byggðar sem mun aldrei leysa nema lítinn hluta vandans. Allt of lítið er þannig hægt að byggja á þéttingarreitum og slíkar íbúðir eru iðulega byggðar á svæðum þar sem fasteignaverð er mjög hátt. Verðbólga frá Evrópusambandinu Hin helzta ástæðan fyrir verðbólgunni hér á landi hefur verið innflutt verðbólga. Fyrst og fremst frá ríkjum innan Evrópusambandsins enda mest flutt inn af vörum þaðan og hingað til lands. Verðbólga jókst innan sambandsins einkum vegna glórulausra ákvarðana evrópskra ráðamanna í orkumálum sem urðu þess valdandi að ófá ríki þess urðu verulega háð gasi og olíu frá Rússlandi. Þegar loks var brugðist við í þeim efnum leiddi það meðal annars til stóraukins orkukostnaðar í ríkjum Evrópusambandsins, þar með hærri kostnaðar við framleiðslu varnings innan sambandsins og loks hærra vöruverðs sem síðan skilaði sér hingað til lands. Fyrir vikið er ljóst að verðbólgan hefur að miklu leyti verið annars vegar í boði meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, þar á meðal og ekki sízt Viðreisnar og Samfylkingarinnar, og hins vegar Evrópusambandsins. Flokkarnir hefðu fyrir margt löngu getað gripið til árangursríkra aðgerða til þess að bregðast við verðbólgunni sem við Íslendingar höfum glímt við á undanförnum árum, með því einfaldlega að anna eftirspurn eftir húsnæði, og jafnvel koma í veg fyrir hana. Þess í stað hafa þeir stuðlað að gríðarlegri hækkun fasteignaverðs og þar með hærri fasteignasköttum en samt tekizt að setja borgina nánast á hausinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skoðun Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Sjá meira
Meðal þess sem Viðreisn og Samfylkingin hafa lagt áherzlu á í aðdraganda þingkosninganna er að lækka verði verðbólguna og vextina sem hækkaðir voru sem viðbrögð við henni. Verðbólgu sem er að miklu leyti á ábyrgð flokkanna tveggja. Helzta ástæða verðbólgunnar hefur þannig verið skortur á húsnæði. Einkum og sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu þar sem Reykjavík vegur langþyngst en borgin hefur sem kunnugt er verið um árabil undir stjórn flokkanna. Hefur meirihlutinn í borginni beinlínis beitt sér gegn því að byggt yrði nógu mikið af húsnæði til þess að anna eftirspurn. Mjög mikið hefur vantað upp á í þeim efnum. Húsnæðisskortinn má þannig ekki sízt rekja til samkomulags sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu frá 2015 um vaxtarmörk svæðisins sem kemur í veg fyrir vöxt þess umfram það sem þar er kveðið á um en forsendur samkomulagsins voru stórlega vanmetnar miðað við fólksfjöldaþróunina síðan. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur hafnað því að hvikað verði frá samkomulaginu og forsendum þess og einungis viljað horfa til þéttingar byggðar sem mun aldrei leysa nema lítinn hluta vandans. Allt of lítið er þannig hægt að byggja á þéttingarreitum og slíkar íbúðir eru iðulega byggðar á svæðum þar sem fasteignaverð er mjög hátt. Verðbólga frá Evrópusambandinu Hin helzta ástæðan fyrir verðbólgunni hér á landi hefur verið innflutt verðbólga. Fyrst og fremst frá ríkjum innan Evrópusambandsins enda mest flutt inn af vörum þaðan og hingað til lands. Verðbólga jókst innan sambandsins einkum vegna glórulausra ákvarðana evrópskra ráðamanna í orkumálum sem urðu þess valdandi að ófá ríki þess urðu verulega háð gasi og olíu frá Rússlandi. Þegar loks var brugðist við í þeim efnum leiddi það meðal annars til stóraukins orkukostnaðar í ríkjum Evrópusambandsins, þar með hærri kostnaðar við framleiðslu varnings innan sambandsins og loks hærra vöruverðs sem síðan skilaði sér hingað til lands. Fyrir vikið er ljóst að verðbólgan hefur að miklu leyti verið annars vegar í boði meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, þar á meðal og ekki sízt Viðreisnar og Samfylkingarinnar, og hins vegar Evrópusambandsins. Flokkarnir hefðu fyrir margt löngu getað gripið til árangursríkra aðgerða til þess að bregðast við verðbólgunni sem við Íslendingar höfum glímt við á undanförnum árum, með því einfaldlega að anna eftirspurn eftir húsnæði, og jafnvel koma í veg fyrir hana. Þess í stað hafa þeir stuðlað að gríðarlegri hækkun fasteignaverðs og þar með hærri fasteignasköttum en samt tekizt að setja borgina nánast á hausinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun