Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar 15. nóvember 2024 08:31 Á hverju hausti inni á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum má heyra neyðaróp foreldra einhverfra barna sem spyrjast fyrir um skóla sem geta veitt börnum þeirra viðeigandi þjónustu þar sem þau hafa gengið á vegg hvert sem litið er. Á hverju hausti eru fjöldi barna synjað um inngöngu um skólavist í sérskóla og skólavist í sérhæfðri einhverfudeild. Til þess að eiga möguleika á því að komast inn í sérskóla eða sérhæfðu deildirnar þurfa börn að uppfylla mjög þröng skilyrði um mikla þörf fyrir sérhæfðan vanda. Það gefur auga leið að sú þjónusta sem þar er boðið uppá er ekki bara mikilvæg heldur nauðsynleg og því óásættanlegt að það sé hægt að synja börnum frá henni. Neyðarástand Stjórn Einhverfusamtakana lýsti yfir neyðarástandi í haust þar sem 11 einhverfum börnum var synjað um inngöngu í Klettaskóla og árlega synjar Reykjavíkurborg 30 - 38 einhverfum börnum um skólavist í sérhæfðum einhverfudeildum. Þetta leiðir af sér örvæntingu hjá þeim foreldrum sem ekki fá þessi tilteknu pláss fyrir börnin sín. Þau fara að leita eftir skólum sem geta þá veitt börnum þeirra einhvers konar þjónustu en þeir skólar sem ná að mæta þessum hópi af einhverju leyti hafa ákveðin þolmörk hvað varðar pláss og úrræði. Börnin enda svo á því að fara í sinn hverfisskóla þar sem reynt er að mæta þeim með misgóðum árangri. Fyrir utan þann hóp sem þarf á sérhæfðum úrræðum eins og sérskólum og einhverfudeildum að halda er gríðarlega stór hópur einhverfra barna sem uppfyllir ekki þau skilyrði sem þarf til þess að eiga möguleika á að sækja um þau úrræði. Þetta er hópur sem fellur á milli og er hópurinn sem ég hef sérstakar áhyggjur af bæði sem móðir drengs sem tilheyrir þeim hópi og sem kennari. Þessi börn uppfylla sem sagt ekki þau skilyrði sem þarf til þess að þau fái sérstök úrræði en eiga einnig oft erfitt með að taka þátt í hefðbundnu skólastarfi. Hvernig er þá hægt að mæta þessum hópi barna? Helsti vandi þess að vera með fötlun eins og einhverfu felst alls ekki í fötluninni sjálfri heldur í þeirri ringulreið sem skapast í lífi þessara einstaklinga þegar þeir eru settir í aðstæður og umhverfi sem óeinhverft fólk hefur skapað og ætlast til að þau aðlagist. Mikill meirihluti einhverfra barna er fullfær um að fylgja jafnöldrum sínum námslega en til þess að þau geti blómstrað þurfa þau að vera í umhverfi sem hentar þeim og veitir þeim öryggi. Rétt umhverfi fyrir einhverft barn er ekki einungis fengið með einhverfudeildum heldur eru ýmsar aðrar lausnir sem gætu stutt við nemandann svo honum líði vel og geti þá tekið þátt og lært. Okkur ber skylda að mæta þessum hóp, það er allra hagur að þeim líði vel og gangi vel í skóla. Þetta er hópur sem þarf oft að setja sig í stellingar og þrauka og umbera umhverfi sem er þeim krefjandi. Þá er það á ábyrgð okkar sem skyldum þessa einstaklinga í tíu ára skólavist að gera þá veru bærilega og sníða umhverfið að þeirra þörfum en ekki að neyða þau til þess að aðlagast umhverfi og skólakerfi eins og okkur finnst það eigi að vera út frá okkar forsendum. Tíðni einhverfugreininga Tíðni einhverfugreininga hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin hér á landi, árið 2005 voru þær 0,6%, 2009 1,2% og nú 3,13% árið 2024. Þó eru um og yfir 600 börn á biðlistum eftir greiningu og biðin að minnsta kosti tvö ár til næstum þrjú ár. Það er því mikilvægt að það séu fjölbreytt úrræði fyrir þessa einstaklinga. Það er allra hagur að halda utan um þennan mikilvæga hóp með því að auka framboð á hinum ýmsu úrræðum, auka val foreldra svo þau geti fundið skóla sem hentar þeirra barni, sem mætir þeirra þörfum og útrýma synjunum á viðeigandi úrræðum. Því okkur ber lagaleg og siðferðileg skylda til þess að bera virðingu fyrir fjölbreytileika og mismunandi þörfum barna náms og félagslega. Gerum betur Á dögunum kynnti Sjálfstæðisflokkurinn 21 aðgerð í menntamálum. Í tólftu greininni er einmitt fjallað um að endurskilgreina skóla án aðgreiningar og tryggja það að nemendur sem þurfi aukinn stuðning fái hann og að foreldrar barna fái frelsi til þess að velja úrræði og umhverfi sem henti þeirra barni. Þá sé ekki ásættanlegt að börn sem þurfi á sérúrræðum að halda fái ekki inni og þurfi að þrauka í umhverfi sem gerir þeim erfiðara fyrir að blómstra. Höfundur er foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi og í 12. sæti á lista hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Einhverfa Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Sjá meira
Á hverju hausti inni á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum má heyra neyðaróp foreldra einhverfra barna sem spyrjast fyrir um skóla sem geta veitt börnum þeirra viðeigandi þjónustu þar sem þau hafa gengið á vegg hvert sem litið er. Á hverju hausti eru fjöldi barna synjað um inngöngu um skólavist í sérskóla og skólavist í sérhæfðri einhverfudeild. Til þess að eiga möguleika á því að komast inn í sérskóla eða sérhæfðu deildirnar þurfa börn að uppfylla mjög þröng skilyrði um mikla þörf fyrir sérhæfðan vanda. Það gefur auga leið að sú þjónusta sem þar er boðið uppá er ekki bara mikilvæg heldur nauðsynleg og því óásættanlegt að það sé hægt að synja börnum frá henni. Neyðarástand Stjórn Einhverfusamtakana lýsti yfir neyðarástandi í haust þar sem 11 einhverfum börnum var synjað um inngöngu í Klettaskóla og árlega synjar Reykjavíkurborg 30 - 38 einhverfum börnum um skólavist í sérhæfðum einhverfudeildum. Þetta leiðir af sér örvæntingu hjá þeim foreldrum sem ekki fá þessi tilteknu pláss fyrir börnin sín. Þau fara að leita eftir skólum sem geta þá veitt börnum þeirra einhvers konar þjónustu en þeir skólar sem ná að mæta þessum hópi af einhverju leyti hafa ákveðin þolmörk hvað varðar pláss og úrræði. Börnin enda svo á því að fara í sinn hverfisskóla þar sem reynt er að mæta þeim með misgóðum árangri. Fyrir utan þann hóp sem þarf á sérhæfðum úrræðum eins og sérskólum og einhverfudeildum að halda er gríðarlega stór hópur einhverfra barna sem uppfyllir ekki þau skilyrði sem þarf til þess að eiga möguleika á að sækja um þau úrræði. Þetta er hópur sem fellur á milli og er hópurinn sem ég hef sérstakar áhyggjur af bæði sem móðir drengs sem tilheyrir þeim hópi og sem kennari. Þessi börn uppfylla sem sagt ekki þau skilyrði sem þarf til þess að þau fái sérstök úrræði en eiga einnig oft erfitt með að taka þátt í hefðbundnu skólastarfi. Hvernig er þá hægt að mæta þessum hópi barna? Helsti vandi þess að vera með fötlun eins og einhverfu felst alls ekki í fötluninni sjálfri heldur í þeirri ringulreið sem skapast í lífi þessara einstaklinga þegar þeir eru settir í aðstæður og umhverfi sem óeinhverft fólk hefur skapað og ætlast til að þau aðlagist. Mikill meirihluti einhverfra barna er fullfær um að fylgja jafnöldrum sínum námslega en til þess að þau geti blómstrað þurfa þau að vera í umhverfi sem hentar þeim og veitir þeim öryggi. Rétt umhverfi fyrir einhverft barn er ekki einungis fengið með einhverfudeildum heldur eru ýmsar aðrar lausnir sem gætu stutt við nemandann svo honum líði vel og geti þá tekið þátt og lært. Okkur ber skylda að mæta þessum hóp, það er allra hagur að þeim líði vel og gangi vel í skóla. Þetta er hópur sem þarf oft að setja sig í stellingar og þrauka og umbera umhverfi sem er þeim krefjandi. Þá er það á ábyrgð okkar sem skyldum þessa einstaklinga í tíu ára skólavist að gera þá veru bærilega og sníða umhverfið að þeirra þörfum en ekki að neyða þau til þess að aðlagast umhverfi og skólakerfi eins og okkur finnst það eigi að vera út frá okkar forsendum. Tíðni einhverfugreininga Tíðni einhverfugreininga hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin hér á landi, árið 2005 voru þær 0,6%, 2009 1,2% og nú 3,13% árið 2024. Þó eru um og yfir 600 börn á biðlistum eftir greiningu og biðin að minnsta kosti tvö ár til næstum þrjú ár. Það er því mikilvægt að það séu fjölbreytt úrræði fyrir þessa einstaklinga. Það er allra hagur að halda utan um þennan mikilvæga hóp með því að auka framboð á hinum ýmsu úrræðum, auka val foreldra svo þau geti fundið skóla sem hentar þeirra barni, sem mætir þeirra þörfum og útrýma synjunum á viðeigandi úrræðum. Því okkur ber lagaleg og siðferðileg skylda til þess að bera virðingu fyrir fjölbreytileika og mismunandi þörfum barna náms og félagslega. Gerum betur Á dögunum kynnti Sjálfstæðisflokkurinn 21 aðgerð í menntamálum. Í tólftu greininni er einmitt fjallað um að endurskilgreina skóla án aðgreiningar og tryggja það að nemendur sem þurfi aukinn stuðning fái hann og að foreldrar barna fái frelsi til þess að velja úrræði og umhverfi sem henti þeirra barni. Þá sé ekki ásættanlegt að börn sem þurfi á sérúrræðum að halda fái ekki inni og þurfi að þrauka í umhverfi sem gerir þeim erfiðara fyrir að blómstra. Höfundur er foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi og í 12. sæti á lista hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík suður.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun