Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar 15. nóvember 2024 08:31 Á hverju hausti inni á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum má heyra neyðaróp foreldra einhverfra barna sem spyrjast fyrir um skóla sem geta veitt börnum þeirra viðeigandi þjónustu þar sem þau hafa gengið á vegg hvert sem litið er. Á hverju hausti eru fjöldi barna synjað um inngöngu um skólavist í sérskóla og skólavist í sérhæfðri einhverfudeild. Til þess að eiga möguleika á því að komast inn í sérskóla eða sérhæfðu deildirnar þurfa börn að uppfylla mjög þröng skilyrði um mikla þörf fyrir sérhæfðan vanda. Það gefur auga leið að sú þjónusta sem þar er boðið uppá er ekki bara mikilvæg heldur nauðsynleg og því óásættanlegt að það sé hægt að synja börnum frá henni. Neyðarástand Stjórn Einhverfusamtakana lýsti yfir neyðarástandi í haust þar sem 11 einhverfum börnum var synjað um inngöngu í Klettaskóla og árlega synjar Reykjavíkurborg 30 - 38 einhverfum börnum um skólavist í sérhæfðum einhverfudeildum. Þetta leiðir af sér örvæntingu hjá þeim foreldrum sem ekki fá þessi tilteknu pláss fyrir börnin sín. Þau fara að leita eftir skólum sem geta þá veitt börnum þeirra einhvers konar þjónustu en þeir skólar sem ná að mæta þessum hópi af einhverju leyti hafa ákveðin þolmörk hvað varðar pláss og úrræði. Börnin enda svo á því að fara í sinn hverfisskóla þar sem reynt er að mæta þeim með misgóðum árangri. Fyrir utan þann hóp sem þarf á sérhæfðum úrræðum eins og sérskólum og einhverfudeildum að halda er gríðarlega stór hópur einhverfra barna sem uppfyllir ekki þau skilyrði sem þarf til þess að eiga möguleika á að sækja um þau úrræði. Þetta er hópur sem fellur á milli og er hópurinn sem ég hef sérstakar áhyggjur af bæði sem móðir drengs sem tilheyrir þeim hópi og sem kennari. Þessi börn uppfylla sem sagt ekki þau skilyrði sem þarf til þess að þau fái sérstök úrræði en eiga einnig oft erfitt með að taka þátt í hefðbundnu skólastarfi. Hvernig er þá hægt að mæta þessum hópi barna? Helsti vandi þess að vera með fötlun eins og einhverfu felst alls ekki í fötluninni sjálfri heldur í þeirri ringulreið sem skapast í lífi þessara einstaklinga þegar þeir eru settir í aðstæður og umhverfi sem óeinhverft fólk hefur skapað og ætlast til að þau aðlagist. Mikill meirihluti einhverfra barna er fullfær um að fylgja jafnöldrum sínum námslega en til þess að þau geti blómstrað þurfa þau að vera í umhverfi sem hentar þeim og veitir þeim öryggi. Rétt umhverfi fyrir einhverft barn er ekki einungis fengið með einhverfudeildum heldur eru ýmsar aðrar lausnir sem gætu stutt við nemandann svo honum líði vel og geti þá tekið þátt og lært. Okkur ber skylda að mæta þessum hóp, það er allra hagur að þeim líði vel og gangi vel í skóla. Þetta er hópur sem þarf oft að setja sig í stellingar og þrauka og umbera umhverfi sem er þeim krefjandi. Þá er það á ábyrgð okkar sem skyldum þessa einstaklinga í tíu ára skólavist að gera þá veru bærilega og sníða umhverfið að þeirra þörfum en ekki að neyða þau til þess að aðlagast umhverfi og skólakerfi eins og okkur finnst það eigi að vera út frá okkar forsendum. Tíðni einhverfugreininga Tíðni einhverfugreininga hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin hér á landi, árið 2005 voru þær 0,6%, 2009 1,2% og nú 3,13% árið 2024. Þó eru um og yfir 600 börn á biðlistum eftir greiningu og biðin að minnsta kosti tvö ár til næstum þrjú ár. Það er því mikilvægt að það séu fjölbreytt úrræði fyrir þessa einstaklinga. Það er allra hagur að halda utan um þennan mikilvæga hóp með því að auka framboð á hinum ýmsu úrræðum, auka val foreldra svo þau geti fundið skóla sem hentar þeirra barni, sem mætir þeirra þörfum og útrýma synjunum á viðeigandi úrræðum. Því okkur ber lagaleg og siðferðileg skylda til þess að bera virðingu fyrir fjölbreytileika og mismunandi þörfum barna náms og félagslega. Gerum betur Á dögunum kynnti Sjálfstæðisflokkurinn 21 aðgerð í menntamálum. Í tólftu greininni er einmitt fjallað um að endurskilgreina skóla án aðgreiningar og tryggja það að nemendur sem þurfi aukinn stuðning fái hann og að foreldrar barna fái frelsi til þess að velja úrræði og umhverfi sem henti þeirra barni. Þá sé ekki ásættanlegt að börn sem þurfi á sérúrræðum að halda fái ekki inni og þurfi að þrauka í umhverfi sem gerir þeim erfiðara fyrir að blómstra. Höfundur er foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi og í 12. sæti á lista hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Einhverfa Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Á hverju hausti inni á lokuðum hópum á samfélagsmiðlum má heyra neyðaróp foreldra einhverfra barna sem spyrjast fyrir um skóla sem geta veitt börnum þeirra viðeigandi þjónustu þar sem þau hafa gengið á vegg hvert sem litið er. Á hverju hausti eru fjöldi barna synjað um inngöngu um skólavist í sérskóla og skólavist í sérhæfðri einhverfudeild. Til þess að eiga möguleika á því að komast inn í sérskóla eða sérhæfðu deildirnar þurfa börn að uppfylla mjög þröng skilyrði um mikla þörf fyrir sérhæfðan vanda. Það gefur auga leið að sú þjónusta sem þar er boðið uppá er ekki bara mikilvæg heldur nauðsynleg og því óásættanlegt að það sé hægt að synja börnum frá henni. Neyðarástand Stjórn Einhverfusamtakana lýsti yfir neyðarástandi í haust þar sem 11 einhverfum börnum var synjað um inngöngu í Klettaskóla og árlega synjar Reykjavíkurborg 30 - 38 einhverfum börnum um skólavist í sérhæfðum einhverfudeildum. Þetta leiðir af sér örvæntingu hjá þeim foreldrum sem ekki fá þessi tilteknu pláss fyrir börnin sín. Þau fara að leita eftir skólum sem geta þá veitt börnum þeirra einhvers konar þjónustu en þeir skólar sem ná að mæta þessum hópi af einhverju leyti hafa ákveðin þolmörk hvað varðar pláss og úrræði. Börnin enda svo á því að fara í sinn hverfisskóla þar sem reynt er að mæta þeim með misgóðum árangri. Fyrir utan þann hóp sem þarf á sérhæfðum úrræðum eins og sérskólum og einhverfudeildum að halda er gríðarlega stór hópur einhverfra barna sem uppfyllir ekki þau skilyrði sem þarf til þess að eiga möguleika á að sækja um þau úrræði. Þetta er hópur sem fellur á milli og er hópurinn sem ég hef sérstakar áhyggjur af bæði sem móðir drengs sem tilheyrir þeim hópi og sem kennari. Þessi börn uppfylla sem sagt ekki þau skilyrði sem þarf til þess að þau fái sérstök úrræði en eiga einnig oft erfitt með að taka þátt í hefðbundnu skólastarfi. Hvernig er þá hægt að mæta þessum hópi barna? Helsti vandi þess að vera með fötlun eins og einhverfu felst alls ekki í fötluninni sjálfri heldur í þeirri ringulreið sem skapast í lífi þessara einstaklinga þegar þeir eru settir í aðstæður og umhverfi sem óeinhverft fólk hefur skapað og ætlast til að þau aðlagist. Mikill meirihluti einhverfra barna er fullfær um að fylgja jafnöldrum sínum námslega en til þess að þau geti blómstrað þurfa þau að vera í umhverfi sem hentar þeim og veitir þeim öryggi. Rétt umhverfi fyrir einhverft barn er ekki einungis fengið með einhverfudeildum heldur eru ýmsar aðrar lausnir sem gætu stutt við nemandann svo honum líði vel og geti þá tekið þátt og lært. Okkur ber skylda að mæta þessum hóp, það er allra hagur að þeim líði vel og gangi vel í skóla. Þetta er hópur sem þarf oft að setja sig í stellingar og þrauka og umbera umhverfi sem er þeim krefjandi. Þá er það á ábyrgð okkar sem skyldum þessa einstaklinga í tíu ára skólavist að gera þá veru bærilega og sníða umhverfið að þeirra þörfum en ekki að neyða þau til þess að aðlagast umhverfi og skólakerfi eins og okkur finnst það eigi að vera út frá okkar forsendum. Tíðni einhverfugreininga Tíðni einhverfugreininga hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin hér á landi, árið 2005 voru þær 0,6%, 2009 1,2% og nú 3,13% árið 2024. Þó eru um og yfir 600 börn á biðlistum eftir greiningu og biðin að minnsta kosti tvö ár til næstum þrjú ár. Það er því mikilvægt að það séu fjölbreytt úrræði fyrir þessa einstaklinga. Það er allra hagur að halda utan um þennan mikilvæga hóp með því að auka framboð á hinum ýmsu úrræðum, auka val foreldra svo þau geti fundið skóla sem hentar þeirra barni, sem mætir þeirra þörfum og útrýma synjunum á viðeigandi úrræðum. Því okkur ber lagaleg og siðferðileg skylda til þess að bera virðingu fyrir fjölbreytileika og mismunandi þörfum barna náms og félagslega. Gerum betur Á dögunum kynnti Sjálfstæðisflokkurinn 21 aðgerð í menntamálum. Í tólftu greininni er einmitt fjallað um að endurskilgreina skóla án aðgreiningar og tryggja það að nemendur sem þurfi aukinn stuðning fái hann og að foreldrar barna fái frelsi til þess að velja úrræði og umhverfi sem henti þeirra barni. Þá sé ekki ásættanlegt að börn sem þurfi á sérúrræðum að halda fái ekki inni og þurfi að þrauka í umhverfi sem gerir þeim erfiðara fyrir að blómstra. Höfundur er foreldrafræðingur og uppeldisráðgjafi og í 12. sæti á lista hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík suður.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun