Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2024 14:38 Íbúinn vildi meina að þegar hann hafi ráðist í sameignarþrifin, sem hann hlaut sekt fyrir, hafi stigagangurinn verið þrifinn, sandi og laufblöðum verið sópað burt og gömlum blöðum verið hent en önnur vissulega skilin eftir. Getty Kærunefnd húsamála getur ekki lagt blessun sína yfir að húsfélag í fjölbýlishúsi geti sektað íbúa í húsinu vegna lélegra þrifa í sameign. Í áliti nefndarinnar, sem birt var á dögunum, segir að íbúi í fjölbýlishúsi hafi leitað álits á því að viðurkennt yrði að húsfélaginu hafi verið óheilimt að gera kröfu um 10 þúsund króna gjald vegna þrifa á sameign sem formaður húsfélagsins hafi metið ófullnægjandi. Íbúinn vildi meina að þegar hann hafi ráðist í sameignarþrifin, sem hann hlaut sekt fyrir, hafi stigagangurinn verið þrifinn, sandi og laufblöðum verið sópað burt og gömlum blöðum verið hent en önnur vissulega skilin eftir. Ruslageymslan hafi einnig verið þrifin þrátt fyrir að gjaldkeri húsfélagsins haldi öðru fram. Sömuleiðis vildi íbúinn meina að fundarboð á húsfundinn þar sem ákvörðun hafi verið tekin um sektina hafi verði ólögmætt, enda hafi ártal ekki tilgreint og hvergi fjallað um téðar sektir vegna þrifa. Þá hafi fundargerðin verið haldin göllum og þar væri meðal annars ekki tilgreint um hvaða húsfélag væri að ræða, hver hafi verið fundarritari og fundarstjóri og hvað þá upplýsingar um atkvæðagreiðslur. Matskenndar sektir og óánægja með myndavél Í áliti nefndarinnar kemur fram að íbúinn vilji meina að skýrt hafi komið fram í öllum samskiptum að íbúar skipti með sér þrifum á sameign og sinni því en að gjaldkeri og formaður húsfélagsins hafi metið það sem svo að það hafi ekki verið nægilega vel gert. Sektaálagningin hafi verið matskennd en hvergi væri að finna upplýsingar um það hver ætti að taka þrifin út og í hvaða tilfellum heimilt væri að sekta vegna lélegra þrifa. Íbúinn var ennfremur óánægður með að gjaldkeri húsfélagsins væri með myndavél á stigaganginum tengda við símann sinn þannig að hún geti fylgst með því hverjir þrífi og hverjir ekki. „Hún hafi fylgst með því hvaða fólk fari um stigaganginn og hve lengi viðkomandi sé að þrífa. Þeir sem gangi um sameignina séu þannig í mynd án þess að neinn fyrirvari eða skilti láti vita af því. Þetta sé óheimilt að grundvelli persónuverndarlaga og friðhelgi einkalífs,“ kom fram í málflutningi íbúans. Fulltrúar húsfélagsins settu út á að pítsukassar voru enn í hjólageymslunni eftir sameignarþrif íbúans.Getty Matarafgangar út um allt og pítsukassar í hjólageymslu Í andsvörum fulltrúa húsfélagsins kom fram að þrifum á sameign hafi verið ábótavant og þau dregist hjá umræddum íbúa. Eingöngu hafi verið ryksugað og skúrað, ruslageymslan hafi ekki verið þrifin „þar sem matarafgangar hafi verið um allt, pizzakassi í hjólageymslu og blöð í kassa sem hafi átt að tæma. Laufblöðum hafi aðeins verið sópað frá en þau ekki verið fjarlægð þannig að þau hafi fokið aftur inn“. Fram kemur að þetta hafi ekki verið í eina skiptið en íbúinn hafi viðurkennt að hafa gleymt að ryksuga á miðvikudögum. „Maður álitsbeiðanda [íbúans] hafi verið spurður hvort þau hygðust ekki ætla að ljúka þrifunum en hann sagt að þeim hafi verið lokið. Því hafi þurft að beita sektinni. Vegna myndavélarinnar þá hafi uppsetning hennar verið samþykkt af meirihluta eigenda vegna þjófnaðar úr geymslum, skemmda og þjófnaðar á hjólum. Ekki sé verið að nota myndavélarnar til að njósna um neinn,“ segir í álitinu. Féllst á kröfu íbúans Fulltrúar kærunefndarinnar bentu á að á grundvelli laga um fjöleignarhús sé eigendum unnt að taka sameiginlegar ákvarðanir um það hvernig skuli staðið að innheimtu fjármuna til húsfélagsins í þeim tilgangi að það geti sinnt hlutverki sínu. Kærunefnd getur ekki fallist á að lögin veiti húsfélögum heimild til að innheimta gjöld af einstaka eigendum á þeirri forsendu að þeir sinni ekki þrifum á sameign eða að þrifum sé ekki sinnt með fullnægjandi hætti. Því ákvað nefndin að fallist á kröfu íbúans að óheimilt væri að gera kröfu um 10 þúsund króna gjald vegna þrifa á sameign sem formaður húsfélagsins meti ófullnægjandi. Hafði þegar leitað til Persónuverndar Í málinu leitaði íbúinn sömuleiðis álits nefndarinnar vegna uppsetningar húsfélagsins á myndavélinni sem var til umræðu og þess krafist að myndavélin yrði tekin niður. Kærunefndin gat ekki fallist á þær kröfur þar sem samþykki meirihluti eigenda fyrir vélinni lá fyrir og íbúinn hafði þegar leitað til Persónuverndar vegna ágreinings um notkun myndavélarinnar og kæmi það álitaefni ekki til úrlausnar af hálfu nefndarinnar. Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Þarf ekki leyfi nágranna til að reka háværa daggæslu Dagmóðir þarf ekki að afla samþykkis allra íbúa fjölbýlishúss til þess að reka daggæslu þar. Húsfélag hússins hélt því fram að starfsemin raskaði friði í húsinu og rýrði virði íbúða í því. 12. september 2024 15:45 Íbúa í kjallara gert að stöðva stöðuga kattaumferð inn um glugga Óheimilt er fyrir íbúa í kjallara í fjölbýlishúsi í Reykjavík, sem lengi hefur hleypt köttum sem hann á ekkert í inn um glugga í íbúð sinni, að taka á móti köttum. 11. janúar 2024 08:47 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Í áliti nefndarinnar, sem birt var á dögunum, segir að íbúi í fjölbýlishúsi hafi leitað álits á því að viðurkennt yrði að húsfélaginu hafi verið óheilimt að gera kröfu um 10 þúsund króna gjald vegna þrifa á sameign sem formaður húsfélagsins hafi metið ófullnægjandi. Íbúinn vildi meina að þegar hann hafi ráðist í sameignarþrifin, sem hann hlaut sekt fyrir, hafi stigagangurinn verið þrifinn, sandi og laufblöðum verið sópað burt og gömlum blöðum verið hent en önnur vissulega skilin eftir. Ruslageymslan hafi einnig verið þrifin þrátt fyrir að gjaldkeri húsfélagsins haldi öðru fram. Sömuleiðis vildi íbúinn meina að fundarboð á húsfundinn þar sem ákvörðun hafi verið tekin um sektina hafi verði ólögmætt, enda hafi ártal ekki tilgreint og hvergi fjallað um téðar sektir vegna þrifa. Þá hafi fundargerðin verið haldin göllum og þar væri meðal annars ekki tilgreint um hvaða húsfélag væri að ræða, hver hafi verið fundarritari og fundarstjóri og hvað þá upplýsingar um atkvæðagreiðslur. Matskenndar sektir og óánægja með myndavél Í áliti nefndarinnar kemur fram að íbúinn vilji meina að skýrt hafi komið fram í öllum samskiptum að íbúar skipti með sér þrifum á sameign og sinni því en að gjaldkeri og formaður húsfélagsins hafi metið það sem svo að það hafi ekki verið nægilega vel gert. Sektaálagningin hafi verið matskennd en hvergi væri að finna upplýsingar um það hver ætti að taka þrifin út og í hvaða tilfellum heimilt væri að sekta vegna lélegra þrifa. Íbúinn var ennfremur óánægður með að gjaldkeri húsfélagsins væri með myndavél á stigaganginum tengda við símann sinn þannig að hún geti fylgst með því hverjir þrífi og hverjir ekki. „Hún hafi fylgst með því hvaða fólk fari um stigaganginn og hve lengi viðkomandi sé að þrífa. Þeir sem gangi um sameignina séu þannig í mynd án þess að neinn fyrirvari eða skilti láti vita af því. Þetta sé óheimilt að grundvelli persónuverndarlaga og friðhelgi einkalífs,“ kom fram í málflutningi íbúans. Fulltrúar húsfélagsins settu út á að pítsukassar voru enn í hjólageymslunni eftir sameignarþrif íbúans.Getty Matarafgangar út um allt og pítsukassar í hjólageymslu Í andsvörum fulltrúa húsfélagsins kom fram að þrifum á sameign hafi verið ábótavant og þau dregist hjá umræddum íbúa. Eingöngu hafi verið ryksugað og skúrað, ruslageymslan hafi ekki verið þrifin „þar sem matarafgangar hafi verið um allt, pizzakassi í hjólageymslu og blöð í kassa sem hafi átt að tæma. Laufblöðum hafi aðeins verið sópað frá en þau ekki verið fjarlægð þannig að þau hafi fokið aftur inn“. Fram kemur að þetta hafi ekki verið í eina skiptið en íbúinn hafi viðurkennt að hafa gleymt að ryksuga á miðvikudögum. „Maður álitsbeiðanda [íbúans] hafi verið spurður hvort þau hygðust ekki ætla að ljúka þrifunum en hann sagt að þeim hafi verið lokið. Því hafi þurft að beita sektinni. Vegna myndavélarinnar þá hafi uppsetning hennar verið samþykkt af meirihluta eigenda vegna þjófnaðar úr geymslum, skemmda og þjófnaðar á hjólum. Ekki sé verið að nota myndavélarnar til að njósna um neinn,“ segir í álitinu. Féllst á kröfu íbúans Fulltrúar kærunefndarinnar bentu á að á grundvelli laga um fjöleignarhús sé eigendum unnt að taka sameiginlegar ákvarðanir um það hvernig skuli staðið að innheimtu fjármuna til húsfélagsins í þeim tilgangi að það geti sinnt hlutverki sínu. Kærunefnd getur ekki fallist á að lögin veiti húsfélögum heimild til að innheimta gjöld af einstaka eigendum á þeirri forsendu að þeir sinni ekki þrifum á sameign eða að þrifum sé ekki sinnt með fullnægjandi hætti. Því ákvað nefndin að fallist á kröfu íbúans að óheimilt væri að gera kröfu um 10 þúsund króna gjald vegna þrifa á sameign sem formaður húsfélagsins meti ófullnægjandi. Hafði þegar leitað til Persónuverndar Í málinu leitaði íbúinn sömuleiðis álits nefndarinnar vegna uppsetningar húsfélagsins á myndavélinni sem var til umræðu og þess krafist að myndavélin yrði tekin niður. Kærunefndin gat ekki fallist á þær kröfur þar sem samþykki meirihluti eigenda fyrir vélinni lá fyrir og íbúinn hafði þegar leitað til Persónuverndar vegna ágreinings um notkun myndavélarinnar og kæmi það álitaefni ekki til úrlausnar af hálfu nefndarinnar.
Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir Þarf ekki leyfi nágranna til að reka háværa daggæslu Dagmóðir þarf ekki að afla samþykkis allra íbúa fjölbýlishúss til þess að reka daggæslu þar. Húsfélag hússins hélt því fram að starfsemin raskaði friði í húsinu og rýrði virði íbúða í því. 12. september 2024 15:45 Íbúa í kjallara gert að stöðva stöðuga kattaumferð inn um glugga Óheimilt er fyrir íbúa í kjallara í fjölbýlishúsi í Reykjavík, sem lengi hefur hleypt köttum sem hann á ekkert í inn um glugga í íbúð sinni, að taka á móti köttum. 11. janúar 2024 08:47 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Sjá meira
Þarf ekki leyfi nágranna til að reka háværa daggæslu Dagmóðir þarf ekki að afla samþykkis allra íbúa fjölbýlishúss til þess að reka daggæslu þar. Húsfélag hússins hélt því fram að starfsemin raskaði friði í húsinu og rýrði virði íbúða í því. 12. september 2024 15:45
Íbúa í kjallara gert að stöðva stöðuga kattaumferð inn um glugga Óheimilt er fyrir íbúa í kjallara í fjölbýlishúsi í Reykjavík, sem lengi hefur hleypt köttum sem hann á ekkert í inn um glugga í íbúð sinni, að taka á móti köttum. 11. janúar 2024 08:47