Guðjón Valur tók við Gummersbach eftir að hann lagði skóna á hilluna fyrir fjórum árum.
Undir stjórn Guðjóns Vals vann Gummersbach sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni 2022. Liðið endaði í 10. sæti hennar tímabilið 2022-23 og í því sjötta á síðasta tímabili. Gummersbach tryggði sér þar með sæti í Evrópudeildinni.
Gummersbach er sem stendur í 5. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig eftir tíu leiki, tveimur stigum á eftir toppliði Melsungen.
Tveir Íslendingar leika með Gummersbach: Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson.