Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 20:47 Þetta er grundvallarspurning sem allir íslendingar þurfa að gera upp við sig ásamt þeirri spurningu hvort byggð eigi yfir höfuð að haldast annars staðar en á suðvesturhorninu. Með ríkjandi borgríkisstefnu síðustu ára í boði Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur það skilað 85% þjóðarinnar á eitt horn landsins. Framsóknarflokkurinn sem lýsir sér sem landsbyggðaflokki yfirgaf þá stefnu fyrir fjölda ára síðan, enda hefur það glögglega sýnt sig í landbúnaðarmálum og matvælaframleiðslu að þrátt fyrir Framsókn sem hefur verið með tögl og hagldir í þeim málum öll þessi ár hefur það skilað sér í lakari umgjörð bænda, fækkun í bændastéttinni og fleiri og fleiri bújarðir leggjast í eyði eða eru keyptar upp af fólki sem hefur ekki áhuga á búsetu eða þátttöku í samfélaginu. Þá má einnig geta þess að í tíð Framsóknar hefur innflutningur á matvælum aukist til muna og er nú orðinn um 43% allra matvæla sem við neytum. Þetta er skelfileg þróun og hefur öll orðið á vakt Framsóknar. Í ljósi þessa er því skoplegt að lesa hræðsluáróður sex framsóknarmanna gegn Miðflokknum í sameiginlegri grein á Vísi undir heitinu “Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda” sem þeir enda svo með orðunum “Við stöndum með bændum”. Einmitt, við höfum séð það undanfarin misserin er það ekki hvernig þeir standa með bændum? En þegar menn hafa ekkert annað í höndunum en gagnrýni á upplýsingaskort á glænýrri heimasíðu Miðflokksins og að Sigríður Anderssen nýr oddviti hafi aðrar skoðanir en flestir aðrir á málum landbúnaðar og blása það út sem sönnun þess að flokkurinn allur sé óvinur bænda opinberast aðeins eitt fyrir mér. Framsóknarflokkurinn er hræddur! Hræddur við þá staðreynd að það sé bara alls ekkert best að kjósa Framsókn! Þeir vita nefnilega upp á hár fyrir hvað Miðflokkurinn stendur. Við í Miðflokknum höldum ótrauð áfram að tala fyrir landsbyggða- og landbúnaðarmálum eins og við höfum gert. Innan okkar raða er öflugt landsbyggðafólk og bændur sem brenna fyrir málefnunum og mun sannarlega láta til sín taka fái það umboð til. Brýnast af öllu er að snúa við borgríkisþróuninni, efla og vernda innlenda matvælaframleiðslu með auknum og efldum innflutningstollum ásamt því að snúa við þeirri refsiskattaherferð sem hefur verið beint gegn landsbyggðinni allt of lengi og hert á veikingu byggða. Við þurfum flokk sem gerir það sem hann segist ætla að gera og gefa flokkum sem skýla sér ávallt bak við hlutlausa skoðanamiðju, frí. Höfundur skipar 3. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Landbúnaður Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Þetta er grundvallarspurning sem allir íslendingar þurfa að gera upp við sig ásamt þeirri spurningu hvort byggð eigi yfir höfuð að haldast annars staðar en á suðvesturhorninu. Með ríkjandi borgríkisstefnu síðustu ára í boði Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefur það skilað 85% þjóðarinnar á eitt horn landsins. Framsóknarflokkurinn sem lýsir sér sem landsbyggðaflokki yfirgaf þá stefnu fyrir fjölda ára síðan, enda hefur það glögglega sýnt sig í landbúnaðarmálum og matvælaframleiðslu að þrátt fyrir Framsókn sem hefur verið með tögl og hagldir í þeim málum öll þessi ár hefur það skilað sér í lakari umgjörð bænda, fækkun í bændastéttinni og fleiri og fleiri bújarðir leggjast í eyði eða eru keyptar upp af fólki sem hefur ekki áhuga á búsetu eða þátttöku í samfélaginu. Þá má einnig geta þess að í tíð Framsóknar hefur innflutningur á matvælum aukist til muna og er nú orðinn um 43% allra matvæla sem við neytum. Þetta er skelfileg þróun og hefur öll orðið á vakt Framsóknar. Í ljósi þessa er því skoplegt að lesa hræðsluáróður sex framsóknarmanna gegn Miðflokknum í sameiginlegri grein á Vísi undir heitinu “Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda” sem þeir enda svo með orðunum “Við stöndum með bændum”. Einmitt, við höfum séð það undanfarin misserin er það ekki hvernig þeir standa með bændum? En þegar menn hafa ekkert annað í höndunum en gagnrýni á upplýsingaskort á glænýrri heimasíðu Miðflokksins og að Sigríður Anderssen nýr oddviti hafi aðrar skoðanir en flestir aðrir á málum landbúnaðar og blása það út sem sönnun þess að flokkurinn allur sé óvinur bænda opinberast aðeins eitt fyrir mér. Framsóknarflokkurinn er hræddur! Hræddur við þá staðreynd að það sé bara alls ekkert best að kjósa Framsókn! Þeir vita nefnilega upp á hár fyrir hvað Miðflokkurinn stendur. Við í Miðflokknum höldum ótrauð áfram að tala fyrir landsbyggða- og landbúnaðarmálum eins og við höfum gert. Innan okkar raða er öflugt landsbyggðafólk og bændur sem brenna fyrir málefnunum og mun sannarlega láta til sín taka fái það umboð til. Brýnast af öllu er að snúa við borgríkisþróuninni, efla og vernda innlenda matvælaframleiðslu með auknum og efldum innflutningstollum ásamt því að snúa við þeirri refsiskattaherferð sem hefur verið beint gegn landsbyggðinni allt of lengi og hert á veikingu byggða. Við þurfum flokk sem gerir það sem hann segist ætla að gera og gefa flokkum sem skýla sér ávallt bak við hlutlausa skoðanamiðju, frí. Höfundur skipar 3. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun