„Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Kári Mímisson skrifar 15. nóvember 2024 22:02 Rúnar Ingi Erlingsson sá sína menn klikka á prófinu á heimavelli í kvöld. Vísir/Diego Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ósáttur með tap liðsins gegn ÍR nú í kvöld. Liðið hafði fína forystu í hálfleik en glutraði henni niður í seinni hálfleiknum. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við ekki góðir allan fyrri hálfleik en náum samt að búa til 14 stiga forystu til að taka með okkur í hálfleik eftir fínan annan leikhluta. En í seinni hálfleik fer fókusinn á eitthvað allt annað en það sem við viljum standa fyrir og þá töpum við körfuboltaleikjum alveg sama hver andstæðingurinn er,“ sagði Rúnar. Spurður út í það hvað gerðist nákvæmlega í seinni hálfleiknum eru svör Rúnars skýr og segir hann að liðið hafi farið að hugsa um eitthvað allt annað en að leika körfubolta. Á sama tíma hrósar hann liði ÍR fyrir góðan og grimman leik. „Ég verð að hrósa ÍR-ingunum, þeir komu út í seinni hálfleikinn mjög grimmir, spiluðu fast og gerðu bakvörðunum okkar erfitt fyrir. Okkar svör við því í þriðja leikhluta var bara væl og kenna dómurunum um í stað þess að taka ábyrgð á okkar eigin gjörðum inn á vellinum,“ sagði Rúnar. „Það sem ég þarf klárlega að taka á mig í dag er róteringin á liðinu. Ég hefði þurft að taka ákveðna menn út af og gera betur í að stilla upp liðinu þannig að ég væri með fimm leikmenn inn á vellinum sem væru að spila liðsbolta sem við vorum ekki að gera í dag. Við vorum að enda sóknirnar illa út af því að við höndluðum ekki grimmdina hjá ÍR og svo í kjölfarið hlaupa ÍR-ingarnir í bakið á okkur og skora auðveldar körfur,“ sagði Rúnar. Myndir þú segja að liðið hafi verið ólíkt sjálfu sér í kvöld? „Ég hef alveg séð svona frammistöðu á æfingum, hjá liðinu sem tapar eða er undir. Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp og við erum stanslaust að tala um það,“ sagði Rúnar. „Sem betur fer höfum við ekki verið að sýna mikið af þessu í leikjunum nú í byrjun tímabilsins en ef maður heldur einhvern tíman að maður sé orðinn of góður eða kominn á einhvern stað þar sem maður þarf ekki að hafa 100 prósent fyrir hlutunum þá er maður kominn á vitlausan stað. Sama hversu mikið við tölum um það og við höfum svo sannarlega talað um það þá er þetta fínt spark í rassinn fyrir bæði mig og Loga sem og leikmennina,“ sagði Rúnar. Bónus-deild karla UMF Njarðvík ÍR Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Fleiri fréttir „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“ Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Sjá meira
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við ekki góðir allan fyrri hálfleik en náum samt að búa til 14 stiga forystu til að taka með okkur í hálfleik eftir fínan annan leikhluta. En í seinni hálfleik fer fókusinn á eitthvað allt annað en það sem við viljum standa fyrir og þá töpum við körfuboltaleikjum alveg sama hver andstæðingurinn er,“ sagði Rúnar. Spurður út í það hvað gerðist nákvæmlega í seinni hálfleiknum eru svör Rúnars skýr og segir hann að liðið hafi farið að hugsa um eitthvað allt annað en að leika körfubolta. Á sama tíma hrósar hann liði ÍR fyrir góðan og grimman leik. „Ég verð að hrósa ÍR-ingunum, þeir komu út í seinni hálfleikinn mjög grimmir, spiluðu fast og gerðu bakvörðunum okkar erfitt fyrir. Okkar svör við því í þriðja leikhluta var bara væl og kenna dómurunum um í stað þess að taka ábyrgð á okkar eigin gjörðum inn á vellinum,“ sagði Rúnar. „Það sem ég þarf klárlega að taka á mig í dag er róteringin á liðinu. Ég hefði þurft að taka ákveðna menn út af og gera betur í að stilla upp liðinu þannig að ég væri með fimm leikmenn inn á vellinum sem væru að spila liðsbolta sem við vorum ekki að gera í dag. Við vorum að enda sóknirnar illa út af því að við höndluðum ekki grimmdina hjá ÍR og svo í kjölfarið hlaupa ÍR-ingarnir í bakið á okkur og skora auðveldar körfur,“ sagði Rúnar. Myndir þú segja að liðið hafi verið ólíkt sjálfu sér í kvöld? „Ég hef alveg séð svona frammistöðu á æfingum, hjá liðinu sem tapar eða er undir. Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp og við erum stanslaust að tala um það,“ sagði Rúnar. „Sem betur fer höfum við ekki verið að sýna mikið af þessu í leikjunum nú í byrjun tímabilsins en ef maður heldur einhvern tíman að maður sé orðinn of góður eða kominn á einhvern stað þar sem maður þarf ekki að hafa 100 prósent fyrir hlutunum þá er maður kominn á vitlausan stað. Sama hversu mikið við tölum um það og við höfum svo sannarlega talað um það þá er þetta fínt spark í rassinn fyrir bæði mig og Loga sem og leikmennina,“ sagði Rúnar.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík ÍR Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Enski boltinn Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Fleiri fréttir „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“ Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum