Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar 16. nóvember 2024 10:29 Hinn 5. nóvember síðastliðinn voru Íslensku menntaverðlaunin svonefndu veitt í sjötta sinn eftir að þau voru endurvakin frá fyrri tíð. Tilnefningarnar báru vott um metnaðarfullt og skapandi skólastarf, sem vonandi hafði ræktað hjá íslenskum ungmennum þá mannkosti, er forseti Íslands tiltók í lokaræðu sinni við verðlaunaafhendinguna: „Mennsku, samkennd, seiglu, virðingu, hugrekki, auðmýkt og kærleika“. Varúðarverð þróun eftir 1996 Sá sem þetta ritar hefur starfað í íslensku skólakerfi í hálfa öld, sautján ár „á gólfinu“ sem kennari og skólastjórnandi, þar af níu ár á landsbyggðinni og síðar sem háskólakennari og rannsakandi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Með þá reynslu að baki get ég staðfest að nýbreytniverkefni eiga sér eftirtektarverða sögu í íslensku skólakerfi, sér í lagi vegna frumlegra hugmynda er byggst hafa á áhuga og framtaki einstakra eldhuga. Undir áhrifum erlendra strauma um valddreifingu í rekstri opinberra stofnana fluttist heildarrekstur grunnskóla frá ríkinu til sveitarfélaga árið 1996. Menn trúðu því að allt starf yrði skilvirkara með því að færa reksturinn nær vettvangi; aðkoma íbúa í dreifðum byggðum landsins myndi skila farsælla skólastarfi og sjálfstæði skóla og skólahverfa yrði öllum til heilla. En böggull fylgdi hér skammrifi og gerir það enn. Menntamálaráðuneytið bauð hingað forstöðumanni Skolverket í Svíþjóð til að kynna kosti slíkra kerfisbreytinga þar í landi, en láðist að gefa því gaum að eyríkið Ísland, eitt fjárfrekasta skólakerfi veraldar, var sjálft rekið eins og lítið sveitarfélag á þessum tíma með mannfjölda upp á 270.000, en Svíþjóð með 10 milljónir íbúa. Öllum mátti vera ljóst að fámennum byggðarlögum hér tækist aldrei að standa undir allri þeirri þjónustu sem þeim var ætlað samkvæmt lögum og námskrám. Staðan er síst betri nú í þessum efnum, t.d. hvað varðar starfsþróun kennara og stjórnenda, stuðning við skólaþróun og faglega ráðgjöf af ýmsu tagi. Hér hefur ríkt æpandi ójöfnuður allt frá breytingunni 1996 og fram á okkar daga. Hann hefur fyrst og fremst bitnað á nemendum og aðstandendum þeirra. Ísland birtist ekki einungis sem lítið sveitarfélag, heldur þróaðist hér sérstætt skipulag fámennra skóla með samkennslu í aldursblönduðum námshópum og blönduðu stjórnkerfi. Urmull áhugaverðra nýbreytniverkefna skaut upp kollinum, sprotar sem mismiklar spurnir fóru af. Þrátt fyrir veika stöðu fjölmargra sveitarfélaga og deyfðarmók menntamálayfirvalda náði slík sprotamenning að hjara gegnum tíðina og hefur meira að segja orðið sífellt sýnilegri og skrautlegri eftir því sem fram liðu stundir. Súrrealísk heiti sprotaverkefna víðs vegar um landið bera þess vott: Stafrænar spírur, Mixið, Skóli í skýjunum, Snillismiðja, Sprettur, Snjallræði, Læsi fyrir lífið, Memm, Mixtúra, NýMið, Skapandi smiðjur, Spjaldtölvuverkefnið, Vendikennsla og þannig mætti lengi telja. Metnaðarfull sprotaverkefni, en öll vitum við að slíkir sprotar hljóta á endanum svipuð örlög og „döggin demantstæra sem í dögun er horfin“. Kaótískt kerfi í þróun Það hljómar eflaust kaldhæðnislega að telja þróun íslenska skólakerfisins varúðarverða, enda viljum við öll „lyfta því sem vel er gert og blása ólíkum styrkleikum byr undir báða vængi“ svo enn sé vitnað til orða forseta Íslands. En undirritaður óttast þó að hér hafi þróast kaótískt kerfi í menntamálum í kjölfar breytinganna 1996 og vísar í samanburðarrannsóknir IEA og OECD því til stuðnings. Þær mæla nefnilega ekki einungis námsárangur, heldur einnig bakgrunnsupplýsingar, sem gefa víðtæka mynd af skólakerfinu. Samkvæmt þeim gögnum er Ísland eitt fárra þátttökulanda er teljast ekki búa við miðlæga stýringu skólastarfs. Aðalnámskrár hafa jafnan ekki talist nægilega skýrar, ef undan er skilin Aðalnámskrá 1999, og val á námsefni, námsgögnum og námsskipulagi er opið og frjálst auk þess sem miðlægt samræmt námsmat hefur verið í skötulíki. Það er engu líkara en íslensk menntamálayfirvöld kjósi að bjóða PISA heim af skyldurækni einni saman, svona eins og þegar sípexandi ættingja er boðið til jólahlaðborðs á aðventunni til að friða samviskuna. Flestir súpa hveljur þegar ættinginn birtist, en svo missir hann athyglina smám saman og allir varpa öndinni léttar. Þegar OECD birta niðurstöður PISA á jólaföstu þriðja hvert ár kippist litla eyþjóðin við og blæs til funda um niðurstöður. En athyglin dvín jafnóðum þegar sérfræðingar stíga fram og benda á vankanta PISA hvað varðar áreiðanleika og réttmæti. Þegar kemur fram á þorra er allt samviskubit að engu orðið og litla skólakerfið mjakast áfram í sínu kaótíska værðarmóki, eins og ævinlega. Næsta fyrirlögn PISA verður í mars næstkomandi með megináherslu á náttúruvísindi. Sáralítil vitneskja liggur fyrir um stöðu þess námssviðs í íslenskum skólum. Aðalnámskrá hefur lengst af reynst gagnslítil og fátt er vitað um inntak þessa námssviðs, kennsluhætti eða námsaðstöðu í skólum landsins. Að auki hefur samræmt námsmat í náttúruvísindum ekki þekkst hér svo áratugum skiptir. Þessi staða er ekki síst undarleg af því náttúruvísindi (science) eru skilgreind sem kjarnanámsgrein í mörgum þeim nágrannalöndum sem við viljum bera okkur saman við, við hlið stærðfræði og móðurmáls, og prófað er úr þeim miðlægt. Meðal annarra orða: Ætlar litla eyþjóðin eina ferðina enn að bjóða PISA hingað í mars 2025 svona rétt til að friða samviskuna? Niðurstöður birtast svo á aðventunni 2026 með hvelli, en sérfræðingar kveða alla ólund jafnskjótt niður með því að útlista breyskleika PISA. Einhverjir hljóta að spyrja: Hvert er markmiðið með þátttöku Íslands í OECD PISA? Hvað kostar hún? Höfundur er fyrrverandi prófessor við Menntavísindasvið HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 5. nóvember síðastliðinn voru Íslensku menntaverðlaunin svonefndu veitt í sjötta sinn eftir að þau voru endurvakin frá fyrri tíð. Tilnefningarnar báru vott um metnaðarfullt og skapandi skólastarf, sem vonandi hafði ræktað hjá íslenskum ungmennum þá mannkosti, er forseti Íslands tiltók í lokaræðu sinni við verðlaunaafhendinguna: „Mennsku, samkennd, seiglu, virðingu, hugrekki, auðmýkt og kærleika“. Varúðarverð þróun eftir 1996 Sá sem þetta ritar hefur starfað í íslensku skólakerfi í hálfa öld, sautján ár „á gólfinu“ sem kennari og skólastjórnandi, þar af níu ár á landsbyggðinni og síðar sem háskólakennari og rannsakandi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Með þá reynslu að baki get ég staðfest að nýbreytniverkefni eiga sér eftirtektarverða sögu í íslensku skólakerfi, sér í lagi vegna frumlegra hugmynda er byggst hafa á áhuga og framtaki einstakra eldhuga. Undir áhrifum erlendra strauma um valddreifingu í rekstri opinberra stofnana fluttist heildarrekstur grunnskóla frá ríkinu til sveitarfélaga árið 1996. Menn trúðu því að allt starf yrði skilvirkara með því að færa reksturinn nær vettvangi; aðkoma íbúa í dreifðum byggðum landsins myndi skila farsælla skólastarfi og sjálfstæði skóla og skólahverfa yrði öllum til heilla. En böggull fylgdi hér skammrifi og gerir það enn. Menntamálaráðuneytið bauð hingað forstöðumanni Skolverket í Svíþjóð til að kynna kosti slíkra kerfisbreytinga þar í landi, en láðist að gefa því gaum að eyríkið Ísland, eitt fjárfrekasta skólakerfi veraldar, var sjálft rekið eins og lítið sveitarfélag á þessum tíma með mannfjölda upp á 270.000, en Svíþjóð með 10 milljónir íbúa. Öllum mátti vera ljóst að fámennum byggðarlögum hér tækist aldrei að standa undir allri þeirri þjónustu sem þeim var ætlað samkvæmt lögum og námskrám. Staðan er síst betri nú í þessum efnum, t.d. hvað varðar starfsþróun kennara og stjórnenda, stuðning við skólaþróun og faglega ráðgjöf af ýmsu tagi. Hér hefur ríkt æpandi ójöfnuður allt frá breytingunni 1996 og fram á okkar daga. Hann hefur fyrst og fremst bitnað á nemendum og aðstandendum þeirra. Ísland birtist ekki einungis sem lítið sveitarfélag, heldur þróaðist hér sérstætt skipulag fámennra skóla með samkennslu í aldursblönduðum námshópum og blönduðu stjórnkerfi. Urmull áhugaverðra nýbreytniverkefna skaut upp kollinum, sprotar sem mismiklar spurnir fóru af. Þrátt fyrir veika stöðu fjölmargra sveitarfélaga og deyfðarmók menntamálayfirvalda náði slík sprotamenning að hjara gegnum tíðina og hefur meira að segja orðið sífellt sýnilegri og skrautlegri eftir því sem fram liðu stundir. Súrrealísk heiti sprotaverkefna víðs vegar um landið bera þess vott: Stafrænar spírur, Mixið, Skóli í skýjunum, Snillismiðja, Sprettur, Snjallræði, Læsi fyrir lífið, Memm, Mixtúra, NýMið, Skapandi smiðjur, Spjaldtölvuverkefnið, Vendikennsla og þannig mætti lengi telja. Metnaðarfull sprotaverkefni, en öll vitum við að slíkir sprotar hljóta á endanum svipuð örlög og „döggin demantstæra sem í dögun er horfin“. Kaótískt kerfi í þróun Það hljómar eflaust kaldhæðnislega að telja þróun íslenska skólakerfisins varúðarverða, enda viljum við öll „lyfta því sem vel er gert og blása ólíkum styrkleikum byr undir báða vængi“ svo enn sé vitnað til orða forseta Íslands. En undirritaður óttast þó að hér hafi þróast kaótískt kerfi í menntamálum í kjölfar breytinganna 1996 og vísar í samanburðarrannsóknir IEA og OECD því til stuðnings. Þær mæla nefnilega ekki einungis námsárangur, heldur einnig bakgrunnsupplýsingar, sem gefa víðtæka mynd af skólakerfinu. Samkvæmt þeim gögnum er Ísland eitt fárra þátttökulanda er teljast ekki búa við miðlæga stýringu skólastarfs. Aðalnámskrár hafa jafnan ekki talist nægilega skýrar, ef undan er skilin Aðalnámskrá 1999, og val á námsefni, námsgögnum og námsskipulagi er opið og frjálst auk þess sem miðlægt samræmt námsmat hefur verið í skötulíki. Það er engu líkara en íslensk menntamálayfirvöld kjósi að bjóða PISA heim af skyldurækni einni saman, svona eins og þegar sípexandi ættingja er boðið til jólahlaðborðs á aðventunni til að friða samviskuna. Flestir súpa hveljur þegar ættinginn birtist, en svo missir hann athyglina smám saman og allir varpa öndinni léttar. Þegar OECD birta niðurstöður PISA á jólaföstu þriðja hvert ár kippist litla eyþjóðin við og blæs til funda um niðurstöður. En athyglin dvín jafnóðum þegar sérfræðingar stíga fram og benda á vankanta PISA hvað varðar áreiðanleika og réttmæti. Þegar kemur fram á þorra er allt samviskubit að engu orðið og litla skólakerfið mjakast áfram í sínu kaótíska værðarmóki, eins og ævinlega. Næsta fyrirlögn PISA verður í mars næstkomandi með megináherslu á náttúruvísindi. Sáralítil vitneskja liggur fyrir um stöðu þess námssviðs í íslenskum skólum. Aðalnámskrá hefur lengst af reynst gagnslítil og fátt er vitað um inntak þessa námssviðs, kennsluhætti eða námsaðstöðu í skólum landsins. Að auki hefur samræmt námsmat í náttúruvísindum ekki þekkst hér svo áratugum skiptir. Þessi staða er ekki síst undarleg af því náttúruvísindi (science) eru skilgreind sem kjarnanámsgrein í mörgum þeim nágrannalöndum sem við viljum bera okkur saman við, við hlið stærðfræði og móðurmáls, og prófað er úr þeim miðlægt. Meðal annarra orða: Ætlar litla eyþjóðin eina ferðina enn að bjóða PISA hingað í mars 2025 svona rétt til að friða samviskuna? Niðurstöður birtast svo á aðventunni 2026 með hvelli, en sérfræðingar kveða alla ólund jafnskjótt niður með því að útlista breyskleika PISA. Einhverjir hljóta að spyrja: Hvert er markmiðið með þátttöku Íslands í OECD PISA? Hvað kostar hún? Höfundur er fyrrverandi prófessor við Menntavísindasvið HÍ.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun