Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. nóvember 2024 11:33 Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga; Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, við undirritun samningsins í heilbrigðisráðuneytinu í gær. Sjúkratryggingar Íslands, heilbrigðisráðuneytið og Heilbrigðisstofnun Austurlands undirrituðu í gær samning um augnlækningar á Austurlandi. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að augnlæknar verði með móttöku á Egilsstöðum fimm til sjö sinnum á ári, fimm daga í senn. Þess utan veiti augnlæknar fjarheilbrigðisþjónustu gegnum fjarbúnað og verður Heilbrigðisstofnunin með sérþjálfaðan starfsmann sem sinni þjónustu við sjúklinga í tengslum við notkun búnaðarins á staðnum. Augnlæknar hafi ekki verið með þjónustu á Austurlandi um nokkurt skeið og því miklar vonir bundnar við þjónustuna. Þá kemur fram að augnlæknarnir sem hafa tekið að sér að sinna þjónustunni væru með reynslu af sams konar þjónustu erlendis. Þurfi ekki lengur að fara um langan veg fyrir þjónustu „Hér sjáum við íslenska heilbrigðisstefnu í framkvæmd, þar sem markvisst er unnið að því að jafna aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og nýta til þess samninga og jafnframt tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Samningurinn gæti jafnframt orðið „fyrirmynd sérgreinaþjónustu um allt land“. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands sagði fólk á stofnuninni hafa fundið fyrir skorti á þjónustu augnlækna á svæðinu. Margir hafi þurft að fara um langan veg til að sækja þjónustu augnlækna og margir hreinlega ekki fengið neina þjónustu af því tagi. „Þetta er stór og mikilvægur áfangi í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og tryggir íbúum á Austurlandi aðgang að augnlækningum í þeirra heimabyggð. Sjúkratryggingar hafa á undanförnum árum gert samninga til að efla þjónustu á landsbyggðinni og við vonumst til þess að geta fjölgað þeim enn frekar,“ sagði Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga. Sjúkratryggingar Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að augnlæknar verði með móttöku á Egilsstöðum fimm til sjö sinnum á ári, fimm daga í senn. Þess utan veiti augnlæknar fjarheilbrigðisþjónustu gegnum fjarbúnað og verður Heilbrigðisstofnunin með sérþjálfaðan starfsmann sem sinni þjónustu við sjúklinga í tengslum við notkun búnaðarins á staðnum. Augnlæknar hafi ekki verið með þjónustu á Austurlandi um nokkurt skeið og því miklar vonir bundnar við þjónustuna. Þá kemur fram að augnlæknarnir sem hafa tekið að sér að sinna þjónustunni væru með reynslu af sams konar þjónustu erlendis. Þurfi ekki lengur að fara um langan veg fyrir þjónustu „Hér sjáum við íslenska heilbrigðisstefnu í framkvæmd, þar sem markvisst er unnið að því að jafna aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og nýta til þess samninga og jafnframt tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjónustu,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Samningurinn gæti jafnframt orðið „fyrirmynd sérgreinaþjónustu um allt land“. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands sagði fólk á stofnuninni hafa fundið fyrir skorti á þjónustu augnlækna á svæðinu. Margir hafi þurft að fara um langan veg til að sækja þjónustu augnlækna og margir hreinlega ekki fengið neina þjónustu af því tagi. „Þetta er stór og mikilvægur áfangi í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og tryggir íbúum á Austurlandi aðgang að augnlækningum í þeirra heimabyggð. Sjúkratryggingar hafa á undanförnum árum gert samninga til að efla þjónustu á landsbyggðinni og við vonumst til þess að geta fjölgað þeim enn frekar,“ sagði Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga.
Sjúkratryggingar Heilbrigðisstofnun Austurlands Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira