Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 21:49 Alexander Isak og Viktor Gyökeres fagna marki þess fyrnefnda í kvöld. Vísir/Getty Þjóðverjar voru heldur betur á skotskónum í Þjóðadeildinni í kvöld þegar þeir völtuðu yfir Bosníu á heimavelli. Í Stokkhólmi voru stórstjörnur sænska liðsins einnig í stuði. Þjóðverjar voru með fimm stiga forskoti í þriðja riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar þegar liðið mætti Bosníu á heimavelli í dag. Bosnía var hins vegar í neðsta sætinu og aðeins búið að ná í eitt stig í fyrstu fjórum leikjunum. Enda kom það á daginn að Þjóðverjar eru einfaldlega með mun betra lið en Bosnía. Jamal Musiala skoraði fyrsta mark þýska liðsins strax á 4. mínútu og Tim Kleindienst og Kai Havertz bættu báðir við mörkum áður en fyrri hálfleikur var allur. Staðan í hálfleik 3-0 og Þjóðverjar héldu áfram eftir hlé. Florian Wirtz skoraði tvö mörk með stuttu millibili í upphafi hálfleiksins og áður en yfir lauk höfðu Leroy Sane og Tim Kleindienst bætt við mörkum en Kleindienst var kallaður inn í landsliðið í fyrsta sinn í október og var aðeins að leika sinn þriðja landsleik í kvöld. Lokatölur 7-0 og Þjóðverjar áfram með fimm stiga forskot á Holland sem vann Ungverjaland 3-0 á heimavelli í kvöld. Wout Wieghorst og Cody Gakpo skoruðu úr tveimur vítaspyrnum í fyrri hálfleik í kvöld og Denzel Dumfries skoraði þriðja markið í síðari hálfleiknum. Teun Koopmeiners innsiglaði svo 4-0 sigur Hollands þegar skammt var eftir af leiknum. Stórstjörnurnar skoruðu í Stokkhólmi Svíar tóku á móti Slóvakíu á heimavelli sínum í Stokkhólmi í kvöld. Svíar hafa á að skipa einni mest spennandi framlínu Þjóðadeildarinnar og voru þeir Alexander Isak og Viktor Gyökeres báðir í byrjunarliði sænska liðsins í kvöld. Þar fyrir aftan byrjaði Dejan Kulusevski og svo sannarlega ógnvekjandi framlína sem Svíar hafa á að skipa. Það voru þeir Isak og Gyökeres sem voru í aðalhlutverki í kvöld. Hinn sjóðheiti Gyökeres skoraði strax á 3. mínútu eftir sendingu frá Isak og Gyökeres launaði greiðann þegar hann lagði upp fyrir Isak í upphafi síðari hálfleiks. Isak kom Svíum þá í 2-1 en David Hancko hafði jafnað metin í millitíðinni. Svíar unnu að lokum 2-1 sigur og fara þar með í toppsæti fyrsta riðils C-deildarinnar og eru í góðri stöðu að komast upp í B-deildina. Öll úrslit kvöldsins í Þjóðadeildinni A-deild Þýskaland - Bosnía 7-0Holland - Ungverjaland 4-0 B-deild Georgía - Úkraína 1-1Albanía - Tékkland 0-0Svartfjallaland - Ísland 0-2Tyrkland - Wales 0-0 C-deild Aserbaijan - Eistland 0-0Svíþjóð - Slóvakía 2-1 D-deild Andorra - Moldavía 0-1 Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Tyrkland tók á móti Wales í hinum leik í riðli Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. Úrslitin í leiknum þýða að Ísland á fyrir höndum úrslitaleik gegn Wales á þriðjudaginn. 16. nóvember 2024 19:54 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira
Þjóðverjar voru með fimm stiga forskoti í þriðja riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar þegar liðið mætti Bosníu á heimavelli í dag. Bosnía var hins vegar í neðsta sætinu og aðeins búið að ná í eitt stig í fyrstu fjórum leikjunum. Enda kom það á daginn að Þjóðverjar eru einfaldlega með mun betra lið en Bosnía. Jamal Musiala skoraði fyrsta mark þýska liðsins strax á 4. mínútu og Tim Kleindienst og Kai Havertz bættu báðir við mörkum áður en fyrri hálfleikur var allur. Staðan í hálfleik 3-0 og Þjóðverjar héldu áfram eftir hlé. Florian Wirtz skoraði tvö mörk með stuttu millibili í upphafi hálfleiksins og áður en yfir lauk höfðu Leroy Sane og Tim Kleindienst bætt við mörkum en Kleindienst var kallaður inn í landsliðið í fyrsta sinn í október og var aðeins að leika sinn þriðja landsleik í kvöld. Lokatölur 7-0 og Þjóðverjar áfram með fimm stiga forskot á Holland sem vann Ungverjaland 3-0 á heimavelli í kvöld. Wout Wieghorst og Cody Gakpo skoruðu úr tveimur vítaspyrnum í fyrri hálfleik í kvöld og Denzel Dumfries skoraði þriðja markið í síðari hálfleiknum. Teun Koopmeiners innsiglaði svo 4-0 sigur Hollands þegar skammt var eftir af leiknum. Stórstjörnurnar skoruðu í Stokkhólmi Svíar tóku á móti Slóvakíu á heimavelli sínum í Stokkhólmi í kvöld. Svíar hafa á að skipa einni mest spennandi framlínu Þjóðadeildarinnar og voru þeir Alexander Isak og Viktor Gyökeres báðir í byrjunarliði sænska liðsins í kvöld. Þar fyrir aftan byrjaði Dejan Kulusevski og svo sannarlega ógnvekjandi framlína sem Svíar hafa á að skipa. Það voru þeir Isak og Gyökeres sem voru í aðalhlutverki í kvöld. Hinn sjóðheiti Gyökeres skoraði strax á 3. mínútu eftir sendingu frá Isak og Gyökeres launaði greiðann þegar hann lagði upp fyrir Isak í upphafi síðari hálfleiks. Isak kom Svíum þá í 2-1 en David Hancko hafði jafnað metin í millitíðinni. Svíar unnu að lokum 2-1 sigur og fara þar með í toppsæti fyrsta riðils C-deildarinnar og eru í góðri stöðu að komast upp í B-deildina. Öll úrslit kvöldsins í Þjóðadeildinni A-deild Þýskaland - Bosnía 7-0Holland - Ungverjaland 4-0 B-deild Georgía - Úkraína 1-1Albanía - Tékkland 0-0Svartfjallaland - Ísland 0-2Tyrkland - Wales 0-0 C-deild Aserbaijan - Eistland 0-0Svíþjóð - Slóvakía 2-1 D-deild Andorra - Moldavía 0-1
Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Tyrkland tók á móti Wales í hinum leik í riðli Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. Úrslitin í leiknum þýða að Ísland á fyrir höndum úrslitaleik gegn Wales á þriðjudaginn. 16. nóvember 2024 19:54 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira
Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Tyrkland tók á móti Wales í hinum leik í riðli Íslands í Þjóðadeildinni í kvöld. Úrslitin í leiknum þýða að Ísland á fyrir höndum úrslitaleik gegn Wales á þriðjudaginn. 16. nóvember 2024 19:54