„Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2024 12:23 Dýrleif Nanna er formaður nemendafélags FSU. Vísir Fulltrúi nemenda í Fjölbrautarskóla Suðurlands segir þá ósátta við útfærslu Kennarasambandsins á verkfalli sinna félagsmanna. Skólinn hefur verið eini framhaldsskólinn í verkfalli hingað til. Nemendur sjá ekki fyrir sér að komast í skólann fyrir áramót. Kennarar við Fjölbrautarskóla Suðurlands, eða FSU, hafa verið í verkfalli frá 29. október síðastliðnum, en því lýkur að óbreyttu 20. desember. Lítill gangur virðist vera í viðræðum Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög, og formlegur fundur samninganefnda ekki verið haldinn í tvær vikur. Ósanngjarnt og fáránlegt Formaður nemendafélags FSU segir óvissu um framhaldið leggjast illa í nemendur skólans. „Við vitum einhvern veginn ekkert hvað er að frétta, eða hvort það sé eitthvað að frétta. Sömuleiðis með framhaldið, hvernig næstu önn verður háttað og svo framvegis,“ segir Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir, formaður nemendafélags FSU. Hún segir nemendur ósátta með útfærslu á verkfallinu. „Okkur finnst þessi aðgerð, og hvernig fyrirkomulagi verkfallsins er háttað, að velja bara einn skóla umfram aðra vera frekar ósanngjörn og í raun bara frekar fáránleg.“ Allir að pæla í MR Á morgun hefst verkfall kennara í Menntaskólanum í Reykjavík, en Dýrleif segir nemendur hafa upplifað sig hundsaða fram að þessu. „En núna þegar MR er að fara í verkfall þá allt í einu byrja fjölmiðlar og aðrir að pæla meira í þessu. Annars upplifum við okkur svolítið eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi.“ Nemendur vilji komast í skólann sem fyrst. „Það er erfitt að halda rútínu fyrir marga. Ég veit um suma sem gátu litið á þá björtu hlið þegar verkfallið var að byrja að þeir gætu bara farið að vinna. Svo er alls ekkert öllum sem gefst kostur á því að fá vinnu. Sumum fannst þetta algjör lúxus í eina viku, en svo þegar fólk gerir sér grein fyrir því að það líti ekki út fyrir að við séum að fara að mæta aftur fyrir jól, þá er þetta orðið svolítið þreytt,“ segir Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Framhaldsskólar Árborg Tengdar fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir einkennilegt að kennarar velji að vera með „örhóp“ í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. 16. nóvember 2024 22:54 Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. 16. nóvember 2024 19:36 „Ég er ekkert búin að læra“ Nemendur sem komast ekki í skólann vegna verkfalls kennara segja rútínuleysið hafa áhrif á svefn þeirra, mataræði og námsframvindu. Kjaradeila Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitarfélaga er enn í hnút. 15. nóvember 2024 19:00 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Kennarar við Fjölbrautarskóla Suðurlands, eða FSU, hafa verið í verkfalli frá 29. október síðastliðnum, en því lýkur að óbreyttu 20. desember. Lítill gangur virðist vera í viðræðum Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög, og formlegur fundur samninganefnda ekki verið haldinn í tvær vikur. Ósanngjarnt og fáránlegt Formaður nemendafélags FSU segir óvissu um framhaldið leggjast illa í nemendur skólans. „Við vitum einhvern veginn ekkert hvað er að frétta, eða hvort það sé eitthvað að frétta. Sömuleiðis með framhaldið, hvernig næstu önn verður háttað og svo framvegis,“ segir Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir, formaður nemendafélags FSU. Hún segir nemendur ósátta með útfærslu á verkfallinu. „Okkur finnst þessi aðgerð, og hvernig fyrirkomulagi verkfallsins er háttað, að velja bara einn skóla umfram aðra vera frekar ósanngjörn og í raun bara frekar fáránleg.“ Allir að pæla í MR Á morgun hefst verkfall kennara í Menntaskólanum í Reykjavík, en Dýrleif segir nemendur hafa upplifað sig hundsaða fram að þessu. „En núna þegar MR er að fara í verkfall þá allt í einu byrja fjölmiðlar og aðrir að pæla meira í þessu. Annars upplifum við okkur svolítið eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi.“ Nemendur vilji komast í skólann sem fyrst. „Það er erfitt að halda rútínu fyrir marga. Ég veit um suma sem gátu litið á þá björtu hlið þegar verkfallið var að byrja að þeir gætu bara farið að vinna. Svo er alls ekkert öllum sem gefst kostur á því að fá vinnu. Sumum fannst þetta algjör lúxus í eina viku, en svo þegar fólk gerir sér grein fyrir því að það líti ekki út fyrir að við séum að fara að mæta aftur fyrir jól, þá er þetta orðið svolítið þreytt,“ segir Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Skóla- og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Framhaldsskólar Árborg Tengdar fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir einkennilegt að kennarar velji að vera með „örhóp“ í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. 16. nóvember 2024 22:54 Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. 16. nóvember 2024 19:36 „Ég er ekkert búin að læra“ Nemendur sem komast ekki í skólann vegna verkfalls kennara segja rútínuleysið hafa áhrif á svefn þeirra, mataræði og námsframvindu. Kjaradeila Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitarfélaga er enn í hnút. 15. nóvember 2024 19:00 Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir einkennilegt að kennarar velji að vera með „örhóp“ í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. 16. nóvember 2024 22:54
Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík leggja niður störf á mánudaginn, en samninganefndir Kennarasambands Íslands annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar hafa ekki fundað síðan í upphafi mánaðar. Vinnumarkaðssérfræðingur efast um útfærslu kennara á verkföllum. 16. nóvember 2024 19:36
„Ég er ekkert búin að læra“ Nemendur sem komast ekki í skólann vegna verkfalls kennara segja rútínuleysið hafa áhrif á svefn þeirra, mataræði og námsframvindu. Kjaradeila Kennarasambands Íslands og ríkis og sveitarfélaga er enn í hnút. 15. nóvember 2024 19:00