Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar 17. nóvember 2024 20:01 Íslenskt samfélag hefur þróast og breyst ótrúlega hratt á síðustu áratugum. Þegar ég var að alast upp í Breiðholti á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var það hrátt og líflegt, spennandi og óútreiknanlegt – allt í senn. Síðan þá hefur hverfið svo sannarlegar breyst, sérstaklega með auknum fjölbreytileyka samfélagsins. Á mínum uppvaxtarárum var hverfið sannarlega gott, en það var einsleitara. Breiðholt er svo miklu fallegra núna, svo miklu betra á svo margan hátt. Um 80 þúsund einstaklingar af erlendum uppruna eru nú búsettir á Íslandi eða um 20 prósent af íbúum landsins. Þess vegna skiptir það meira máli en nokkru sinni fyrr að við stöndum hvert með öðru. Skynjum að við séum saman í liði, saman í landi, þrátt fyrir að vera með ólíkan bakgrunn, ólíkt litarhaft, ólíka kynhneigð eða kynvitund og ólíkar skoðanir. Menning í stöðugri þróun Til þess að ná þessum markmiðum verðum við að hafa tækifæri og tíma til að taka þátt í samfélaginu, upplifa að við séum velkomin og að við séum jafn gild til þátttöku. Hluti af því er inngilding og hluti af því er aðlögun, bæði aðlögun þeirra sem hingað flytja að íslensku samfélagi, en einnig aðlögun samfélagsins sem fyrir er að nýju fólki og nýjum tímum. Menning er samsafn þeirra trúarlegu, efnislegu, vitrænu og tilfinningalegu þátta sem einkenna hvert samfélag eða samfélagshóp. Listir og bókmenntir teljast auðvitað til menningar en einnig lífsstíll, sambúðarform, mannleg gildi, hefðir og skoðanir. Menning er þannig ekki einhver tímalaus og stakstæð eining sem þarf að einangra eða verja frá breytingum. Menning er í stöðugri þróun. Menning er eitthvað sem við sköpum öll í sameiningu á hverjum degi. Ísland fyrir okkur öll Það er hluti af íslenskri menningu að mæta á þorrablót og horfa á áramótaskaup en það er líka hluti af íslenskri menningu að borða pítsu og horfa á enska boltann – en einhvern tíma hefði það þótt „óþjóðlegt“. Það er hluti af íslenskri menningu að fara á TikTok og kvarta undan veðrinu eða setja myndir af eldgosi á Instagram. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en við vitum að hefðir munu breytast og þróast með nýjum kynslóðum og nýju fólki – og það er til góðs. Píratar vilja standa vörð um mannréttindi okkar allra og ekki bara á pappír. Við viljum tryggja að Ísland sé góður staður fyrir okkur öll að búa á, þar sem okkur líður öllum eins og við séum fullgildir þátttakendur sem mega vera með, hafa skoðanir og taka þátt í að þróa okkar sameiginlegu menningu áfram. Það skiptir meira máli en nokkru sinni – nú þegar fjölmenningin og mannréttindi eiga undir högg að sækja. Kjósum öðruvísi, kjósum Pírata. Höfundur skipar 4. sæti á lista Reykjavíkurkjördæmis norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur þróast og breyst ótrúlega hratt á síðustu áratugum. Þegar ég var að alast upp í Breiðholti á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var það hrátt og líflegt, spennandi og óútreiknanlegt – allt í senn. Síðan þá hefur hverfið svo sannarlegar breyst, sérstaklega með auknum fjölbreytileyka samfélagsins. Á mínum uppvaxtarárum var hverfið sannarlega gott, en það var einsleitara. Breiðholt er svo miklu fallegra núna, svo miklu betra á svo margan hátt. Um 80 þúsund einstaklingar af erlendum uppruna eru nú búsettir á Íslandi eða um 20 prósent af íbúum landsins. Þess vegna skiptir það meira máli en nokkru sinni fyrr að við stöndum hvert með öðru. Skynjum að við séum saman í liði, saman í landi, þrátt fyrir að vera með ólíkan bakgrunn, ólíkt litarhaft, ólíka kynhneigð eða kynvitund og ólíkar skoðanir. Menning í stöðugri þróun Til þess að ná þessum markmiðum verðum við að hafa tækifæri og tíma til að taka þátt í samfélaginu, upplifa að við séum velkomin og að við séum jafn gild til þátttöku. Hluti af því er inngilding og hluti af því er aðlögun, bæði aðlögun þeirra sem hingað flytja að íslensku samfélagi, en einnig aðlögun samfélagsins sem fyrir er að nýju fólki og nýjum tímum. Menning er samsafn þeirra trúarlegu, efnislegu, vitrænu og tilfinningalegu þátta sem einkenna hvert samfélag eða samfélagshóp. Listir og bókmenntir teljast auðvitað til menningar en einnig lífsstíll, sambúðarform, mannleg gildi, hefðir og skoðanir. Menning er þannig ekki einhver tímalaus og stakstæð eining sem þarf að einangra eða verja frá breytingum. Menning er í stöðugri þróun. Menning er eitthvað sem við sköpum öll í sameiningu á hverjum degi. Ísland fyrir okkur öll Það er hluti af íslenskri menningu að mæta á þorrablót og horfa á áramótaskaup en það er líka hluti af íslenskri menningu að borða pítsu og horfa á enska boltann – en einhvern tíma hefði það þótt „óþjóðlegt“. Það er hluti af íslenskri menningu að fara á TikTok og kvarta undan veðrinu eða setja myndir af eldgosi á Instagram. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en við vitum að hefðir munu breytast og þróast með nýjum kynslóðum og nýju fólki – og það er til góðs. Píratar vilja standa vörð um mannréttindi okkar allra og ekki bara á pappír. Við viljum tryggja að Ísland sé góður staður fyrir okkur öll að búa á, þar sem okkur líður öllum eins og við séum fullgildir þátttakendur sem mega vera með, hafa skoðanir og taka þátt í að þróa okkar sameiginlegu menningu áfram. Það skiptir meira máli en nokkru sinni – nú þegar fjölmenningin og mannréttindi eiga undir högg að sækja. Kjósum öðruvísi, kjósum Pírata. Höfundur skipar 4. sæti á lista Reykjavíkurkjördæmis norður.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar