Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 07:32 Geovany Quenda er búinn að vinna sig inn í portúgalska landsliðshópinn, aðeins 17 ára gamall, eftir að hafa spilað vel með Sporting Lissabon í haust. Getty/Gualter Fatia Hinn 17 ára gamli Geovany Quenda gæti átt eftir að fylgja á eftir stjóranum Rúben Amorim frá Sporting Lissabon til Manchester United, næsta sumar. Portúgalski miðillinn A Bola greinir frá því að United sæki það fast að tryggja sér Quenda og að fyrsta tilboð gæti hljóðað upp á 40 milljónir evra, eða 5,8 milljarða króna. Amorim hleypti Quenda inn í lið Sporting á þessari leiktíð og þessi ungi kantmaður hefur gripið tækifærið og spilað flesta leiki, bæði í portúgölsku deildinni og Meistaradeild Evrópu. Hann vann sig inn í A-landsliðshóp Portúgals og gæti mögulega fengið fyrsta A-landsleikinn í kvöld þegar Portúgal mætir Króatíu á útivelli í Þjóðadeildinni. Geovany Quenda could become the youngest ever play to play for Portugal on Monday.If the winger plays against Croatia, he will beat the previous record, held by Paulo Futre, by 3 days. pic.twitter.com/Q1I7Enpv11— All Things Alvalade (@ATAlvalade) November 17, 2024 A Bola segir að United hafi verið búið að setja sig í samband við Sporting vegna Quenda áður en félagið keypti stjóra portúgalska félagsins, sem um næstu helgi stýrir United í fyrsta sinn þegar liðið mætir Ipswich á útivelli. Amorim hefur hins vegar sagt að hann muni ekki sækja neina leikmenn frá Sporting í janúarglugganum, en bætti við að hann vissi ekki hvað myndi gerast næsta sumar. Þau orð hafa meira verið tengd við Svíann eftirsótta Viktor Gyökeres en virðast einnig eiga við Quenda, enda verður hann ekki 18 ára fyrr en 30. apríl á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by Geovany Quenda (@gquenda07) United vill hins vegar tryggja það sem fyrst að Quenda spili fyrir enska félagið en það mun kosta sitt. Ungstirnið skrifaði undir nýjan samning við Sporting í september, með gildistíma fram til 2027, og kaupklásúlan í samningnum fór úr því að vera 45 milljónir evra í að það kostaði 100 milljónir evra að losa Quenda undan samningi. United hefur ekki í hyggju að greiða svo háa upphæð og eins og fyrr segir kemur fram í frétt A Bola að fyrstu tilraunir enska félagsins gætu verið um 40 milljóna evru tilboð. Amorim tók Quenda inn í aðalhóp Sporting á undirbúningstímabilinu í sumar til að sjá hvernig hann myndi spjara sig. Táningurinn „var betri en maður bjóst við“ sagði Amorim sem treysti Quenda fyrir hægri kantmannsstöðunni bæði í portúgölsku deildinni og Meistaradeild Evrópu, og gæti mögulega átt eftir að gera það hjá United einnig. Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Sjá meira
Portúgalski miðillinn A Bola greinir frá því að United sæki það fast að tryggja sér Quenda og að fyrsta tilboð gæti hljóðað upp á 40 milljónir evra, eða 5,8 milljarða króna. Amorim hleypti Quenda inn í lið Sporting á þessari leiktíð og þessi ungi kantmaður hefur gripið tækifærið og spilað flesta leiki, bæði í portúgölsku deildinni og Meistaradeild Evrópu. Hann vann sig inn í A-landsliðshóp Portúgals og gæti mögulega fengið fyrsta A-landsleikinn í kvöld þegar Portúgal mætir Króatíu á útivelli í Þjóðadeildinni. Geovany Quenda could become the youngest ever play to play for Portugal on Monday.If the winger plays against Croatia, he will beat the previous record, held by Paulo Futre, by 3 days. pic.twitter.com/Q1I7Enpv11— All Things Alvalade (@ATAlvalade) November 17, 2024 A Bola segir að United hafi verið búið að setja sig í samband við Sporting vegna Quenda áður en félagið keypti stjóra portúgalska félagsins, sem um næstu helgi stýrir United í fyrsta sinn þegar liðið mætir Ipswich á útivelli. Amorim hefur hins vegar sagt að hann muni ekki sækja neina leikmenn frá Sporting í janúarglugganum, en bætti við að hann vissi ekki hvað myndi gerast næsta sumar. Þau orð hafa meira verið tengd við Svíann eftirsótta Viktor Gyökeres en virðast einnig eiga við Quenda, enda verður hann ekki 18 ára fyrr en 30. apríl á næsta ári. View this post on Instagram A post shared by Geovany Quenda (@gquenda07) United vill hins vegar tryggja það sem fyrst að Quenda spili fyrir enska félagið en það mun kosta sitt. Ungstirnið skrifaði undir nýjan samning við Sporting í september, með gildistíma fram til 2027, og kaupklásúlan í samningnum fór úr því að vera 45 milljónir evra í að það kostaði 100 milljónir evra að losa Quenda undan samningi. United hefur ekki í hyggju að greiða svo háa upphæð og eins og fyrr segir kemur fram í frétt A Bola að fyrstu tilraunir enska félagsins gætu verið um 40 milljóna evru tilboð. Amorim tók Quenda inn í aðalhóp Sporting á undirbúningstímabilinu í sumar til að sjá hvernig hann myndi spjara sig. Táningurinn „var betri en maður bjóst við“ sagði Amorim sem treysti Quenda fyrir hægri kantmannsstöðunni bæði í portúgölsku deildinni og Meistaradeild Evrópu, og gæti mögulega átt eftir að gera það hjá United einnig.
Enski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Sjá meira