Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 08:32 Fyrir tæpum 3 árum flutti ég frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og hef allar götur síðan verið í skýjunum með stjórnun bæjarins með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra fremsta í flokki. Að koma frá Reykjavík sem að mínu mati er illa stjórnað, orðin afskaplega óþrifaleg og lítt spennandi, og færa mig til Hafnarfjarðar var upplifun fyrir mig. Blómstrandi menningarlíf, atvinnulíf, lýðheilsustefna, og ábyrg fjármálastjórnun var það fyrsta sem ég tók eftir. Fljótt tók ég líka eftir því hvernig Rósa stýrði bænum af mikilli röggsemi en jafnframt af virðingu gagnvart bæjarfélaginu og íbúunum. Rósa hugar jafnt að leik- og grunnskólamálum, menningu, afþreyingu, atvinnulífi og lýðheilsumálum og sjálf fer hún reglulega og heilsar upp á marga þá sem eru með þjónustu í bænum, kannar hljóðið í rekstraraðilum og bregst fljótt við ábendingum. Með störfum sínum hefur Rósa heldur betur breytt ásjónu bæjarins. Umbreytingin og öfluga starfsemin sem skapast hefur í Lífsgæðasetrinu á St. Jó er til marks um hugarfar hennar þegar kemur að vellíðan bæjarbúa en heilsu- og hamingjudagar eru haldnir ár hvert þar að auki til að styðja við lýðheilsumarkmið. Bæjarhátíðin Í Hjarta Hafnarfjarðar og Jólabærinn Hafnarfjörður sem þróast hafa á undanförnum árum stuðla að því að bæjarbúar hittast og taka á móti fjölda gesta, bæði að sumri og að vetri og njóta þannig samvista og félagsskapar sem ekki veitir af á þessum tímum einmanaleikans. Aðrir viðburðir sem bærinn stendur að eru til algjörrar fyrirmyndar og glæða svo sannarlega gleði í mínu hjarta og fjölskyldna þeirra sem koma víða að til þess að njóta. Rósa er driffjöðurin í þessum breytingum öllum og á heiður skilinn fyrir röggsemi og virðingu fyrir líðan og afkomu bæjarbúa. Hvernig hún hefur breytt fjárhagslegri stöðu, umhverfi og fegurð bæjarins og bæjarlífinu í þessu fjölmenna bæjarfélagi er til eftirbreytni. Rósa er hvetjandi og tekur mjög virkan þátt í öllu því sem er að gerast í bæjarfélaginu, íþróttaviðburðum, í menningarlífinu og hreinlega alls staðar þar sem hún styður við sitt fólk og gerir það með hreinu og heilu hjarta sem er líklega það fallegasta sem Rósa á í fari sínu að mínu mati. Fyrirtæki hafa hreinlega blómstrað og ný atvinnutækifæri orðið til. Hún átti ríkan þátt í að Tækniskólinn ákvað að byggja upp í Hafnarfirði, lóðaframboð hefur verið til fyrirmyndar og innritunaraldur á leikskóla er lægri en í flestum sveitarfélögum. Rósa ber mikla virðingu fyrir bæjarbúum en hún er jafnframt fylgin sér, hefur skýra sýn og framkvæmir það sem hún telur til heilla fyrir sitt bæjarfélag. Ef allir hefðu puttann á púlsinum til jafns við hana þá værum við á Íslandi í góðum málum og þess vegna styð ég Rósu Guðbjartsdóttur af heilum hug í komandi kosningum, við þurfum á hennar kröftum og atorkusemi að halda í landsmálunum. Rósa skipar 4. sætið á lista Sjálfstæðisflokkins í Suðvestur - tryggjum henni þingsæti í komandi Alþingiskosningum. Höfundur er markþjálfi, samskiptaráðgjafi og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum 3 árum flutti ég frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og hef allar götur síðan verið í skýjunum með stjórnun bæjarins með Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra fremsta í flokki. Að koma frá Reykjavík sem að mínu mati er illa stjórnað, orðin afskaplega óþrifaleg og lítt spennandi, og færa mig til Hafnarfjarðar var upplifun fyrir mig. Blómstrandi menningarlíf, atvinnulíf, lýðheilsustefna, og ábyrg fjármálastjórnun var það fyrsta sem ég tók eftir. Fljótt tók ég líka eftir því hvernig Rósa stýrði bænum af mikilli röggsemi en jafnframt af virðingu gagnvart bæjarfélaginu og íbúunum. Rósa hugar jafnt að leik- og grunnskólamálum, menningu, afþreyingu, atvinnulífi og lýðheilsumálum og sjálf fer hún reglulega og heilsar upp á marga þá sem eru með þjónustu í bænum, kannar hljóðið í rekstraraðilum og bregst fljótt við ábendingum. Með störfum sínum hefur Rósa heldur betur breytt ásjónu bæjarins. Umbreytingin og öfluga starfsemin sem skapast hefur í Lífsgæðasetrinu á St. Jó er til marks um hugarfar hennar þegar kemur að vellíðan bæjarbúa en heilsu- og hamingjudagar eru haldnir ár hvert þar að auki til að styðja við lýðheilsumarkmið. Bæjarhátíðin Í Hjarta Hafnarfjarðar og Jólabærinn Hafnarfjörður sem þróast hafa á undanförnum árum stuðla að því að bæjarbúar hittast og taka á móti fjölda gesta, bæði að sumri og að vetri og njóta þannig samvista og félagsskapar sem ekki veitir af á þessum tímum einmanaleikans. Aðrir viðburðir sem bærinn stendur að eru til algjörrar fyrirmyndar og glæða svo sannarlega gleði í mínu hjarta og fjölskyldna þeirra sem koma víða að til þess að njóta. Rósa er driffjöðurin í þessum breytingum öllum og á heiður skilinn fyrir röggsemi og virðingu fyrir líðan og afkomu bæjarbúa. Hvernig hún hefur breytt fjárhagslegri stöðu, umhverfi og fegurð bæjarins og bæjarlífinu í þessu fjölmenna bæjarfélagi er til eftirbreytni. Rósa er hvetjandi og tekur mjög virkan þátt í öllu því sem er að gerast í bæjarfélaginu, íþróttaviðburðum, í menningarlífinu og hreinlega alls staðar þar sem hún styður við sitt fólk og gerir það með hreinu og heilu hjarta sem er líklega það fallegasta sem Rósa á í fari sínu að mínu mati. Fyrirtæki hafa hreinlega blómstrað og ný atvinnutækifæri orðið til. Hún átti ríkan þátt í að Tækniskólinn ákvað að byggja upp í Hafnarfirði, lóðaframboð hefur verið til fyrirmyndar og innritunaraldur á leikskóla er lægri en í flestum sveitarfélögum. Rósa ber mikla virðingu fyrir bæjarbúum en hún er jafnframt fylgin sér, hefur skýra sýn og framkvæmir það sem hún telur til heilla fyrir sitt bæjarfélag. Ef allir hefðu puttann á púlsinum til jafns við hana þá værum við á Íslandi í góðum málum og þess vegna styð ég Rósu Guðbjartsdóttur af heilum hug í komandi kosningum, við þurfum á hennar kröftum og atorkusemi að halda í landsmálunum. Rósa skipar 4. sætið á lista Sjálfstæðisflokkins í Suðvestur - tryggjum henni þingsæti í komandi Alþingiskosningum. Höfundur er markþjálfi, samskiptaráðgjafi og rithöfundur.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar