Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 13:01 Fuglinn fannst veikur við Reykjavíkurtjörn. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Skæð fuglainflúensa (H5N5) greindist í mávi sem fannst við Reykjavíkurtjörn í byrjun mánaðar. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem sjúkdómurinn greinist í villtum fugli á höfuðborgarsvæðinu. Matvælastofnun hvetur almenning til að varast það að snerta eða handfjatla hræ eða veika villta fugla og tilkynna strax um það til stofnunarinnar ef það finnur veika eða dauða fugla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST en þar segir að umræddur mávur hafi fundist við Tjörnina þann 1. nóvember. Fuglinn hafi verið ófær um að forða sér og því hafi starfsfólk borgarinnar aflífað fuglinn og fært hann til sýnatöku hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur. Tveimur vikum síðar greindist fuglainflúensan skæða í sýni frá hræinu á tilraunastöð HÍ að Keldum. „Matvælastofnun og áhættumatshópur um fuglainflúensu meta miðlungs líkur á því að alvarlegt afbrigði fuglainflúensuveira berist í alifugla og aðra fugla í haldi og er óvissustig, sem virkjað var í síðasta mánuði, því enn í gildi,” segir meðal annars í tilkynningunni. Lítil hætta fyrir fólk en ráðlagt að sýna aðgát Þá er tekið fram að smithætta af skæðum fuglainflúensuveirum sem þessari sé lítil fyrir almenning. Hún geti hins vegar verið miðlungs fyrir einstaklinga sem eru í mikilli nálægð eða snertingu við fugal. „Þrátt fyrir litla smithættu er almenningi ráðlagt að snerta ekki hræ og koma ekki nálægt eða handleika veikan villtan fugl, nema að viðhöfðum góðum sóttvörnum svo sem að nota einnota hanska og veiruhelda grímu. Ef fugl er augljóslega slasaður skal tilkynna um hann til viðkomandi sveitarfélags sem er skylt að bregðast við samkvæmt lögum um velferð dýra. Sveitarfélög eru ábyrg fyrir því að koma villtum dýrum í neyð til aðstoðar eða sjá til þess að þau séu aflífuð á mannúðlegan hátt,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Fuglar Dýraheilbrigði Reykjavík Heilbrigðismál Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST en þar segir að umræddur mávur hafi fundist við Tjörnina þann 1. nóvember. Fuglinn hafi verið ófær um að forða sér og því hafi starfsfólk borgarinnar aflífað fuglinn og fært hann til sýnatöku hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur. Tveimur vikum síðar greindist fuglainflúensan skæða í sýni frá hræinu á tilraunastöð HÍ að Keldum. „Matvælastofnun og áhættumatshópur um fuglainflúensu meta miðlungs líkur á því að alvarlegt afbrigði fuglainflúensuveira berist í alifugla og aðra fugla í haldi og er óvissustig, sem virkjað var í síðasta mánuði, því enn í gildi,” segir meðal annars í tilkynningunni. Lítil hætta fyrir fólk en ráðlagt að sýna aðgát Þá er tekið fram að smithætta af skæðum fuglainflúensuveirum sem þessari sé lítil fyrir almenning. Hún geti hins vegar verið miðlungs fyrir einstaklinga sem eru í mikilli nálægð eða snertingu við fugal. „Þrátt fyrir litla smithættu er almenningi ráðlagt að snerta ekki hræ og koma ekki nálægt eða handleika veikan villtan fugl, nema að viðhöfðum góðum sóttvörnum svo sem að nota einnota hanska og veiruhelda grímu. Ef fugl er augljóslega slasaður skal tilkynna um hann til viðkomandi sveitarfélags sem er skylt að bregðast við samkvæmt lögum um velferð dýra. Sveitarfélög eru ábyrg fyrir því að koma villtum dýrum í neyð til aðstoðar eða sjá til þess að þau séu aflífuð á mannúðlegan hátt,“ segir ennfremur í tilkynningunni.
Fuglar Dýraheilbrigði Reykjavík Heilbrigðismál Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Fleiri fréttir Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Sjá meira