Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2024 14:49 Óskar Bjarni Óskarsson er einn mesti Valsmaður sem fyrirfinnst og vill félagi sínu allt það besta. vísir/Anton „Ég taldi þetta best fyrir Val,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson sem hættir sem aðalþjálfari karlaliðs Vals í handbolta næsta sumar, í þriðja sinn á ferlinum. Hann vill einnig geta fylgt sonum sínum betur eftir í atvinnumennsku erlendis. Tilkynningin um brotthvarf Óskars kemur daginn fyrir eina af stóru leikjunum sem hafa verið svo margir hjá Val með Óskar á hliðarlínunni, en liðið tekur á móti Vardar frá Norður-Makedóníu í Evrópudeildinni á morgun. Óskar tók við sem aðalþjálfari Vals í þriðja sinn í fyrrasumar, þegar Snorri Steinn Guðjónsson tók við landsliðinu, og undir stjórn Óskars unnu Valsmenn EHF-keppnina í vor, fyrstir íslenskra liða. Það kemur í hlut Ágústs Jóhannssonar, núverandi þjálfara Íslands-og bikarmeistara Valskvenna, að taka við af Óskari næsta sumar. „Ég held að ég sé búinn að vera í tuttugu ár aðalþjálfari, og sex ár sem aðstoðarþjálfari, svo þetta er orðinn góður tími sem ég hef verið í kringum meistaraflokk karla hjá Val,“ segir Óskar. „Engin skyndiákvörðun“ „Þetta var engin skyndiákvörðun [að hætta næsta sumar]. Ég var búinn að taka ákvörðun fyrir þetta tímabil, í góðu, um að taka þetta ár af krafti og gefa stjórninni góðan tíma í að finna góðan mann. Svo það væri ekki gert bara í maí eða júní. Það er ekkert svakalegt á bakvið þetta. Mér finnst ég bara hafa verið dálítið mikið í kringum þetta, sem hefur verið gaman og forréttindi. En ég taldi þetta best fyrir Val og svo er ég sjálfur kominn með tvo drengi út svo að þetta er fjölskyldutengt líka. Ég taldi þetta best fyrir alla aðila, og að gera þetta snemma og faglega,“ segir Óskar sem er pabbi þeirra Benedikts Gunnars Óskarssonar, leikmanns Kolstad í Noregi, og Arnórs Snæs Óskarssonar, leikmanns Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Óskar Bjarni Óskarsson gerði Val að EHF-bikarmeistara í vor.vísir/Anton Ekki hættur í þjálfun Óskar, sem er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari, segist ekki vera hættur að þjálfa. „Fyrir mig er auðvitað rosalega erfitt að fullyrða eitthvað núna því það hefur auðvitað gerst áður að ég stígi til hliðar og komi inn aftur,“ segir Óskar léttur. „Ég er ekkert hættur þjálfun og er alltaf tilbúinn í hvaða hlutverk sem er. Þetta er ekki í neinum leiðindum við Val heldur með Val að leiðarljósi. Ég tel að það væri gott að fá inn nýja orku. Þó að þetta sé annað árið mitt sem aðalþjálfari þá var ég aðstoðarþjálfari lengi og aðalþjálfari áður. Þetta er í raun kafli síðan 2004. Stundum finnst mér þurfa öðruvísi orku í þetta og ég er mjög glaður að fá Gústa inn í þetta. Hann er mjög reyndur og góður, og kemur með öðruvísi orku,“ segir Óskar. Eins og fyrr segir vildi hann láta forráðamenn Vals vita snemma að hann hygðist hætta næsta sumar, og félagið tilkynnti svo um það í dag: „Þetta er alltaf spurning um bestu tímasetningu. Við erum að fara í stórkostlegan leik á morgun, erum að rétta úr okkur, og ég hef mjög gaman af þessu og ætla mér að gera góða hluti með þetta lið í vetur. Þessi ákvörðun mín er bara tekin snemma en ég ætla að vera í þessu af krafti í vetur.“ Olís-deild karla Valur Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
Tilkynningin um brotthvarf Óskars kemur daginn fyrir eina af stóru leikjunum sem hafa verið svo margir hjá Val með Óskar á hliðarlínunni, en liðið tekur á móti Vardar frá Norður-Makedóníu í Evrópudeildinni á morgun. Óskar tók við sem aðalþjálfari Vals í þriðja sinn í fyrrasumar, þegar Snorri Steinn Guðjónsson tók við landsliðinu, og undir stjórn Óskars unnu Valsmenn EHF-keppnina í vor, fyrstir íslenskra liða. Það kemur í hlut Ágústs Jóhannssonar, núverandi þjálfara Íslands-og bikarmeistara Valskvenna, að taka við af Óskari næsta sumar. „Ég held að ég sé búinn að vera í tuttugu ár aðalþjálfari, og sex ár sem aðstoðarþjálfari, svo þetta er orðinn góður tími sem ég hef verið í kringum meistaraflokk karla hjá Val,“ segir Óskar. „Engin skyndiákvörðun“ „Þetta var engin skyndiákvörðun [að hætta næsta sumar]. Ég var búinn að taka ákvörðun fyrir þetta tímabil, í góðu, um að taka þetta ár af krafti og gefa stjórninni góðan tíma í að finna góðan mann. Svo það væri ekki gert bara í maí eða júní. Það er ekkert svakalegt á bakvið þetta. Mér finnst ég bara hafa verið dálítið mikið í kringum þetta, sem hefur verið gaman og forréttindi. En ég taldi þetta best fyrir Val og svo er ég sjálfur kominn með tvo drengi út svo að þetta er fjölskyldutengt líka. Ég taldi þetta best fyrir alla aðila, og að gera þetta snemma og faglega,“ segir Óskar sem er pabbi þeirra Benedikts Gunnars Óskarssonar, leikmanns Kolstad í Noregi, og Arnórs Snæs Óskarssonar, leikmanns Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Óskar Bjarni Óskarsson gerði Val að EHF-bikarmeistara í vor.vísir/Anton Ekki hættur í þjálfun Óskar, sem er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari, segist ekki vera hættur að þjálfa. „Fyrir mig er auðvitað rosalega erfitt að fullyrða eitthvað núna því það hefur auðvitað gerst áður að ég stígi til hliðar og komi inn aftur,“ segir Óskar léttur. „Ég er ekkert hættur þjálfun og er alltaf tilbúinn í hvaða hlutverk sem er. Þetta er ekki í neinum leiðindum við Val heldur með Val að leiðarljósi. Ég tel að það væri gott að fá inn nýja orku. Þó að þetta sé annað árið mitt sem aðalþjálfari þá var ég aðstoðarþjálfari lengi og aðalþjálfari áður. Þetta er í raun kafli síðan 2004. Stundum finnst mér þurfa öðruvísi orku í þetta og ég er mjög glaður að fá Gústa inn í þetta. Hann er mjög reyndur og góður, og kemur með öðruvísi orku,“ segir Óskar. Eins og fyrr segir vildi hann láta forráðamenn Vals vita snemma að hann hygðist hætta næsta sumar, og félagið tilkynnti svo um það í dag: „Þetta er alltaf spurning um bestu tímasetningu. Við erum að fara í stórkostlegan leik á morgun, erum að rétta úr okkur, og ég hef mjög gaman af þessu og ætla mér að gera góða hluti með þetta lið í vetur. Þessi ákvörðun mín er bara tekin snemma en ég ætla að vera í þessu af krafti í vetur.“
Olís-deild karla Valur Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira