Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2024 21:02 Sólveig Guðrún Hannesdóttir rektor Menntaskólans í Reykjavík segir að huga þurfi vel að félagslegum áhrifum verkfallsaðgerða kennara. Vísir/Anton Rektor Menntaskólans í Reykjavík segir skóla griðastað margra nemenda og því sé lögð áhersla á að þeir geti komið þangað á meðan á kennaraverkfalli stendur. Sjálf segja ungmennin óvissuna sem fylgi verkföllum erfiða. Vonir standa til að einhver skriður sé að komast á kjaraviðræður kennara og ríkis og sveitarfélaga. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu niður störf í dag og eru verkfallsaðgerðir nú í gangi í tíu skólum. „Það er náttúrulega lítil starfsemi hérna í dag en við höfum samt hvatt nemendur til þess að koma og hittast og læra saman ef þeir vilja eða bara fá félagslegan stuðning. Þetta bitnar auðvitað á náminu þeirra en þetta bitnar ekki síst á félagslega þættinum og við verðum aðeins að hafa það í huga að skóli er líka griðastaður nemenda og það kom alveg berlega í ljós í Covid að það eru ekkert allir sem að geta verið heima hjá sér heilu og hálfu dagana,“ segir Sólveig Guðrún Hannesdóttir, rektor Menntaskólans í Reykjavík. „Það er eins og enginn viti neitt“ Nokkrir nemendanna nýttu sér það að mæta í skólann í dag til að læra. Nemendurnir hafa áhyggjur af því hvaða áhrif verkföllin hafa á nám þeirra. Þá segjast þeir líka sakna vinanna þegar enginn er skólinn. „Mér finnst líka leiðinlegt að það sé svona mikil óvissa með þetta allt og maður veit ekki hvort að verkfallið detti niður og það verði ekkert verkfall og maður mæti í jólapróf. Það er eins og enginn viti neitt,“ segir Ægir Þór Þorvaldsson, nemandi við Menntaskólann í Reykjavík. Nemendur þreyttir á skólaleysi Þá hittust nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á samstöðufundi í dag. Skólastarf hefur legið niðri við skólann í þrjár vikur vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendurnir segjast orðnir þreyttir á verkfallinu og vilja komast aftur í skólann sem fyrst. „Þetta var gott í tvær vikur en síðan er maður orðinn svolítið svona vill fara að klára skólann. Vill fara að klára þetta sem fyrst,“ segir Birkir Hrafn Eyþórsson ,nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurlands.Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda á morgun klukkan eitt í Karphúsinu. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi fundað með forystufólki samninganefndanna um helgina og að þar hafi skref verið tekin í rétta átt. Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. 18. nóvember 2024 12:12 Tóku skref í rétta átt um helgina Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga ætla að funda á morgun í fyrsta sinn í meira en hálfan mánuð. Þetta staðfestir ríkissáttasemjari við fréttastofu. 18. nóvember 2024 10:25 „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn. 6. nóvember 2024 17:13 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík lögðu niður störf í dag og eru verkfallsaðgerðir nú í gangi í tíu skólum. „Það er náttúrulega lítil starfsemi hérna í dag en við höfum samt hvatt nemendur til þess að koma og hittast og læra saman ef þeir vilja eða bara fá félagslegan stuðning. Þetta bitnar auðvitað á náminu þeirra en þetta bitnar ekki síst á félagslega þættinum og við verðum aðeins að hafa það í huga að skóli er líka griðastaður nemenda og það kom alveg berlega í ljós í Covid að það eru ekkert allir sem að geta verið heima hjá sér heilu og hálfu dagana,“ segir Sólveig Guðrún Hannesdóttir, rektor Menntaskólans í Reykjavík. „Það er eins og enginn viti neitt“ Nokkrir nemendanna nýttu sér það að mæta í skólann í dag til að læra. Nemendurnir hafa áhyggjur af því hvaða áhrif verkföllin hafa á nám þeirra. Þá segjast þeir líka sakna vinanna þegar enginn er skólinn. „Mér finnst líka leiðinlegt að það sé svona mikil óvissa með þetta allt og maður veit ekki hvort að verkfallið detti niður og það verði ekkert verkfall og maður mæti í jólapróf. Það er eins og enginn viti neitt,“ segir Ægir Þór Þorvaldsson, nemandi við Menntaskólann í Reykjavík. Nemendur þreyttir á skólaleysi Þá hittust nemendur við Fjölbrautaskóla Suðurlands á samstöðufundi í dag. Skólastarf hefur legið niðri við skólann í þrjár vikur vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendurnir segjast orðnir þreyttir á verkfallinu og vilja komast aftur í skólann sem fyrst. „Þetta var gott í tvær vikur en síðan er maður orðinn svolítið svona vill fara að klára skólann. Vill fara að klára þetta sem fyrst,“ segir Birkir Hrafn Eyþórsson ,nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurlands.Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda á morgun klukkan eitt í Karphúsinu. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi fundað með forystufólki samninganefndanna um helgina og að þar hafi skref verið tekin í rétta átt.
Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. 18. nóvember 2024 12:12 Tóku skref í rétta átt um helgina Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga ætla að funda á morgun í fyrsta sinn í meira en hálfan mánuð. Þetta staðfestir ríkissáttasemjari við fréttastofu. 18. nóvember 2024 10:25 „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn. 6. nóvember 2024 17:13 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Ríkissáttasemjari segir skref í rétta átt hafa verið tekin í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga um helgina en samninganefndir hittast á morgun í fyrsta sinn á formlegum fundi í meira en hálfan mánuð. Kennarar við Menntaskólann í Reykjavík bættust í morgun í hóp þeirra kennara sem lagt hafa niður störf. Sveitafélögin íhuga að leita til dómstóla. 18. nóvember 2024 12:12
Tóku skref í rétta átt um helgina Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga ætla að funda á morgun í fyrsta sinn í meira en hálfan mánuð. Þetta staðfestir ríkissáttasemjari við fréttastofu. 18. nóvember 2024 10:25
„Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Mikill hugur er í kennurum á fjölmennum baráttufundi í Háskólabíó. Stóri salurinn er þéttsetinn. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður ræddi við kennara og formann Kennarasambandsins fyrir fundinn. 6. nóvember 2024 17:13