Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar 18. nóvember 2024 19:00 Samfélagslegt hlutverk á sviði mennta og vísinda Náttúruminjasafn Íslands er höfuðsafn þjóðarinnar á sviði náttúrufræða, eitt þriggja höfuðsafna landsmanna auk Listasafns Íslands og Þjóðminjasafns Íslands. Söfnin starfa hvert um sig samkvæmt sérlögum auk ákvæða í safnalögum nr. 141/2011. Náttúruminjasafnið er langyngst, stofnað 2007, sbr. lög um Náttúruminjasafn Íslands nr. 35/2007. Lögbundin hlutverk Náttúruminjasafnsins endurspegla samfélagslegt mikilvægi þess sem er að miðla, einkum með sýningahaldi, upplýsingum og þekkingu um náttúru Íslands, náttúruvernd og nýtingu náttúrunnar í staðbundnu og hnattrænu samhengi. Í þessu skyni sinnir Náttúruminjasafnið söfnun, skráningu, varðveislu og rannsóknum á starfssviði sínu. Þannig stendur safnið vörð um náttúruna og vistfræðilega gangferla, tryggir almenningi aðgengi að náttúrunni og stuðlar að skynsamlegri umgengni við hana með heill og hamingju allra landsmanna, gesta landsins og komandi kynslóða að leiðarljósi. Líta ber á starfsemi Náttúruminjasafns Íslands sem eina af meginstoðum mennta og vísinda í samfélaginu. Brýn þörf er á starfsemi Náttúruminjasafnsins. Íslenskt samfélag reiðir sig í ríkum mæli á auðlindir náttúrunnar og við getum ekki án hennar verið. Þekking og skilningur á náttúrunni og gangverki hennar er forsenda farsællar sambúðar við hana. Aðsókn á sýningu Náttúruminjasafnsins Vatnið í náttúru Íslands, sem er í afmörkuðu leigurými í Perlunni, er til vitnis um vinsældir starfseminnar. Árlegur fjöldi gesta er á bilinu 50.000–200.000, sem er metaðsókn á einstaka sýningu í landinu. Safnkennarar taka á móti skólahópum af höfuðborgarsvæðinu og utan þess og sinna gestum með faglegri leiðsögn og þátttöku í verkefnum. Einnig er boðið upp á vandað fræðsluefni í náttúrufræðum á vefnum (frodleiksbrunnur.is) sem m.a. grunn- og leikskólakennarar nýta sér. Þá eru haldnir viðburðir um helgar, sérsniðnir fyrir fjölskyldufólk og hafa þeir mælst mjög vel fyrir. Með þessu móti stuðlar Náttúruminjasafnið að auknu náttúrulæsi meðal landsmanna og gesta landsins. Líffræðileg fjölbreytni er grundvallarþáttur í starfsemi Náttúruminjasafnsins, jafnt í rannsóknum sem sýningahaldi. Í krafti sérfræðiþekkingar og reynslu starfsfólks Náttúruminjasafnsins á þessu sviði gegnir safnið lykilhlutverki ásamt samstarfsaðilum í stefnumótun hins opinbera í málefnum líffræðilegrar fjölbreytni. Um er að ræða samstarf fjölmargra aðila, ráðuneyta, fagstofnana, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga, bæði hér heima og erlendis. Aðkoma Náttúruminjasafnsins að verkefninu er í samræmi við ákvæði um hlutverk safnsins í núgildandi stefnu stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni. Allar rannsóknir safnsins á sviði náttúrufræða og náttúrusögu Íslands eru liður í að mennta og fræða og stuðla að auknu náttúrulæsi. Hálfnað er verk þá hafið er Haustið 2020 tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri-Grænna þá farsælu ákvörðun að staðsetja framtíðaraðsetur Náttúruminjasafnsins að Safnatröð 5 á Seltjarnarnesi, á fallegum stað við náttúruverndarsvæði, Bakkatjörn og Gróttu, í glæsilegri byggingu sem hýsa átti lækningaminjasafn, sem ekkert varð af. Þá sá loks fyrir endinn á ríflega aldarlangri baráttu og bið eftir því að höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum eignaðist í fyrsta skipti sitt eigið, viðunandi aðsetur. Samkvæmt upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir verklokum um mitt ár 2023 og að framkvæmdin myndi kosta alls tæplega 1,4 milljarð kr., þar af 840 m.kr. vegna viðgerða á húsinu og aðlögunar að þörfum Náttúruminjasafnsins og um 460 m.kr. vegna sýningagerðar. Hér er vissulega um dýra framkvæmd að ræða en mikilvægt að hafa í huga að hún er nær tvöfalt ódýrari en áætlað var við nýbyggingu í Vatnsmýri sem lengi var stefnt að. Þannig felst verulegt hagræði í því að nýta bygginguna að Safnatröð 5 undir starfsemi Náttúruminjasafnsins. Vinna við bygginguna og sýningagerðina hefur staðið yfir síðan 2021 en verkefninu miðar mun hægar en til stóð. Nú stefnir í að Náttúruhús í Nesi, eins og höfuðstöðvarnar eru kallaðar, verði ekki opnað fyrr en síðla árs 2025 eða snemma 2026. Seinkunin stafar einkum af töfum á verklegum byggingarþáttum sem hófust ekki af fullum krafti fyrr en í vor sem leið, um tveimur árum á eftir áætlun. Vinna við sýningagerðina hefur hins vegar gengið vel og er hönnunin í umsjón hollensks fyrirtækis sem var valið úr hópi níu keppenda í útboði sem fór fram á Evrópska efnahagssvæðinu. Það eru þó blikur á lofti um framgang sýningagerðarinnar þar sem full fjármögnun hennar hefur ekki verið tryggð í fjárlögum næsta árs. Það setur allt verkefnið í uppnám og kann að fresta enn frekar opnun Náttúruhússins. Aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og niðurskurður á rekstrarfé Náttúruminjasafnsins stefna jafnframt almennri starfsemi safnsins í voða. Nú er lag vegna Alþingskosninganna 30. nóvember n.k. Hvaða stjórnmálaflokkar ætla að gera hér bragarbót á og sýna í verki þann stuðning sem Náttúruminjasafn Íslands þarf á að halda á Alþingi? Stöndum saman – klárum verkefnið Það vantar aðeins herslumuninn til að ljúka við Náttúruhúsið í Nesi og opna þar sýningu í þágu almennings. Meginþema sýningarinnar verður um hafið, líffræðilega fjölbreytni sjávar, vistfræði, nytjar og aðsteðjandi ógnir á borð við loftslagsbreytingar. Sýningin verður mjög nýstárleg og falleg, með gagnvirkri margmiðlun og tækni í bland við kjörgripi úr náttúrunni þar sem hæst ber beinagrind íslandssléttbaks og geirfuglinn. Rík áhersla verður lögð á þjónustu við skóla með starfi safnkennara og sérfræðinga. Leik- og grunnskólabörnum verður sinnt sérstaklega, m.a. með því að fara í fjöruferðir og kanna lífríkið í Bakkatjörn. Sérsniðið rannsóknarými verður í Náttúruhúsinu til að taka á móti skólahópum og vinna úr gögnum og sýnum sem finnast í fjöru, sjó og ferskvatni. Stöndum saman og ljúkum verkefninu – rekum endahnút á byggingu Náttúruhúss í Nesi og búum Náttúruminjasafni Íslands þá umgjörð sem sæmir landi og þjóð, líkt og gildir um hin höfuðsöfnin tvö, Listasafn Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Skipum okkur á bekk með þjóðum sem við gjarnan berum okkur saman við, með öflug náttúrufræðisöfn, rannsóknasetur og aðstöðu til sýningahalds fyrir almenning. Þannig verðum við betur í stakk búinn að takast á við framtíðina á farsælan hátt. Höfundur er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Seltjarnarnes Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Samfélagslegt hlutverk á sviði mennta og vísinda Náttúruminjasafn Íslands er höfuðsafn þjóðarinnar á sviði náttúrufræða, eitt þriggja höfuðsafna landsmanna auk Listasafns Íslands og Þjóðminjasafns Íslands. Söfnin starfa hvert um sig samkvæmt sérlögum auk ákvæða í safnalögum nr. 141/2011. Náttúruminjasafnið er langyngst, stofnað 2007, sbr. lög um Náttúruminjasafn Íslands nr. 35/2007. Lögbundin hlutverk Náttúruminjasafnsins endurspegla samfélagslegt mikilvægi þess sem er að miðla, einkum með sýningahaldi, upplýsingum og þekkingu um náttúru Íslands, náttúruvernd og nýtingu náttúrunnar í staðbundnu og hnattrænu samhengi. Í þessu skyni sinnir Náttúruminjasafnið söfnun, skráningu, varðveislu og rannsóknum á starfssviði sínu. Þannig stendur safnið vörð um náttúruna og vistfræðilega gangferla, tryggir almenningi aðgengi að náttúrunni og stuðlar að skynsamlegri umgengni við hana með heill og hamingju allra landsmanna, gesta landsins og komandi kynslóða að leiðarljósi. Líta ber á starfsemi Náttúruminjasafns Íslands sem eina af meginstoðum mennta og vísinda í samfélaginu. Brýn þörf er á starfsemi Náttúruminjasafnsins. Íslenskt samfélag reiðir sig í ríkum mæli á auðlindir náttúrunnar og við getum ekki án hennar verið. Þekking og skilningur á náttúrunni og gangverki hennar er forsenda farsællar sambúðar við hana. Aðsókn á sýningu Náttúruminjasafnsins Vatnið í náttúru Íslands, sem er í afmörkuðu leigurými í Perlunni, er til vitnis um vinsældir starfseminnar. Árlegur fjöldi gesta er á bilinu 50.000–200.000, sem er metaðsókn á einstaka sýningu í landinu. Safnkennarar taka á móti skólahópum af höfuðborgarsvæðinu og utan þess og sinna gestum með faglegri leiðsögn og þátttöku í verkefnum. Einnig er boðið upp á vandað fræðsluefni í náttúrufræðum á vefnum (frodleiksbrunnur.is) sem m.a. grunn- og leikskólakennarar nýta sér. Þá eru haldnir viðburðir um helgar, sérsniðnir fyrir fjölskyldufólk og hafa þeir mælst mjög vel fyrir. Með þessu móti stuðlar Náttúruminjasafnið að auknu náttúrulæsi meðal landsmanna og gesta landsins. Líffræðileg fjölbreytni er grundvallarþáttur í starfsemi Náttúruminjasafnsins, jafnt í rannsóknum sem sýningahaldi. Í krafti sérfræðiþekkingar og reynslu starfsfólks Náttúruminjasafnsins á þessu sviði gegnir safnið lykilhlutverki ásamt samstarfsaðilum í stefnumótun hins opinbera í málefnum líffræðilegrar fjölbreytni. Um er að ræða samstarf fjölmargra aðila, ráðuneyta, fagstofnana, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga, bæði hér heima og erlendis. Aðkoma Náttúruminjasafnsins að verkefninu er í samræmi við ákvæði um hlutverk safnsins í núgildandi stefnu stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni. Allar rannsóknir safnsins á sviði náttúrufræða og náttúrusögu Íslands eru liður í að mennta og fræða og stuðla að auknu náttúrulæsi. Hálfnað er verk þá hafið er Haustið 2020 tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri-Grænna þá farsælu ákvörðun að staðsetja framtíðaraðsetur Náttúruminjasafnsins að Safnatröð 5 á Seltjarnarnesi, á fallegum stað við náttúruverndarsvæði, Bakkatjörn og Gróttu, í glæsilegri byggingu sem hýsa átti lækningaminjasafn, sem ekkert varð af. Þá sá loks fyrir endinn á ríflega aldarlangri baráttu og bið eftir því að höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum eignaðist í fyrsta skipti sitt eigið, viðunandi aðsetur. Samkvæmt upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir verklokum um mitt ár 2023 og að framkvæmdin myndi kosta alls tæplega 1,4 milljarð kr., þar af 840 m.kr. vegna viðgerða á húsinu og aðlögunar að þörfum Náttúruminjasafnsins og um 460 m.kr. vegna sýningagerðar. Hér er vissulega um dýra framkvæmd að ræða en mikilvægt að hafa í huga að hún er nær tvöfalt ódýrari en áætlað var við nýbyggingu í Vatnsmýri sem lengi var stefnt að. Þannig felst verulegt hagræði í því að nýta bygginguna að Safnatröð 5 undir starfsemi Náttúruminjasafnsins. Vinna við bygginguna og sýningagerðina hefur staðið yfir síðan 2021 en verkefninu miðar mun hægar en til stóð. Nú stefnir í að Náttúruhús í Nesi, eins og höfuðstöðvarnar eru kallaðar, verði ekki opnað fyrr en síðla árs 2025 eða snemma 2026. Seinkunin stafar einkum af töfum á verklegum byggingarþáttum sem hófust ekki af fullum krafti fyrr en í vor sem leið, um tveimur árum á eftir áætlun. Vinna við sýningagerðina hefur hins vegar gengið vel og er hönnunin í umsjón hollensks fyrirtækis sem var valið úr hópi níu keppenda í útboði sem fór fram á Evrópska efnahagssvæðinu. Það eru þó blikur á lofti um framgang sýningagerðarinnar þar sem full fjármögnun hennar hefur ekki verið tryggð í fjárlögum næsta árs. Það setur allt verkefnið í uppnám og kann að fresta enn frekar opnun Náttúruhússins. Aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og niðurskurður á rekstrarfé Náttúruminjasafnsins stefna jafnframt almennri starfsemi safnsins í voða. Nú er lag vegna Alþingskosninganna 30. nóvember n.k. Hvaða stjórnmálaflokkar ætla að gera hér bragarbót á og sýna í verki þann stuðning sem Náttúruminjasafn Íslands þarf á að halda á Alþingi? Stöndum saman – klárum verkefnið Það vantar aðeins herslumuninn til að ljúka við Náttúruhúsið í Nesi og opna þar sýningu í þágu almennings. Meginþema sýningarinnar verður um hafið, líffræðilega fjölbreytni sjávar, vistfræði, nytjar og aðsteðjandi ógnir á borð við loftslagsbreytingar. Sýningin verður mjög nýstárleg og falleg, með gagnvirkri margmiðlun og tækni í bland við kjörgripi úr náttúrunni þar sem hæst ber beinagrind íslandssléttbaks og geirfuglinn. Rík áhersla verður lögð á þjónustu við skóla með starfi safnkennara og sérfræðinga. Leik- og grunnskólabörnum verður sinnt sérstaklega, m.a. með því að fara í fjöruferðir og kanna lífríkið í Bakkatjörn. Sérsniðið rannsóknarými verður í Náttúruhúsinu til að taka á móti skólahópum og vinna úr gögnum og sýnum sem finnast í fjöru, sjó og ferskvatni. Stöndum saman og ljúkum verkefninu – rekum endahnút á byggingu Náttúruhúss í Nesi og búum Náttúruminjasafni Íslands þá umgjörð sem sæmir landi og þjóð, líkt og gildir um hin höfuðsöfnin tvö, Listasafn Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Skipum okkur á bekk með þjóðum sem við gjarnan berum okkur saman við, með öflug náttúrufræðisöfn, rannsóknasetur og aðstöðu til sýningahalds fyrir almenning. Þannig verðum við betur í stakk búinn að takast á við framtíðina á farsælan hátt. Höfundur er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar