Erlent

Stjúp­sonur norska krón­prinsins aftur hand­tekinn

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 27 ára Marius Borg Høiby er sonur Mette-Marit, eiginkonu Hákonar krónprins, úr fyrra sambandi.
Hinn 27 ára Marius Borg Høiby er sonur Mette-Marit, eiginkonu Hákonar krónprins, úr fyrra sambandi. EPA

Lögregla í norsku höfuðborginni Osló handtók í gær Marius Borg Høiby, stjúpson Hákonar krónprins, á ný, nú vegna vegna gruns um nauðgun.

Norskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun og vísa í fréttatilkynningu frá lögreglunni. Hann var handtekinn þegar hann var á ferð í bíl sínum í Osló á tólfta tímanum í gærkvöldi.

Þetta er í þriðja sinn sem Borg Høiby er handtekinn á skömmum tíma, en lögregla hefur nú víkkað út rannsóknina og er hann nú einnig grunaður um nauðgun.

Borg Høiby var fyrst handtekinn í ágúst vegna gruns um að hafa beitt konu ofbeldi í íbúð þann 4. ágúst síðastliðinn. Konan sem hann er grunaður um að hafa beitt ofbeldi var með honum í bílnum þegar hann var handtekinn í gær.

Lögregla greinir einnig frá því að húsleit hafi verið gerð í tengslum við málið og að maðurinn gisti nú fangageymslu á lögreglustöð í hverfinu Grønland í miðborg Oslóar.

Dagbladet greinir frá því að Borg Høiby sé grunaður um að hafa nauðgað konu þegar hún var meðvitundarlaus eða gat ekki af öðrum ástæðum veitt mótstöðu.

Hinn 27 ára Marius Borg Høiby er sonur Mette-Marit, eiginkonu Hákonar krónprins, úr fyrra sambandi.


Tengdar fréttir

Stjúpsonur norska prinsins handtekinn um helgina

Marius Borg Høiby stjúpsonur Hákonar krónprins af Noregi var handtekinn um helgina vegna líkamsárásar og skemmdarverka sem áttu sér stað síðastliðinn laugardag. Samkvæmt upplýsingum norskra fjölmiðla þekkir Høiby þann sem varð fyrir árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×