Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 23:17 Neymar er að renna út á samning hjá Al-Hilal næsta sumar en hann hefur lítið sem ekkert spilað með liðinu vegna meiðsla. Getty/Yasser Bakhsh Framtíð brasilíska knattspyrnumannsins Neymars er í mikilli óvissu samkvæmt erlendum fjölmiðlum þar sem hann hefur lítið getað spilað í Sádí Arabíu vegna meiðsla. Hann sleit fyrst krossband og meiddist síðan strax í öðrum leik eftir að hann kom til baka eftir langa fjarveru. Nú þykir líklegast að hann framlengi ekki samning sinn hjá sádi-arabíska félaginu Al Hilal. Samningurinn hans rennur út í sumar. Fjölmiðlamenn hafa verið duglegir að vakta kaup kappans á íbúðum til að fá einhverja vísbendingar um næstu skref. Hann átti að hafa keypt sér íbúð á Miami sem átti að þýða að hann væri á leiðinni til Inter Miami. Neymar hefur einnig verið orðaður við endurkomu til uppeldisfélagsins Santos. Nýjustu íbúðarkaup hans eru hins vegar í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Neymar keypti sér þar 54 milljón dollara þakíbúð í nýju og glæsilegu háhýsi en það er íbúð upp á 7,4 milljarða íslenskra króna. Háhýsið er á besta stað í miðborg Dúbæ. Íbúðin er full af nýjustu tækni og þykir vera eins flott og þær finnast í þessum heimi lúxusíbúða. Mesta athygli hefur vakið að Neymar hefur ekki aðeins einkalyftu upp í íbúð sína heldur getur hann einnig tekið bílinn sinn með upp í íbúð. Byggingafélagið Bugatti vakti athygli á þessum kaupum Neymars. Það eru 182 lúxusíbúðir í húsinu og þarna má finna einkaströnd, sundlaug, líkamsræktarklúbb og sérstakan klúbb sem er aðeins fyrir íbúa hússins. View this post on Instagram A post shared by Foot Mercato (@footmercato) Sádiarabíski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Hann sleit fyrst krossband og meiddist síðan strax í öðrum leik eftir að hann kom til baka eftir langa fjarveru. Nú þykir líklegast að hann framlengi ekki samning sinn hjá sádi-arabíska félaginu Al Hilal. Samningurinn hans rennur út í sumar. Fjölmiðlamenn hafa verið duglegir að vakta kaup kappans á íbúðum til að fá einhverja vísbendingar um næstu skref. Hann átti að hafa keypt sér íbúð á Miami sem átti að þýða að hann væri á leiðinni til Inter Miami. Neymar hefur einnig verið orðaður við endurkomu til uppeldisfélagsins Santos. Nýjustu íbúðarkaup hans eru hins vegar í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Neymar keypti sér þar 54 milljón dollara þakíbúð í nýju og glæsilegu háhýsi en það er íbúð upp á 7,4 milljarða íslenskra króna. Háhýsið er á besta stað í miðborg Dúbæ. Íbúðin er full af nýjustu tækni og þykir vera eins flott og þær finnast í þessum heimi lúxusíbúða. Mesta athygli hefur vakið að Neymar hefur ekki aðeins einkalyftu upp í íbúð sína heldur getur hann einnig tekið bílinn sinn með upp í íbúð. Byggingafélagið Bugatti vakti athygli á þessum kaupum Neymars. Það eru 182 lúxusíbúðir í húsinu og þarna má finna einkaströnd, sundlaug, líkamsræktarklúbb og sérstakan klúbb sem er aðeins fyrir íbúa hússins. View this post on Instagram A post shared by Foot Mercato (@footmercato)
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira