Byggjum upp örugga sjúkraflutninga fyrir landið og miðin Alma D. Möller skrifar 20. nóvember 2024 08:15 Heilbrigðismálin eru okkur mikilvæg Heilbrigðismál er það málefni sem flestir nefna að skipti máli í komandi kosningum skv. nýrri könnun Gallup. Óhætt er að fullyrða að enginn stjórnmálaflokkur leggur eins mikla áherslu á heilbrigðismál og Samfylkingin. Stefna flokksins nefnist Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu og er fengin í gegnum samtal við almenning og fagfólk um land allt. Aðgerðirnar skiptast í fimm þætti: 1. Að fólk fái fastan heimilislækni og heimilisteymi, 2. Þjóðarátak í ummönnun eldra fólks, 3. Öruggt aðgengi um land allt, 4. Bættar starfsaðsæður heilbrigðisstarfsmanna svo þeir fái meiri tíma með sjúklingnum og 5. Að við tökum ábyrgð á heilgðiskerfinu í heild. Margt fleira mætti nefna en með því að styrkja grunnþjónustu og þjónustu við eldra fólk mun losna um í kerfinu til að sinna sérhæfðari þjónustu. Hlúum að landsmönnum öllum Margt þarf að gera til að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu um landið en þar hallar verulega á landsbyggðina. Það eru réttmætar væntingar að eiga aðgang að grunnþjónustu hvar sem er á landinu. Því viljum við efla heilsugæsluna þannig að fólk hafi fastan heimilislækni, en svo er einungis um 50% Íslendinga sem stendur, samanborið við 95% í Noregi. Á Íslandi eru 57 heimilislæknar per 100 þúsund íbúa meðan meðaltal Norðurlanda er 87. Hér þarf því að gefa verulega í og mun taka tíma. Því þarf einnig að nýta krafta annarra starfstétta til að allir fái tengilið við kerfið. Samfylkingin hefur bent á hvernig nýta megi efnahagslega hvata til að fá lækna til starfa á landsbyggðinni og einnig fjölbreyttari inntökuleiðir þannig að nemendur af landsbyggðinni komist frekar í læknanám. Þá þarf að þróa tilfærslu verkefna milli starfsstétta enn frekar og má nefna til dæmis hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, sjúkraþjálfara og lyfafræðinga án þess að um tæmandi upptalingu sé að ræða. Liður í því að heilbrigðisfólki líði vel með aukin og fjölbreytt verkefni er margs konar sérmenntun. Til að efla aðgengi að sérfræðiþjónustu væri æskilegra að sérfræðingar sæki heim landsbyggðina í meira mæli en nú er, að fjarþjónusta og -ráðgjöf verði byggð frekar upp, að sjúkraflutningar verði efldir og að greiðsluþáttaka verði aukin fyrir fólk sem þarf að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg. Öruggar samgöngur eru líka heilbrigðismál Þegar upp kemur bráð þörf fyrir sérfræðiþjónustu þarf ekki aðeins öflugt fyrsta viðbragð og sjúkraflutninga heldur líka öruggar samgöngur sem eru jú lífæðar samfélagsins. Þar skortir víða á og það er innviðaskuld í samgöngumálum. Við, í þessu strjálbýla landi, verjum einungis 0,5% af vergri landsframleiðslu til samgöngumála þegar meðaltal OECD ríkja er 1%. Þar vill Samfylkingin bæta úr og tvöfalda fjárfestingu í samgöngum. Við erum með plan um þetta sem heitir Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Eins og þar kemur fram eru bættar samgöngur líka atvinnumál og undirstaða aukinnar verðmætasköpunar. Til að skapa fjölskylduvæn samfélög á landsbyggðinni er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu grundvallaratriði, ásamt öruggum samgöngum og fjölbreyttum atvinnutækifærum. Eflum sjúkraflutninga Það þarf að styrkja fyrsta viðbragð um land allt. Liður í því er að setja aukinn kraft í styrkingu sjúkraflutninga, með því meðal annars að vinna áfram að hærra menntunarstigi sjúkraflutningafólks, ekki síst í dreifðari byggðum. Leggja þarf áherslu á verklega þjálfun í bráðameðferð með ráðgjöf og stuðningi frá fjarskiptalækni eftir því sem þörf er á. Hægt væri að nýta fjárhagslega hvata fyrir hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í dreifbýli til að sækja námskeið í sjúkraflutningum, til að styrkja og standa vaktir í neyðarþjónustu. Þannig nýtum við menntun og krafta þessara mikilvægu starfsstétta enn betur. Sjúkraflutningar með þyrlum Ísland er dreifbýlt land þar sem samgöngur á landi eru ekki alltaf greiðar og allra veðra von. Lykilatriði til framtíðar er að efla sjúkraflutninga með þyrlum. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur unnið stórkostlegt starf en undirrituð hefur notið þeirra forréttinda að hafa fengið að taka þar þátt. Um starf þyrlusveitarinnar má lesa í nýútkominni bók sem nefnist Til taks efir yfirflugstjórana Benóný Ásgrímsson og Pál Halldórsson í félagi við Júlíus Ó. Einarsson. Samfylkingin vill að þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar verði fjölgað og að ein sérútbúin sjúkra- og björgunarþyrla verði staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Fleiri vel staðsettar sjúkra- og björgunarþyrlur yrðu bylting í öruggu aðgengi allra Íslendinga að bráðaþjónustu, bæði til sjós og lands. Þetta fyrirkomulag, að fela Landhelgisgæslunni að reka sérstaka sjúkraþyrlu, væri hagkvæmasta lausnin og myndi einnig styrkja Landhelgisgæsluna. Að sjá sjúkra- og björgunarþyrlu birtast þegar á þarf að halda er ómetanlegt fyrir okkur öll og líka að sjá hana halda af stað með hinn veika eða slasaða í öruggu skjóli. Kæru landsmenn, byggjum upp örugga sjúkraflutninga fyrir landið og miðin. Samfylkingin er með plan um þetta og er tilbúin til verka en til þess þurfum við umboð í komandi kosningum. Höfundur er fyrrum þyrlulæknir og oddviti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjúkraflutningar Samfylkingin Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðismálin eru okkur mikilvæg Heilbrigðismál er það málefni sem flestir nefna að skipti máli í komandi kosningum skv. nýrri könnun Gallup. Óhætt er að fullyrða að enginn stjórnmálaflokkur leggur eins mikla áherslu á heilbrigðismál og Samfylkingin. Stefna flokksins nefnist Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu og er fengin í gegnum samtal við almenning og fagfólk um land allt. Aðgerðirnar skiptast í fimm þætti: 1. Að fólk fái fastan heimilislækni og heimilisteymi, 2. Þjóðarátak í ummönnun eldra fólks, 3. Öruggt aðgengi um land allt, 4. Bættar starfsaðsæður heilbrigðisstarfsmanna svo þeir fái meiri tíma með sjúklingnum og 5. Að við tökum ábyrgð á heilgðiskerfinu í heild. Margt fleira mætti nefna en með því að styrkja grunnþjónustu og þjónustu við eldra fólk mun losna um í kerfinu til að sinna sérhæfðari þjónustu. Hlúum að landsmönnum öllum Margt þarf að gera til að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu um landið en þar hallar verulega á landsbyggðina. Það eru réttmætar væntingar að eiga aðgang að grunnþjónustu hvar sem er á landinu. Því viljum við efla heilsugæsluna þannig að fólk hafi fastan heimilislækni, en svo er einungis um 50% Íslendinga sem stendur, samanborið við 95% í Noregi. Á Íslandi eru 57 heimilislæknar per 100 þúsund íbúa meðan meðaltal Norðurlanda er 87. Hér þarf því að gefa verulega í og mun taka tíma. Því þarf einnig að nýta krafta annarra starfstétta til að allir fái tengilið við kerfið. Samfylkingin hefur bent á hvernig nýta megi efnahagslega hvata til að fá lækna til starfa á landsbyggðinni og einnig fjölbreyttari inntökuleiðir þannig að nemendur af landsbyggðinni komist frekar í læknanám. Þá þarf að þróa tilfærslu verkefna milli starfsstétta enn frekar og má nefna til dæmis hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, sjúkraþjálfara og lyfafræðinga án þess að um tæmandi upptalingu sé að ræða. Liður í því að heilbrigðisfólki líði vel með aukin og fjölbreytt verkefni er margs konar sérmenntun. Til að efla aðgengi að sérfræðiþjónustu væri æskilegra að sérfræðingar sæki heim landsbyggðina í meira mæli en nú er, að fjarþjónusta og -ráðgjöf verði byggð frekar upp, að sjúkraflutningar verði efldir og að greiðsluþáttaka verði aukin fyrir fólk sem þarf að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg. Öruggar samgöngur eru líka heilbrigðismál Þegar upp kemur bráð þörf fyrir sérfræðiþjónustu þarf ekki aðeins öflugt fyrsta viðbragð og sjúkraflutninga heldur líka öruggar samgöngur sem eru jú lífæðar samfélagsins. Þar skortir víða á og það er innviðaskuld í samgöngumálum. Við, í þessu strjálbýla landi, verjum einungis 0,5% af vergri landsframleiðslu til samgöngumála þegar meðaltal OECD ríkja er 1%. Þar vill Samfylkingin bæta úr og tvöfalda fjárfestingu í samgöngum. Við erum með plan um þetta sem heitir Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Eins og þar kemur fram eru bættar samgöngur líka atvinnumál og undirstaða aukinnar verðmætasköpunar. Til að skapa fjölskylduvæn samfélög á landsbyggðinni er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu grundvallaratriði, ásamt öruggum samgöngum og fjölbreyttum atvinnutækifærum. Eflum sjúkraflutninga Það þarf að styrkja fyrsta viðbragð um land allt. Liður í því er að setja aukinn kraft í styrkingu sjúkraflutninga, með því meðal annars að vinna áfram að hærra menntunarstigi sjúkraflutningafólks, ekki síst í dreifðari byggðum. Leggja þarf áherslu á verklega þjálfun í bráðameðferð með ráðgjöf og stuðningi frá fjarskiptalækni eftir því sem þörf er á. Hægt væri að nýta fjárhagslega hvata fyrir hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í dreifbýli til að sækja námskeið í sjúkraflutningum, til að styrkja og standa vaktir í neyðarþjónustu. Þannig nýtum við menntun og krafta þessara mikilvægu starfsstétta enn betur. Sjúkraflutningar með þyrlum Ísland er dreifbýlt land þar sem samgöngur á landi eru ekki alltaf greiðar og allra veðra von. Lykilatriði til framtíðar er að efla sjúkraflutninga með þyrlum. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur unnið stórkostlegt starf en undirrituð hefur notið þeirra forréttinda að hafa fengið að taka þar þátt. Um starf þyrlusveitarinnar má lesa í nýútkominni bók sem nefnist Til taks efir yfirflugstjórana Benóný Ásgrímsson og Pál Halldórsson í félagi við Júlíus Ó. Einarsson. Samfylkingin vill að þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar verði fjölgað og að ein sérútbúin sjúkra- og björgunarþyrla verði staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Fleiri vel staðsettar sjúkra- og björgunarþyrlur yrðu bylting í öruggu aðgengi allra Íslendinga að bráðaþjónustu, bæði til sjós og lands. Þetta fyrirkomulag, að fela Landhelgisgæslunni að reka sérstaka sjúkraþyrlu, væri hagkvæmasta lausnin og myndi einnig styrkja Landhelgisgæsluna. Að sjá sjúkra- og björgunarþyrlu birtast þegar á þarf að halda er ómetanlegt fyrir okkur öll og líka að sjá hana halda af stað með hinn veika eða slasaða í öruggu skjóli. Kæru landsmenn, byggjum upp örugga sjúkraflutninga fyrir landið og miðin. Samfylkingin er með plan um þetta og er tilbúin til verka en til þess þurfum við umboð í komandi kosningum. Höfundur er fyrrum þyrlulæknir og oddviti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar