Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar 20. nóvember 2024 17:32 Foreldrar kannast eflaust margir við að vera inni í matvöruverslun þegar barn þeirra sér sælgæti sem það langar í. Þegar því er neitað um nammið verður allt vitlaust og barnið fer að stappa niður fótunum og öskra. Þegar börn verða mjög reið og eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar grípa þau oft til þess ráðs að stappa niður fótunum. Þetta er leið þeirra til að tjá sig og krefjast þess að á þau sé hlustað. Áður en ég ræði stappið frekar, förum þá fyrst úr matvöruversluninni og t.d. yfir til stríðshrjáðs lands og ímyndum okkur þessi orð barns. „Það er verið að sprengja heimilin okkar í loft upp, skólana okkar, við getum ekki gengið um óhult og okkur finnst lífi okkar stöðugt ógnað. Við upplifum stanslauan ótta á hverjum einasta degi, til viðbótar við sorg, eymd, stress og svefnvandamál.“ Þetta eru raunveruleg orð 15 ára stúlku í SOS barnaþorpi sem þurfti að rýma vegna viðvarandi vopnaðra átaka á svæðinu. Til hvers er Barnasáttmálinn? Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þennan dag, 20. nóvember 1989. Barnasáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn heimsins þarfnist sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu. Í 38. grein Barnasáttmálans segir m.a. að „börn eigi rétt á vernd í stríði.“ Samningurinn var nokkru síðar undirritaður af aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna og að lokum lögfestur í heild sinni árið 2013. Á vef Stjórnarráðs Íslands segir orðrétt: „Barnasáttmálinn tryggir öllum börnum innan lögsögu aðildarríkisins öll þau réttindi sem kveðið er á um í samningnum.“ Annað hvort er þetta innsláttarvilla eða þá að það þarf að taka þennan samning upp og undirrita hann aftur með nýrri dagsetningu. Staðreyndin er sú að meðal þeirra sem hafa fullgilt og lögfest þennan samning eru þjóðir sem standa í stríðsrekstri í dag með tilheyrandi þjáningu barna. Áætlað er að um 470 milljónir barna búi á átakasvæðum víðs vegar um heiminn og samkvæmt heimildum UNICEF hafa 43,3 milljónir barna neyðst til að flýja heimili sín vegna stríðs og ofbeldis. Börn hafa fengið nóg! Amira, sem ég vitna í hér að ofan, er ein af þessum börnum sem fá nú stuðning frá jafnöldrum sínum víða að úr heiminum, Íslandi þar á meðal. Börn sem búa utan átakasvæða verða einnig fyrir áhrifum í gegnum fréttir, internetið og samfélagsmiðla. Þau heyra, upplifa hræðslu, reiði og sorg og upp vakna spurningar um eigið öryggi. Þessi börn hafa fengið nóg. SOS Barnaþorpin á Íslandi eru meðal 38 aðildarþjóða samtakanna sem kalla eftir aðgerðum til að tryggja vernd og öryggi barna í stríðshrjáðum löndum eins og þau eiga rétt á skv. Barnasáttmálanum. Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til að láta rödd sína heyrast. Börn sameinast undir yfirskriftinni „Stappað fyrir friði“ (Stomping for peace) og krefjast þess að réttindi þeirra séu virt og að vopnuðum átökum linni. Ákall barnanna er krafa til þjóðarleiðtoga um frið og var frumflutt í erindi SOS Barnaþorpanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gærkvöld. Ákall barnanna var gert opinbert í tveimur myndböndum í dag á alþjóðlegum degi barnsins, afmælisdegi Barnasáttmálans, og láta þau engan ósnortinn. Stappað fyrir friði og Ákall barna til þjóðarleiðtoga Fulltrúar Íslands í umræddum myndböndum eru börn í Hofsstaðaskóla og Hlíðaskóla og ég vil nota tækifærið hér til að hvetja önnur börn hér á landi og foreldra þeirra eða kennara að taka þau sér til fyrirmyndar. Stappið fyrir friði og birtið af því myndbönd á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #StompingForPeace. 470 milljónir barna á stríðshrjáðum svæðum eiga það skilið. Börn hafa fengið nóg! Höfundur er upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Foreldrar kannast eflaust margir við að vera inni í matvöruverslun þegar barn þeirra sér sælgæti sem það langar í. Þegar því er neitað um nammið verður allt vitlaust og barnið fer að stappa niður fótunum og öskra. Þegar börn verða mjög reið og eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar grípa þau oft til þess ráðs að stappa niður fótunum. Þetta er leið þeirra til að tjá sig og krefjast þess að á þau sé hlustað. Áður en ég ræði stappið frekar, förum þá fyrst úr matvöruversluninni og t.d. yfir til stríðshrjáðs lands og ímyndum okkur þessi orð barns. „Það er verið að sprengja heimilin okkar í loft upp, skólana okkar, við getum ekki gengið um óhult og okkur finnst lífi okkar stöðugt ógnað. Við upplifum stanslauan ótta á hverjum einasta degi, til viðbótar við sorg, eymd, stress og svefnvandamál.“ Þetta eru raunveruleg orð 15 ára stúlku í SOS barnaþorpi sem þurfti að rýma vegna viðvarandi vopnaðra átaka á svæðinu. Til hvers er Barnasáttmálinn? Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þennan dag, 20. nóvember 1989. Barnasáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn heimsins þarfnist sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu. Í 38. grein Barnasáttmálans segir m.a. að „börn eigi rétt á vernd í stríði.“ Samningurinn var nokkru síðar undirritaður af aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna og að lokum lögfestur í heild sinni árið 2013. Á vef Stjórnarráðs Íslands segir orðrétt: „Barnasáttmálinn tryggir öllum börnum innan lögsögu aðildarríkisins öll þau réttindi sem kveðið er á um í samningnum.“ Annað hvort er þetta innsláttarvilla eða þá að það þarf að taka þennan samning upp og undirrita hann aftur með nýrri dagsetningu. Staðreyndin er sú að meðal þeirra sem hafa fullgilt og lögfest þennan samning eru þjóðir sem standa í stríðsrekstri í dag með tilheyrandi þjáningu barna. Áætlað er að um 470 milljónir barna búi á átakasvæðum víðs vegar um heiminn og samkvæmt heimildum UNICEF hafa 43,3 milljónir barna neyðst til að flýja heimili sín vegna stríðs og ofbeldis. Börn hafa fengið nóg! Amira, sem ég vitna í hér að ofan, er ein af þessum börnum sem fá nú stuðning frá jafnöldrum sínum víða að úr heiminum, Íslandi þar á meðal. Börn sem búa utan átakasvæða verða einnig fyrir áhrifum í gegnum fréttir, internetið og samfélagsmiðla. Þau heyra, upplifa hræðslu, reiði og sorg og upp vakna spurningar um eigið öryggi. Þessi börn hafa fengið nóg. SOS Barnaþorpin á Íslandi eru meðal 38 aðildarþjóða samtakanna sem kalla eftir aðgerðum til að tryggja vernd og öryggi barna í stríðshrjáðum löndum eins og þau eiga rétt á skv. Barnasáttmálanum. Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna ýttu í dag úr vör herferð með þeim tilgangi að útvega börnum þann vettvang sem þau eiga rétt á til að láta rödd sína heyrast. Börn sameinast undir yfirskriftinni „Stappað fyrir friði“ (Stomping for peace) og krefjast þess að réttindi þeirra séu virt og að vopnuðum átökum linni. Ákall barnanna er krafa til þjóðarleiðtoga um frið og var frumflutt í erindi SOS Barnaþorpanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gærkvöld. Ákall barnanna var gert opinbert í tveimur myndböndum í dag á alþjóðlegum degi barnsins, afmælisdegi Barnasáttmálans, og láta þau engan ósnortinn. Stappað fyrir friði og Ákall barna til þjóðarleiðtoga Fulltrúar Íslands í umræddum myndböndum eru börn í Hofsstaðaskóla og Hlíðaskóla og ég vil nota tækifærið hér til að hvetja önnur börn hér á landi og foreldra þeirra eða kennara að taka þau sér til fyrirmyndar. Stappið fyrir friði og birtið af því myndbönd á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #StompingForPeace. 470 milljónir barna á stríðshrjáðum svæðum eiga það skilið. Börn hafa fengið nóg! Höfundur er upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun