„Þurftu að þora að vera til“ Kári Mímisson skrifar 20. nóvember 2024 22:05 Friðrik Ingi Rúnarsson og stelpurnar hans í Keflavík lönduðu naumun sigri á móti nýliðunum í kvöld. Vísir/Diego Það var létt yfir Friðriki Inga Rúnarssyni, þjálfara Keflavíkur, eftir dramatískan 90-89 sigur hans kvenna gegn nýliðum Tindastóls í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. Friðrik segir að liðið hafi gert sér erfitt fyrir og segist vissulega vera glaður með sigurinn en spilamennskan hafi ekki verið fullkomin í kvöld. „Ég er auðvitað mjög glaður að ná sigrinum og við eigum að vera það. Áttum ágætis spretti inn á milli í fyrri hálfleik en duttum þessa á milli hressilega niður fannst mér og gerðum okkur erfitt fyrir. Tindastóls liðið er gott með mjög góðan leikmann sem erfitt er að eiga við. Þannig að við grófum okkur í smá holu og Tindastólsstúlkur náðu einhverri 10 til 13 stiga forystu. Að koma til baka í seinni hálfleik úr því er bara mjög gott og jákvætt. Á sama tíma og við eigum að vera ánægðar með að vinna leik og koma til baka þá gerum við okkur líka grein fyrir því að við þurfum að halda áfram að þroskast, læra og verða aðeins skarpari í ákvörðunartöku inn á vellinum. Mér finnst það vera að koma hægt og rólega. Þetta var samt alvöru leikur,“ sagði Friðrik Ingi. Tindastóll spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og voru í rauninni töluvert betri aðilinn. Keflvíkingar mættu þó mun beittari og ákveðnari og tókst að jafn mjög fljótlega í seinni hálfleik. Spurður að því hvað hann hafi sagt við sínar konur í hálfleik svarar Friðrik eftirfarandi. „Það voru engin læti eða flugeldasýning í hálfleik heldur einfaldlega þurftum við bara að gera okkur grein fyrir ýmsu í þessu. Fyrst og fremst þurftum við bara að hafa gaman og þora að vera til. Við skerptum aðeins á ákvarðanatöku og fengum aðeins betri færslu í vörnina, okkur tókst að fá aðstoð frá næsta manni. Í sókninni tókst okkur svo ágætlega að láta boltann fljóta meira og betur í sókninni. Ég er ánægður með karakterinn og vinnsluna í liðinu. Það komu þarna einhverjir gluggar þar sem þetta opnaðist og við vorum dugleg á þeim augnablikum að nýta okkur það. Eftir að við fundum lyktina þá fórum við bara alla leið með þetta og náðum að klára sigurinn sem er auðvitað mjög gott,“ sagði Friðrik. Lokamínúta leiksins var æsispennandi. Jasmine Dickey kom Keflavík þremur stigum yfir þegar fjórar sekúndur voru til leiks. Einhverjir samskiptaörðugleikar hafa verið á ritaraborðinu hafa verið Tindastóll brunaði allavegana í sókn áður en flautan gall og leikhléið kom. Að lokum fékk Tindastóll leikhléið en tíminn virtist hreinlega vera búinn. Bæði lið því ósátt en hvernig leit þetta við Friðriki? „Þetta snerist um það hvort að Tindastóll hafði verið búið að biðja um leikhlé þegar leikmaðurinn minn skoraði úr vítinu. Niðurstaðan var sú að það hafi ekki verið og þá fer einhver tími af klukkunni. Á einhverjum tímapunkti þurfti samt að endurstilla þetta allt saman og þannig fékk hann í raun leikhléið á meðan dómararnir voru að ráða ráðum sínum en í staðinn var tíminn minni. Við auðvitað ætluðum bara að passa þriggja stiga línuna og það var svo sem ekkert hundrað í hættunni þó svo að Tindastóll hafi sætt sig við að taka sniðskot á loka sekúndunni því munurinn var þrjú stig,“ sagði Friðrik. Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira
„Ég er auðvitað mjög glaður að ná sigrinum og við eigum að vera það. Áttum ágætis spretti inn á milli í fyrri hálfleik en duttum þessa á milli hressilega niður fannst mér og gerðum okkur erfitt fyrir. Tindastóls liðið er gott með mjög góðan leikmann sem erfitt er að eiga við. Þannig að við grófum okkur í smá holu og Tindastólsstúlkur náðu einhverri 10 til 13 stiga forystu. Að koma til baka í seinni hálfleik úr því er bara mjög gott og jákvætt. Á sama tíma og við eigum að vera ánægðar með að vinna leik og koma til baka þá gerum við okkur líka grein fyrir því að við þurfum að halda áfram að þroskast, læra og verða aðeins skarpari í ákvörðunartöku inn á vellinum. Mér finnst það vera að koma hægt og rólega. Þetta var samt alvöru leikur,“ sagði Friðrik Ingi. Tindastóll spilaði mjög vel í fyrri hálfleik og voru í rauninni töluvert betri aðilinn. Keflvíkingar mættu þó mun beittari og ákveðnari og tókst að jafn mjög fljótlega í seinni hálfleik. Spurður að því hvað hann hafi sagt við sínar konur í hálfleik svarar Friðrik eftirfarandi. „Það voru engin læti eða flugeldasýning í hálfleik heldur einfaldlega þurftum við bara að gera okkur grein fyrir ýmsu í þessu. Fyrst og fremst þurftum við bara að hafa gaman og þora að vera til. Við skerptum aðeins á ákvarðanatöku og fengum aðeins betri færslu í vörnina, okkur tókst að fá aðstoð frá næsta manni. Í sókninni tókst okkur svo ágætlega að láta boltann fljóta meira og betur í sókninni. Ég er ánægður með karakterinn og vinnsluna í liðinu. Það komu þarna einhverjir gluggar þar sem þetta opnaðist og við vorum dugleg á þeim augnablikum að nýta okkur það. Eftir að við fundum lyktina þá fórum við bara alla leið með þetta og náðum að klára sigurinn sem er auðvitað mjög gott,“ sagði Friðrik. Lokamínúta leiksins var æsispennandi. Jasmine Dickey kom Keflavík þremur stigum yfir þegar fjórar sekúndur voru til leiks. Einhverjir samskiptaörðugleikar hafa verið á ritaraborðinu hafa verið Tindastóll brunaði allavegana í sókn áður en flautan gall og leikhléið kom. Að lokum fékk Tindastóll leikhléið en tíminn virtist hreinlega vera búinn. Bæði lið því ósátt en hvernig leit þetta við Friðriki? „Þetta snerist um það hvort að Tindastóll hafði verið búið að biðja um leikhlé þegar leikmaðurinn minn skoraði úr vítinu. Niðurstaðan var sú að það hafi ekki verið og þá fer einhver tími af klukkunni. Á einhverjum tímapunkti þurfti samt að endurstilla þetta allt saman og þannig fékk hann í raun leikhléið á meðan dómararnir voru að ráða ráðum sínum en í staðinn var tíminn minni. Við auðvitað ætluðum bara að passa þriggja stiga línuna og það var svo sem ekkert hundrað í hættunni þó svo að Tindastóll hafi sætt sig við að taka sniðskot á loka sekúndunni því munurinn var þrjú stig,“ sagði Friðrik.
Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira