Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 21. nóvember 2024 08:46 Ég hef komist að því að þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru haldnir loftslagskvíða og pestin hafi herjað á þá um skeið. Í stað þess að leita sér lækninga hafa þeir hunsað einkennin. Annað og öllu verra er að sumir þeirra beinlínis segja ósatt í ræðu, greinum og viðtölum. Loftslagssamningur Sameinuðu Þjóðanna var undirritaður 2015 með þátttöku Íslands en ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks taldi pólitískt skynsamlegt að taka þátt á þeim tíma. Var tekin ákvörðun af ríkisstjórn um að stefna að sömu markmiðum og Evrópusambandið og Noregur þ.e. að ná 40% samdrætti í losun árið 2030 m.v. útblástur árið 1990. Í aðdraganda Parísarfundarinns birti Evrópusambandið afstöðu sína til samningsins þar sem m.a. segir í lið 10, þar sem fjallað er um tillögur ESB til samningsins, að hann skuli innihalda sanngjarnar, metnaðarfullar og mælanlegar skuldbindingar. “10….contain fair, ambitious and quantifiable mitigation commitments by all Parties, consistent with the UNFCCC's principles applied in light of different national circumstances and evolving economic realities and capabilitie”. ( https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2015/09/18/counclusions-un-climate-change-conference-paris-2015 ) ESB fagnaði því svo að það væri markmið Íslands og Noregs að fara í samflot með ESB. “ 17. CONFIRMS that the EU and its Member States intend to fulfil their commitments jointly under the Paris Agreement; WELCOMES Norway's and Iceland's intention to participate in this joint fulfilment” ( https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2015/09/18/counclusions-un-climate-change-conference-paris-2015 ) Í september 2016 mælti þáverandi utanríkisráðherra fyrir tillögu til þingsályktunar um fullgildingu Parísarsamningsins og sjá má í ræðum þingmanna um málið að öll vinnan sé eftir og reyndar þykir sumum að það að stefna að þessum 40% sé ekki nóg. Í þingsályktuninni segir m.a. “[jafnframt] kemur fram að eftir sé að semja við ESB og mögulega önnur ríki um hver skuldbinding Íslands verði innan slíks samkomulags. Ísland muni tryggja að 40% takmarkinu verði náð með því að: 1) halda áfram þátttöku í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og 2) ákvarða losunarmarkmið utan viðskiptakerfisins með því að beita sömu aðferðafræði og ríki ESB. Einnig kemur fram að komi til þess að samkomulag náist ekki við ESB muni Ísland ákvarða framlag með öðrum hætti. Það voru því ráðherrar Bjartrar Framtíðar (Ríkisstjórnin 2017), Vinstri Grænna, og Sjálfstæðisflokksins sem bera ábyrgð á því að semja um framlag Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig verið við samningaborðið þann tíma sem samningaviðræður um hlut Íslands fóru fram. Allt skynsamt fólk sem ekki kýs að hagræða sannleikanum sér að 2015 var eingöngu stefnt að því að ná 40% samdrætti. Restin er því á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og fylgifiska hans. Höfundur skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég hef komist að því að þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru haldnir loftslagskvíða og pestin hafi herjað á þá um skeið. Í stað þess að leita sér lækninga hafa þeir hunsað einkennin. Annað og öllu verra er að sumir þeirra beinlínis segja ósatt í ræðu, greinum og viðtölum. Loftslagssamningur Sameinuðu Þjóðanna var undirritaður 2015 með þátttöku Íslands en ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks taldi pólitískt skynsamlegt að taka þátt á þeim tíma. Var tekin ákvörðun af ríkisstjórn um að stefna að sömu markmiðum og Evrópusambandið og Noregur þ.e. að ná 40% samdrætti í losun árið 2030 m.v. útblástur árið 1990. Í aðdraganda Parísarfundarinns birti Evrópusambandið afstöðu sína til samningsins þar sem m.a. segir í lið 10, þar sem fjallað er um tillögur ESB til samningsins, að hann skuli innihalda sanngjarnar, metnaðarfullar og mælanlegar skuldbindingar. “10….contain fair, ambitious and quantifiable mitigation commitments by all Parties, consistent with the UNFCCC's principles applied in light of different national circumstances and evolving economic realities and capabilitie”. ( https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2015/09/18/counclusions-un-climate-change-conference-paris-2015 ) ESB fagnaði því svo að það væri markmið Íslands og Noregs að fara í samflot með ESB. “ 17. CONFIRMS that the EU and its Member States intend to fulfil their commitments jointly under the Paris Agreement; WELCOMES Norway's and Iceland's intention to participate in this joint fulfilment” ( https://www.consilium.europa.eu/en/press/press-releases/2015/09/18/counclusions-un-climate-change-conference-paris-2015 ) Í september 2016 mælti þáverandi utanríkisráðherra fyrir tillögu til þingsályktunar um fullgildingu Parísarsamningsins og sjá má í ræðum þingmanna um málið að öll vinnan sé eftir og reyndar þykir sumum að það að stefna að þessum 40% sé ekki nóg. Í þingsályktuninni segir m.a. “[jafnframt] kemur fram að eftir sé að semja við ESB og mögulega önnur ríki um hver skuldbinding Íslands verði innan slíks samkomulags. Ísland muni tryggja að 40% takmarkinu verði náð með því að: 1) halda áfram þátttöku í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir og 2) ákvarða losunarmarkmið utan viðskiptakerfisins með því að beita sömu aðferðafræði og ríki ESB. Einnig kemur fram að komi til þess að samkomulag náist ekki við ESB muni Ísland ákvarða framlag með öðrum hætti. Það voru því ráðherrar Bjartrar Framtíðar (Ríkisstjórnin 2017), Vinstri Grænna, og Sjálfstæðisflokksins sem bera ábyrgð á því að semja um framlag Íslands. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig verið við samningaborðið þann tíma sem samningaviðræður um hlut Íslands fóru fram. Allt skynsamt fólk sem ekki kýs að hagræða sannleikanum sér að 2015 var eingöngu stefnt að því að ná 40% samdrætti. Restin er því á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og fylgifiska hans. Höfundur skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar