„Mér finnst við alveg skítlúkka“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. nóvember 2024 15:45 Þórey Rósa er klár í slaginn fyrir komandi Evrópumót. EPA-EFE/Beate Oma „Ég er mjög spennt að fara af stað, komast út og byrja þetta,“ segir Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins sem er á leið á EM. Landsliðið hélt til Sviss í dag og mætir þar heimakonum í tveimur leikjum á föstudag og sunnudag. Þaðan verður farið til Austurríkis þar sem íslenska liðið spilar sinn fyrsta leik á EM við Holland á föstudaginn í næstu viku. Þórey segir stórmótið hafa verið ofarlega í huga um nokkra mánaða skeið. „Alveg klárlega í sumar líka þegar maður var að drífa sig út að hlaupa og lyfta og allt þetta. Þetta er alveg búin að vera gulrótin manns og vonandi uppsker maður eins og er búið að reyna að sá,“ segir Þórey Rósa. Klippa: „Þetta er síðasta kvöldmáltíðin“ Stórmótum fylgir þá meiri spenna en hinu almenna landsliðsverkefni. „Það er meira umstang í kringum þetta. Aðeins meiri tilhlökkun, aðeins meiri skipulagning, fleiri viðtöl og myndatökur. Svo eru nýir búningar, þetta er allt saman voðalega spennandi,“ segir Þórey Rósa sem er ánægð með nýju Adidas-búningana: „Mér finnst við alveg skítlúkka.“ Það vakti þá athygli blaðamanns hvað Framkonurnar Þórey og Steinunn Björnsdóttir voru ánægðar að koma inn í Safamýrina þar sem æfing landsliðsins fór fram í gær. Þær unnu ófáa titlana í húsinu sem er nú komið í umsjá Víkings. Þóreyju þykir sérlega gott að hafa lokið undirbúningi fyrir brottför á gamla heimavellinum. „Þetta er síðasta kvöldmáltíðin áður en við förum, hún er hér.“ Gengið verður til Alþingiskosninga 30. nóvember en þá verður landsliðið úti á EM. Þórey náði að kjósa áður en haldið var út. „Ég var að koma úr Holtagörðunum. Við vorum einmitt að hvetja allar til að drífa í því áður en við förum. Svo verður bara kosningavaka í herbergi 212.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Landsliðið hélt til Sviss í dag og mætir þar heimakonum í tveimur leikjum á föstudag og sunnudag. Þaðan verður farið til Austurríkis þar sem íslenska liðið spilar sinn fyrsta leik á EM við Holland á föstudaginn í næstu viku. Þórey segir stórmótið hafa verið ofarlega í huga um nokkra mánaða skeið. „Alveg klárlega í sumar líka þegar maður var að drífa sig út að hlaupa og lyfta og allt þetta. Þetta er alveg búin að vera gulrótin manns og vonandi uppsker maður eins og er búið að reyna að sá,“ segir Þórey Rósa. Klippa: „Þetta er síðasta kvöldmáltíðin“ Stórmótum fylgir þá meiri spenna en hinu almenna landsliðsverkefni. „Það er meira umstang í kringum þetta. Aðeins meiri tilhlökkun, aðeins meiri skipulagning, fleiri viðtöl og myndatökur. Svo eru nýir búningar, þetta er allt saman voðalega spennandi,“ segir Þórey Rósa sem er ánægð með nýju Adidas-búningana: „Mér finnst við alveg skítlúkka.“ Það vakti þá athygli blaðamanns hvað Framkonurnar Þórey og Steinunn Björnsdóttir voru ánægðar að koma inn í Safamýrina þar sem æfing landsliðsins fór fram í gær. Þær unnu ófáa titlana í húsinu sem er nú komið í umsjá Víkings. Þóreyju þykir sérlega gott að hafa lokið undirbúningi fyrir brottför á gamla heimavellinum. „Þetta er síðasta kvöldmáltíðin áður en við förum, hún er hér.“ Gengið verður til Alþingiskosninga 30. nóvember en þá verður landsliðið úti á EM. Þórey náði að kjósa áður en haldið var út. „Ég var að koma úr Holtagörðunum. Við vorum einmitt að hvetja allar til að drífa í því áður en við förum. Svo verður bara kosningavaka í herbergi 212.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira