Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar 21. nóvember 2024 15:30 Í mars síðastliðnum tóku gildi ný lög í Noregi sem felldu úr gildi lagaheimild til að veita dvalarleyfi á grundvelli vistráðningarsambands (í daglegu tali nefnt au pair). Afnám heimildarinnar var eitt af markmiðum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Verkamannaflokksins og Miðflokksins frá 2021 um það hvernig unnið skyldi gegn félagslegum undirboðum (e. social dumping) og glæpum á norskum vinnumarkaði. Árin á undan höfðu nokkur dómsmál skekið norskt samfélag, þar sem au pair stúlkur, einkum frá Filippseyjum, höfðu verið misnotaðar af vistráðningarforeldrum ásamt því að einstaka aðilar höfðu notað vistráðningarformið til að stunda félagsleg undirboð. Þeir hafi á grundvelli vistráðningarformsins nýtt sér ódýrt vinnuafl utan EES-svæðisins til að sinna ýmsum þjónustustörfum við bágar aðstæður. Í Danmörku hefur umræða um afnám úrræðisins verið í gangi hin síðari ár, ekki síst í kjölfar mála vegna misnotkunar á au pair úrræðinu sem komið hafa til kasta dómstóla. Þveröfuga sögu er að segja af þróun mála hér heima. Með breytingu á útlendingalögum árið 2023 var hámarkstími vistráðninga lengdur úr einu ári í tvö ár, en heimild til vistráðninga er að finna í 68. gr laga um útlendinga (80/2016). Í frumvarpi til laganna kom fram að skilgreiningin á vistráðningu styðjist við samning Evrópuráðsins um au pair ráðningar, hvar þær eru skilgreindar sem „tímabundin móttaka fjölskyldna, í skiptum fyrir ákveðna þjónustu, á ungum, erlendum einstaklingum sem koma til þess að auka tungumálakunnáttu sína og jafnvel faglega þekkingu, jafnframt því að víkka menningarlegan sjóndeildarhring sinn með því að öðlast meiri þekkingu á landi því sem þeir koma til”.Markmið laganna er því að gera ungu fólki kleift að upplifa nýjan menningarheim, meðal annars í gegnum tungumálanám eða annars konar faglega menntun. En nást þessi markmið með úrræðinu? Erum við viss um að úrræðið sé ekki misnotað hér á landi og höfum við yfirsýn yfir hagi vistráðningarfólks hér á landi? Um vistráðningar á Íslandi Á ári hverju koma yfir 100 einstaklingar til landsins á svokölluðu au pair dvalarleyfi. Til samanburðar höfðu 83 fengið dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar í lok október á þessu ári. Einungis ríkisborgarar utan EES-svæðisins þurfa dvalarleyfi til að vistráða sig á Íslandi, og því má gera ráð fyrir að fjöldi au pair sem hingað koma á ári hverju sé töluvert hærri en áðurnefnd tala bendir til. Hámarks vinnuframlag þeirra á að vera 30 stundir á viku, og fá vistráðnir vasapening upp á að minnsta kosti 60 þúsund krónur á mánuði auk frís fæðis og húsnæðis. Í því samhengi má nefna að lágmarksupphæð vasapeninga norsku laganna nam ríflega 83 þúsundum króna, en að auki skyldu vistforeldrar borga um 130 þúsund íslenskar krónur á ári fyrir norskukennslu au pair fólks. Slíkir námsstyrkir eru ekki í boði fyrir au pair á Íslandi. Markmiðið með vistráðningu er að a) ungt fólk geti menntað sig og b) kynnst nýrri menningu. Besta leiðin til að kynnast nýrri menningu er að læra tungumálið. Í úttekt OECD um stöðu innflytjenda á Íslandi sem undirritaður vann, kemur fram að tungumálafærni meðal innflytjenda er sú lægsta innan ríkja OECD. Hvatar þurfi að vera til staðar, til dæmis fjárhagslegir, en au pair mega ekki starfa á íslenskum vinnumarkaði og kostnaður við einn íslenskuáfanga hjá símenntunarmiðstöð nemur um það bil tveimur þriðju af mánaðarlegum vasapeningum vistráðinna. Þau eru því ekki að sækja tungumálanámskeið á eigin kostnað. Vistráðnir standa einnig utan stéttarfélaga og eiga því ekki rétt á endurgreiðslu fyrir námskeið. Í ljósi þessa verður að teljast hæpið að markmið laganna um menningartengsl og menntun náist alla jafna. Er úrræðið misnotað hér á landi? Eins og kemur fram í áðurnefndri úttekt OECD eru gögn um hagi innflytjenda af skornum skammti á Íslandi. Spurningakannanir Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, hafa notið þeirrar sérstöðu að ná vel til innflytjenda, en þær ná bara til félagsfólks í stéttarfélögum. Þar sem au pair á Íslandi standa utan stéttarfélaga er þetta því hópur sem við vitum einstaklega lítið um. Í ljósi dómsmála og reynslusagna fólks frá hinum Norðurlöndunum er það áhyggjuefni. Margir einstaklingar á Íslandi hafa deilt góðri reynslu sinni af au pair fyrirkomulaginu. Fyrir barnafjölskyldur getur það skipt sköpum að fá liðsauka við heimilisverkin í skiptum fyrir fæði, húsnæði og vasapening, og í mörgum tilfellum er um að ræða heilbrigða viðskiptahætti. Því miður á það þó ekki alltaf við. Dæmi eru um að ungar filippseyskar konur á au pair dvalarleyfum búi hér við slæmar aðstæður. Í úrskurði Kærunefndar útlendingamála frá 2022 er slíkum aðstæðum lýst. Kæranda hafði verið lofað eigin herbergi en fékk í staðinn litla geymslu án hurðar, og vistfjölskyldan gengið inn og út í tíma og ótíma. Dagleg vinna kæranda hófst kl 08:00 og lauk kl. 20:00-20:30 þar sem hún sá um heimilisþrif, matargerð og gæslu barna. Henni var einnig ætlað að gæta barnanna á kvöldin og um helgar ef vistforeldrar voru fjarverandi. Kærandi hafi tjáð vistmóður að vinnuálagið væri of mikið, og hún tjáð henni til baka að henni væri velkomið að hætta að því gefnu að hún endurgreiddi allan kostnað vegna vistráðningarinnar. Helstu rök fyrir niðurfellingu löggjafarinnar í Noregi varða félagsleg undirboð, hvar ódýrt vinnuafl er fengið og réttindi þess virt að vettugi. Úrskurðurinn sem hér var reifaður ber þess merki að slíkt hafi gerst hér á landi. Frekari rök lúta að því mikla valdaójafnvægi sem myndast við vistráðningu, en aðspurður um slíkt mál mælti þáverandi staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar og núverandi formaður Kærunefndar útlendingamála árið 2021: „Þetta eru erfið mál því að valdaójafnvægið er mikið. Þessir einstaklingar búa á heimilum þeirra sem taka á móti þeim og eru algjörlega upp á þær fjölskyldur komnar.”Ætla má að einstaklingar sem búi við slíkt valdaójafnvægi leggi það síður á sig að leita til yfirvalda í slíkum aðstæðum. Engu að síður telja sérfræðingar Útlendingastofnunar að ábendingar um möguleg brot berist til stofnunarinnar annan hvern mánuð. Það skýtur einnig skökku við að fjármagn hafi ekki fylgt breytingum á lagaákvæðinu um aukið eftirlit með vistráðningum sem tóku gildi í júlí síðastliðnum. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur á Alþingi í febrúar síðastliðnum kemur fram að þeirri breytingu muni ekki fylgja sérstök fjármögnun og að Útlendingastofnun hafi „ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa undir þeim kostnaði sem mun hljótast af eftirlitinu.“ Færa má rök fyrir því að markmiðum lagaákvæðisins um vistráðningar sé ekki náð, en einnig að gögnum um og eftirliti með stöðu vistráðinna sé ábótavant. Hvort farin verði sú leið að bæta stöðu vistráðningarfólks, efla eftirfylgni með lögunum eða fella lagaheimildina um dvalarleyfi á grundvelli vistráðningar úr gildi er Alþingis að ákveða, en fullyrða má að óbreytt staða bjóði hættunni heim – ef hún er ekki til staðar nú þegar. Höfundur er sérfræðingur í málefnum innflytjenda. Heimildir ·Ríkisstjórn Noregs. Hurdalsplattformen. Sótt af https://www.regjeringen.no/no/dokumenter/hurdalsplattformen/id2877252/ ·Alþingi. Lög um útlendinga 2016 nr. 80 16. júní. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2016080.html ·OECD. Skills and Labour Market Integration of Immigrants and their Children in Iceland. Sótt af https://www.oecd.org/en/publications/skills-and-labour-market-integration-of-immigrants-and-their-children-in-iceland_96adc300-en.html ·Kærunefnd útlendingamála. Nr. 135/2022 Úrskurður. Sótt af https://www.stjornarradid.is/gogn/urskurdir-og-alit-/stakur-urskurdur/?newsid=a982a1ac-ae91-11ec-8147-005056bcf582&cname=K%C3%A6runefnd%20%C3%BAtlendingam%C3%A1la&cid=e219adbc-4214-11e7-941a-005056bc530c ·DV. Hörmulegar aðstæður au-pair stúlku á Íslandi – Sefur á mottu á gólfinu og þrælar á þremur heimilum. Sótt af https://www.dv.is/frettir/2021/05/22/hormulegar-adstaedur-au-pair-stulku-islandi-sefur-mottu-golfinu-og-thraelar-thremur-heimilum/ ·Alþingi. Eftirlit með vistráðningum. Sótt af https://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20240205T183745 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Noregur Vinnumarkaður Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í mars síðastliðnum tóku gildi ný lög í Noregi sem felldu úr gildi lagaheimild til að veita dvalarleyfi á grundvelli vistráðningarsambands (í daglegu tali nefnt au pair). Afnám heimildarinnar var eitt af markmiðum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Verkamannaflokksins og Miðflokksins frá 2021 um það hvernig unnið skyldi gegn félagslegum undirboðum (e. social dumping) og glæpum á norskum vinnumarkaði. Árin á undan höfðu nokkur dómsmál skekið norskt samfélag, þar sem au pair stúlkur, einkum frá Filippseyjum, höfðu verið misnotaðar af vistráðningarforeldrum ásamt því að einstaka aðilar höfðu notað vistráðningarformið til að stunda félagsleg undirboð. Þeir hafi á grundvelli vistráðningarformsins nýtt sér ódýrt vinnuafl utan EES-svæðisins til að sinna ýmsum þjónustustörfum við bágar aðstæður. Í Danmörku hefur umræða um afnám úrræðisins verið í gangi hin síðari ár, ekki síst í kjölfar mála vegna misnotkunar á au pair úrræðinu sem komið hafa til kasta dómstóla. Þveröfuga sögu er að segja af þróun mála hér heima. Með breytingu á útlendingalögum árið 2023 var hámarkstími vistráðninga lengdur úr einu ári í tvö ár, en heimild til vistráðninga er að finna í 68. gr laga um útlendinga (80/2016). Í frumvarpi til laganna kom fram að skilgreiningin á vistráðningu styðjist við samning Evrópuráðsins um au pair ráðningar, hvar þær eru skilgreindar sem „tímabundin móttaka fjölskyldna, í skiptum fyrir ákveðna þjónustu, á ungum, erlendum einstaklingum sem koma til þess að auka tungumálakunnáttu sína og jafnvel faglega þekkingu, jafnframt því að víkka menningarlegan sjóndeildarhring sinn með því að öðlast meiri þekkingu á landi því sem þeir koma til”.Markmið laganna er því að gera ungu fólki kleift að upplifa nýjan menningarheim, meðal annars í gegnum tungumálanám eða annars konar faglega menntun. En nást þessi markmið með úrræðinu? Erum við viss um að úrræðið sé ekki misnotað hér á landi og höfum við yfirsýn yfir hagi vistráðningarfólks hér á landi? Um vistráðningar á Íslandi Á ári hverju koma yfir 100 einstaklingar til landsins á svokölluðu au pair dvalarleyfi. Til samanburðar höfðu 83 fengið dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar í lok október á þessu ári. Einungis ríkisborgarar utan EES-svæðisins þurfa dvalarleyfi til að vistráða sig á Íslandi, og því má gera ráð fyrir að fjöldi au pair sem hingað koma á ári hverju sé töluvert hærri en áðurnefnd tala bendir til. Hámarks vinnuframlag þeirra á að vera 30 stundir á viku, og fá vistráðnir vasapening upp á að minnsta kosti 60 þúsund krónur á mánuði auk frís fæðis og húsnæðis. Í því samhengi má nefna að lágmarksupphæð vasapeninga norsku laganna nam ríflega 83 þúsundum króna, en að auki skyldu vistforeldrar borga um 130 þúsund íslenskar krónur á ári fyrir norskukennslu au pair fólks. Slíkir námsstyrkir eru ekki í boði fyrir au pair á Íslandi. Markmiðið með vistráðningu er að a) ungt fólk geti menntað sig og b) kynnst nýrri menningu. Besta leiðin til að kynnast nýrri menningu er að læra tungumálið. Í úttekt OECD um stöðu innflytjenda á Íslandi sem undirritaður vann, kemur fram að tungumálafærni meðal innflytjenda er sú lægsta innan ríkja OECD. Hvatar þurfi að vera til staðar, til dæmis fjárhagslegir, en au pair mega ekki starfa á íslenskum vinnumarkaði og kostnaður við einn íslenskuáfanga hjá símenntunarmiðstöð nemur um það bil tveimur þriðju af mánaðarlegum vasapeningum vistráðinna. Þau eru því ekki að sækja tungumálanámskeið á eigin kostnað. Vistráðnir standa einnig utan stéttarfélaga og eiga því ekki rétt á endurgreiðslu fyrir námskeið. Í ljósi þessa verður að teljast hæpið að markmið laganna um menningartengsl og menntun náist alla jafna. Er úrræðið misnotað hér á landi? Eins og kemur fram í áðurnefndri úttekt OECD eru gögn um hagi innflytjenda af skornum skammti á Íslandi. Spurningakannanir Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, hafa notið þeirrar sérstöðu að ná vel til innflytjenda, en þær ná bara til félagsfólks í stéttarfélögum. Þar sem au pair á Íslandi standa utan stéttarfélaga er þetta því hópur sem við vitum einstaklega lítið um. Í ljósi dómsmála og reynslusagna fólks frá hinum Norðurlöndunum er það áhyggjuefni. Margir einstaklingar á Íslandi hafa deilt góðri reynslu sinni af au pair fyrirkomulaginu. Fyrir barnafjölskyldur getur það skipt sköpum að fá liðsauka við heimilisverkin í skiptum fyrir fæði, húsnæði og vasapening, og í mörgum tilfellum er um að ræða heilbrigða viðskiptahætti. Því miður á það þó ekki alltaf við. Dæmi eru um að ungar filippseyskar konur á au pair dvalarleyfum búi hér við slæmar aðstæður. Í úrskurði Kærunefndar útlendingamála frá 2022 er slíkum aðstæðum lýst. Kæranda hafði verið lofað eigin herbergi en fékk í staðinn litla geymslu án hurðar, og vistfjölskyldan gengið inn og út í tíma og ótíma. Dagleg vinna kæranda hófst kl 08:00 og lauk kl. 20:00-20:30 þar sem hún sá um heimilisþrif, matargerð og gæslu barna. Henni var einnig ætlað að gæta barnanna á kvöldin og um helgar ef vistforeldrar voru fjarverandi. Kærandi hafi tjáð vistmóður að vinnuálagið væri of mikið, og hún tjáð henni til baka að henni væri velkomið að hætta að því gefnu að hún endurgreiddi allan kostnað vegna vistráðningarinnar. Helstu rök fyrir niðurfellingu löggjafarinnar í Noregi varða félagsleg undirboð, hvar ódýrt vinnuafl er fengið og réttindi þess virt að vettugi. Úrskurðurinn sem hér var reifaður ber þess merki að slíkt hafi gerst hér á landi. Frekari rök lúta að því mikla valdaójafnvægi sem myndast við vistráðningu, en aðspurður um slíkt mál mælti þáverandi staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar og núverandi formaður Kærunefndar útlendingamála árið 2021: „Þetta eru erfið mál því að valdaójafnvægið er mikið. Þessir einstaklingar búa á heimilum þeirra sem taka á móti þeim og eru algjörlega upp á þær fjölskyldur komnar.”Ætla má að einstaklingar sem búi við slíkt valdaójafnvægi leggi það síður á sig að leita til yfirvalda í slíkum aðstæðum. Engu að síður telja sérfræðingar Útlendingastofnunar að ábendingar um möguleg brot berist til stofnunarinnar annan hvern mánuð. Það skýtur einnig skökku við að fjármagn hafi ekki fylgt breytingum á lagaákvæðinu um aukið eftirlit með vistráðningum sem tóku gildi í júlí síðastliðnum. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur á Alþingi í febrúar síðastliðnum kemur fram að þeirri breytingu muni ekki fylgja sérstök fjármögnun og að Útlendingastofnun hafi „ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa undir þeim kostnaði sem mun hljótast af eftirlitinu.“ Færa má rök fyrir því að markmiðum lagaákvæðisins um vistráðningar sé ekki náð, en einnig að gögnum um og eftirliti með stöðu vistráðinna sé ábótavant. Hvort farin verði sú leið að bæta stöðu vistráðningarfólks, efla eftirfylgni með lögunum eða fella lagaheimildina um dvalarleyfi á grundvelli vistráðningar úr gildi er Alþingis að ákveða, en fullyrða má að óbreytt staða bjóði hættunni heim – ef hún er ekki til staðar nú þegar. Höfundur er sérfræðingur í málefnum innflytjenda. Heimildir ·Ríkisstjórn Noregs. Hurdalsplattformen. Sótt af https://www.regjeringen.no/no/dokumenter/hurdalsplattformen/id2877252/ ·Alþingi. Lög um útlendinga 2016 nr. 80 16. júní. Sótt af https://www.althingi.is/lagas/nuna/2016080.html ·OECD. Skills and Labour Market Integration of Immigrants and their Children in Iceland. Sótt af https://www.oecd.org/en/publications/skills-and-labour-market-integration-of-immigrants-and-their-children-in-iceland_96adc300-en.html ·Kærunefnd útlendingamála. Nr. 135/2022 Úrskurður. Sótt af https://www.stjornarradid.is/gogn/urskurdir-og-alit-/stakur-urskurdur/?newsid=a982a1ac-ae91-11ec-8147-005056bcf582&cname=K%C3%A6runefnd%20%C3%BAtlendingam%C3%A1la&cid=e219adbc-4214-11e7-941a-005056bc530c ·DV. Hörmulegar aðstæður au-pair stúlku á Íslandi – Sefur á mottu á gólfinu og þrælar á þremur heimilum. Sótt af https://www.dv.is/frettir/2021/05/22/hormulegar-adstaedur-au-pair-stulku-islandi-sefur-mottu-golfinu-og-thraelar-thremur-heimilum/ ·Alþingi. Eftirlit með vistráðningum. Sótt af https://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20240205T183745
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar