Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2024 15:06 Rauði stórrisinn WOH G64 er umlukinn egglaga hýði sem er talinn vera gas og ryk úr ytri lögum hans sem stjarnan varpar frá sér þegar hún nálgast það að springa. ESO/K. Ohnaka et al. Stjörnufræðingum hefur í fyrsta sinn tekist að ná nærmynd af stjörnu fyrir utan Vetrarbrautina okkar. Stjarnan er í um 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er á leiðinni að verða að sprengistjörnu. WOH G64 í Stóra Magellanskýinu hefur verið þekkt lengi. Hún er skilgreind sem rauður stórrisi og er um tvö þúsund sinnum stærri en sólin okkar. Stjarnan hefur af þessum sökum verið nefnd „ferlíkið“ af stjörnufræðingum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Þótt tugir stjarna í Vetrarbrautinni hafi áður verið rannsakaðar í nærmynd hefur vísindamönnum reynst erfitt að gerast svo nærgöngulir við fjarlægari stjörnur utan hennar. Það tókst hópi stjörnufræðinga þökk sé nýlegu mælitæki á VLT-sjónauka ESO í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þegar stjörnufræðingarnir þysjuðu inn á WOH G64 blasti við þeim egglaga hýði utan um stjörnuna sem þeir telja að sé myndað úr gasi og ryki sem stjarnan gefur frá sér í dauðateygjum sínum. Stórrisar eins og WOH G64 varpa frá sér ytri lögum sínum þegar þær nálgast endalok sín. Talið er að stjarnan sé á síðustu stigunum áður en hún verður að sprengistjörnu. Sólstjörnur sem eru átta til tíu sinnum massameiri en stjarnan enda daga sína sem sprengistjörnur. „Þessi stjarna er ein sú öfgafyllsta sinnar tegundar og róttækar breytingar á henni gætu fært hann nær því að springa,“ segir Jacco van Loon frá Keele-háskóla Á Englandi sem hefur fylgst með ferlíkinu frá því á tíunda áratug síðustu aldar. Lögunin kom stjörnufræðingunum á óvart þar sem fyrri athuganir og tölvulíkön höfðu gefið þeim aðra mynd af þessu stigi í lífi stjarna af þessu tagi. Vísindamennirnir telja að sporöskjulaga hjúpurinn utan um stjörnuna skýrist annað hvort af efninu sem hún gefur frá sér eða þyngdaráhrifum fylgistjörnu sem þeir hafa ekki enn komið auga á. Dofnar eftir því sem á líður Athuganirnar leiddu einnig í ljós að WOH G64 hefur orðið daufari undanfarin tíu ár. Tilgáta vísindamannanna er að efnishjúpurinn í kringum hana skyggi á hana. Þetta þýðir að áframhaldandi rannsóknir á henni verða erfiðari eftir því sem tíminn líður. Teymið sem stóð að rannsókninni ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fyrir það og stefnir á að fylgjast áfram með stjörnunni dauðadæmdu. „Sambærilegar framhaldsrannsóknir með ESO-mælitækjum eru mikilvægar til þess að skilja hvað gengur á í stjörnunni,“ segir Keiichi Ohnaka, stjarneðlisfrðingur við Andrés Bello-háskóla í Síle sem stýrði rannsókninni. Geimurinn Vísindi Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Sjá meira
WOH G64 í Stóra Magellanskýinu hefur verið þekkt lengi. Hún er skilgreind sem rauður stórrisi og er um tvö þúsund sinnum stærri en sólin okkar. Stjarnan hefur af þessum sökum verið nefnd „ferlíkið“ af stjörnufræðingum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Þótt tugir stjarna í Vetrarbrautinni hafi áður verið rannsakaðar í nærmynd hefur vísindamönnum reynst erfitt að gerast svo nærgöngulir við fjarlægari stjörnur utan hennar. Það tókst hópi stjörnufræðinga þökk sé nýlegu mælitæki á VLT-sjónauka ESO í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Þegar stjörnufræðingarnir þysjuðu inn á WOH G64 blasti við þeim egglaga hýði utan um stjörnuna sem þeir telja að sé myndað úr gasi og ryki sem stjarnan gefur frá sér í dauðateygjum sínum. Stórrisar eins og WOH G64 varpa frá sér ytri lögum sínum þegar þær nálgast endalok sín. Talið er að stjarnan sé á síðustu stigunum áður en hún verður að sprengistjörnu. Sólstjörnur sem eru átta til tíu sinnum massameiri en stjarnan enda daga sína sem sprengistjörnur. „Þessi stjarna er ein sú öfgafyllsta sinnar tegundar og róttækar breytingar á henni gætu fært hann nær því að springa,“ segir Jacco van Loon frá Keele-háskóla Á Englandi sem hefur fylgst með ferlíkinu frá því á tíunda áratug síðustu aldar. Lögunin kom stjörnufræðingunum á óvart þar sem fyrri athuganir og tölvulíkön höfðu gefið þeim aðra mynd af þessu stigi í lífi stjarna af þessu tagi. Vísindamennirnir telja að sporöskjulaga hjúpurinn utan um stjörnuna skýrist annað hvort af efninu sem hún gefur frá sér eða þyngdaráhrifum fylgistjörnu sem þeir hafa ekki enn komið auga á. Dofnar eftir því sem á líður Athuganirnar leiddu einnig í ljós að WOH G64 hefur orðið daufari undanfarin tíu ár. Tilgáta vísindamannanna er að efnishjúpurinn í kringum hana skyggi á hana. Þetta þýðir að áframhaldandi rannsóknir á henni verða erfiðari eftir því sem tíminn líður. Teymið sem stóð að rannsókninni ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fyrir það og stefnir á að fylgjast áfram með stjörnunni dauðadæmdu. „Sambærilegar framhaldsrannsóknir með ESO-mælitækjum eru mikilvægar til þess að skilja hvað gengur á í stjörnunni,“ segir Keiichi Ohnaka, stjarneðlisfrðingur við Andrés Bello-háskóla í Síle sem stýrði rannsókninni.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Sjá meira