Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar 21. nóvember 2024 16:02 Það ætti að vera augljóst öllum að hægri vængur íslenskra stjórnmála er hlynntur einkavæðingu í velferðarþjónustunni, í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og einnig í samgöngum. Þetta er í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum en það virðist vera orðin hefð hjá hægrinu að láta slíkt ekki hafa nein áhrif á stefnu sína, úrelt hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar er látin ráða hvað sem tautar og raular. Það sem hér er í raun undir er hvernig þjóðfélag við viljum sjá í framtíðinni. Þjóðfélag sem byggir á einstaklingshyggju þar sem hver fyrir sig otar sínum tota og sem líta á samferðafólk sitt í þjóðfélaginu sem keppinauta eða þjóðfélag sem byggir á samheldni og félagshyggju þar sem samtakamátturinn er virkjaður. Almennt má segja að vinstri flokkar leggja áherslu á aukin útgjöld til félagslegra verkefna, eins og að styrkja velferðarkerfin og minnka ójöfnuð, eru á móti einkavæðingu og vilja skattleggja hærri tekjur til að fjármagna slíkt. Í Svíþjóð hefur einkavæðing í heilbrigðisþjónustu og skólakerfi síðustu áratugi haft mjög neikvæðar afleiðingar, ekki minnst vegna aukinns ójafnaðar sem hún hefur valdið. Þegar þjónusta er rekin í hagnaðarskyni eykst hættan á að aðgengi að henni verði ójafnt, þar sem fjárhagsleg staða einstaklinga ræður meira um hvort þeir fái viðeigandi þjónustu eða ekki. Þetta kemur skýrt fram í heilbrigðiskerfinu, þar sem einkarekin fyrirtæki einblína á að veita þjónustu sem er arðbær, frekar en að mæta þörfum allra samfélagshópa. Þeir sem hafa minni fjárhagslega burði lenda því oft í bið eða fá lakari þjónustu en ella. Í skólakerfinu hefur einkavæðing einnig ýtt undir ójöfnuð. Samkeppni á milli einkaskóla og opinberra skóla hefur leitt til þess að fjármagnið dreifist ekki jafnt, og einkaskólar hafa hagnast á að velja nemendur sem eru líklegri til að ná góðum námsárangri. Þetta hefur valdið því að opinberir skólar sitji uppi með nemendur sem þurfa meiri stuðning en fá minna fjármagn til að mæta þeim þörfum. Afleiðingin er tvískipt skólakerfi þar sem sumir fá betri tækifæri en aðrir. Þá er einnig augljóst að einkavæðing leggur ofuráherslu á skilvirkni og hagnað, sem gengur á kostnað gæða. Í heilbrigðisþjónustu hefur þetta meðal annars leitt til styttri viðtala við sjúklinga og minna svigrúms til að veita einstaklingsmiðaða þjónustu. Í skólum hefur þetta þýtt að áhersla á stuttan kennslutíma eða ódýrari lausnir sem bitnar augljóslega á námsgæðum. Þessar neikvæðu afleiðingar einkavæðingar hafa vakið miklar umræður í Svíþjóð um jafnvægið milli einkaframtaks og samfélagslegra þarfa. Það sem upphaflega var hugsað til að bæta skilvirkni og fjölbreytni í þjónustu hefur leitt til vaxandi óánægju meðal þeirra sem telja að grunnþjónusta eigi að vera jafn aðgengileg fyrir alla. Því miður hafa Sósíaldemókratar, systurflokkur Samfylkingarinnar í Svíþjóð allt of oft farið í vegferð með hægri öflunum og tekið þátt í þessu einkavæðingar brjálæði. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn (báðir með Panamaprinsa í forystu) og Viðreisn (með kúlulánsdrottninguna fremst) virðast aðhyllast þessa þróun og tala fyrir svona lausnum sem svo augljóslega veikja samfélagið en auka möguleika fjármagnseigenda til fjárfestinga í því sem eru í raun okkar sameiginlegu þarfir, ómögulegar að velja burt. Náttúrulegur einkarekstur samfélagsins án hagnaðar verður að gróðakistu fjármagnseigenda og veldur ómetanlegum skaða almennings til langs tíma. Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur skýra vinstristefnu og er besta trygging sem völ er á í þessum kosningum fyrir því almannahagur sé í fyrirrúmi framar sérhagsmunum fjármagnseigenda. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck skrifar Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það ætti að vera augljóst öllum að hægri vængur íslenskra stjórnmála er hlynntur einkavæðingu í velferðarþjónustunni, í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og einnig í samgöngum. Þetta er í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum en það virðist vera orðin hefð hjá hægrinu að láta slíkt ekki hafa nein áhrif á stefnu sína, úrelt hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar er látin ráða hvað sem tautar og raular. Það sem hér er í raun undir er hvernig þjóðfélag við viljum sjá í framtíðinni. Þjóðfélag sem byggir á einstaklingshyggju þar sem hver fyrir sig otar sínum tota og sem líta á samferðafólk sitt í þjóðfélaginu sem keppinauta eða þjóðfélag sem byggir á samheldni og félagshyggju þar sem samtakamátturinn er virkjaður. Almennt má segja að vinstri flokkar leggja áherslu á aukin útgjöld til félagslegra verkefna, eins og að styrkja velferðarkerfin og minnka ójöfnuð, eru á móti einkavæðingu og vilja skattleggja hærri tekjur til að fjármagna slíkt. Í Svíþjóð hefur einkavæðing í heilbrigðisþjónustu og skólakerfi síðustu áratugi haft mjög neikvæðar afleiðingar, ekki minnst vegna aukinns ójafnaðar sem hún hefur valdið. Þegar þjónusta er rekin í hagnaðarskyni eykst hættan á að aðgengi að henni verði ójafnt, þar sem fjárhagsleg staða einstaklinga ræður meira um hvort þeir fái viðeigandi þjónustu eða ekki. Þetta kemur skýrt fram í heilbrigðiskerfinu, þar sem einkarekin fyrirtæki einblína á að veita þjónustu sem er arðbær, frekar en að mæta þörfum allra samfélagshópa. Þeir sem hafa minni fjárhagslega burði lenda því oft í bið eða fá lakari þjónustu en ella. Í skólakerfinu hefur einkavæðing einnig ýtt undir ójöfnuð. Samkeppni á milli einkaskóla og opinberra skóla hefur leitt til þess að fjármagnið dreifist ekki jafnt, og einkaskólar hafa hagnast á að velja nemendur sem eru líklegri til að ná góðum námsárangri. Þetta hefur valdið því að opinberir skólar sitji uppi með nemendur sem þurfa meiri stuðning en fá minna fjármagn til að mæta þeim þörfum. Afleiðingin er tvískipt skólakerfi þar sem sumir fá betri tækifæri en aðrir. Þá er einnig augljóst að einkavæðing leggur ofuráherslu á skilvirkni og hagnað, sem gengur á kostnað gæða. Í heilbrigðisþjónustu hefur þetta meðal annars leitt til styttri viðtala við sjúklinga og minna svigrúms til að veita einstaklingsmiðaða þjónustu. Í skólum hefur þetta þýtt að áhersla á stuttan kennslutíma eða ódýrari lausnir sem bitnar augljóslega á námsgæðum. Þessar neikvæðu afleiðingar einkavæðingar hafa vakið miklar umræður í Svíþjóð um jafnvægið milli einkaframtaks og samfélagslegra þarfa. Það sem upphaflega var hugsað til að bæta skilvirkni og fjölbreytni í þjónustu hefur leitt til vaxandi óánægju meðal þeirra sem telja að grunnþjónusta eigi að vera jafn aðgengileg fyrir alla. Því miður hafa Sósíaldemókratar, systurflokkur Samfylkingarinnar í Svíþjóð allt of oft farið í vegferð með hægri öflunum og tekið þátt í þessu einkavæðingar brjálæði. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn (báðir með Panamaprinsa í forystu) og Viðreisn (með kúlulánsdrottninguna fremst) virðast aðhyllast þessa þróun og tala fyrir svona lausnum sem svo augljóslega veikja samfélagið en auka möguleika fjármagnseigenda til fjárfestinga í því sem eru í raun okkar sameiginlegu þarfir, ómögulegar að velja burt. Náttúrulegur einkarekstur samfélagsins án hagnaðar verður að gróðakistu fjármagnseigenda og veldur ómetanlegum skaða almennings til langs tíma. Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur skýra vinstristefnu og er besta trygging sem völ er á í þessum kosningum fyrir því almannahagur sé í fyrirrúmi framar sérhagsmunum fjármagnseigenda. Höfundur er sósíalisti.
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun