Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar 21. nóvember 2024 16:02 Það ætti að vera augljóst öllum að hægri vængur íslenskra stjórnmála er hlynntur einkavæðingu í velferðarþjónustunni, í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og einnig í samgöngum. Þetta er í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum en það virðist vera orðin hefð hjá hægrinu að láta slíkt ekki hafa nein áhrif á stefnu sína, úrelt hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar er látin ráða hvað sem tautar og raular. Það sem hér er í raun undir er hvernig þjóðfélag við viljum sjá í framtíðinni. Þjóðfélag sem byggir á einstaklingshyggju þar sem hver fyrir sig otar sínum tota og sem líta á samferðafólk sitt í þjóðfélaginu sem keppinauta eða þjóðfélag sem byggir á samheldni og félagshyggju þar sem samtakamátturinn er virkjaður. Almennt má segja að vinstri flokkar leggja áherslu á aukin útgjöld til félagslegra verkefna, eins og að styrkja velferðarkerfin og minnka ójöfnuð, eru á móti einkavæðingu og vilja skattleggja hærri tekjur til að fjármagna slíkt. Í Svíþjóð hefur einkavæðing í heilbrigðisþjónustu og skólakerfi síðustu áratugi haft mjög neikvæðar afleiðingar, ekki minnst vegna aukinns ójafnaðar sem hún hefur valdið. Þegar þjónusta er rekin í hagnaðarskyni eykst hættan á að aðgengi að henni verði ójafnt, þar sem fjárhagsleg staða einstaklinga ræður meira um hvort þeir fái viðeigandi þjónustu eða ekki. Þetta kemur skýrt fram í heilbrigðiskerfinu, þar sem einkarekin fyrirtæki einblína á að veita þjónustu sem er arðbær, frekar en að mæta þörfum allra samfélagshópa. Þeir sem hafa minni fjárhagslega burði lenda því oft í bið eða fá lakari þjónustu en ella. Í skólakerfinu hefur einkavæðing einnig ýtt undir ójöfnuð. Samkeppni á milli einkaskóla og opinberra skóla hefur leitt til þess að fjármagnið dreifist ekki jafnt, og einkaskólar hafa hagnast á að velja nemendur sem eru líklegri til að ná góðum námsárangri. Þetta hefur valdið því að opinberir skólar sitji uppi með nemendur sem þurfa meiri stuðning en fá minna fjármagn til að mæta þeim þörfum. Afleiðingin er tvískipt skólakerfi þar sem sumir fá betri tækifæri en aðrir. Þá er einnig augljóst að einkavæðing leggur ofuráherslu á skilvirkni og hagnað, sem gengur á kostnað gæða. Í heilbrigðisþjónustu hefur þetta meðal annars leitt til styttri viðtala við sjúklinga og minna svigrúms til að veita einstaklingsmiðaða þjónustu. Í skólum hefur þetta þýtt að áhersla á stuttan kennslutíma eða ódýrari lausnir sem bitnar augljóslega á námsgæðum. Þessar neikvæðu afleiðingar einkavæðingar hafa vakið miklar umræður í Svíþjóð um jafnvægið milli einkaframtaks og samfélagslegra þarfa. Það sem upphaflega var hugsað til að bæta skilvirkni og fjölbreytni í þjónustu hefur leitt til vaxandi óánægju meðal þeirra sem telja að grunnþjónusta eigi að vera jafn aðgengileg fyrir alla. Því miður hafa Sósíaldemókratar, systurflokkur Samfylkingarinnar í Svíþjóð allt of oft farið í vegferð með hægri öflunum og tekið þátt í þessu einkavæðingar brjálæði. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn (báðir með Panamaprinsa í forystu) og Viðreisn (með kúlulánsdrottninguna fremst) virðast aðhyllast þessa þróun og tala fyrir svona lausnum sem svo augljóslega veikja samfélagið en auka möguleika fjármagnseigenda til fjárfestinga í því sem eru í raun okkar sameiginlegu þarfir, ómögulegar að velja burt. Náttúrulegur einkarekstur samfélagsins án hagnaðar verður að gróðakistu fjármagnseigenda og veldur ómetanlegum skaða almennings til langs tíma. Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur skýra vinstristefnu og er besta trygging sem völ er á í þessum kosningum fyrir því almannahagur sé í fyrirrúmi framar sérhagsmunum fjármagnseigenda. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það ætti að vera augljóst öllum að hægri vængur íslenskra stjórnmála er hlynntur einkavæðingu í velferðarþjónustunni, í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og einnig í samgöngum. Þetta er í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum en það virðist vera orðin hefð hjá hægrinu að láta slíkt ekki hafa nein áhrif á stefnu sína, úrelt hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar er látin ráða hvað sem tautar og raular. Það sem hér er í raun undir er hvernig þjóðfélag við viljum sjá í framtíðinni. Þjóðfélag sem byggir á einstaklingshyggju þar sem hver fyrir sig otar sínum tota og sem líta á samferðafólk sitt í þjóðfélaginu sem keppinauta eða þjóðfélag sem byggir á samheldni og félagshyggju þar sem samtakamátturinn er virkjaður. Almennt má segja að vinstri flokkar leggja áherslu á aukin útgjöld til félagslegra verkefna, eins og að styrkja velferðarkerfin og minnka ójöfnuð, eru á móti einkavæðingu og vilja skattleggja hærri tekjur til að fjármagna slíkt. Í Svíþjóð hefur einkavæðing í heilbrigðisþjónustu og skólakerfi síðustu áratugi haft mjög neikvæðar afleiðingar, ekki minnst vegna aukinns ójafnaðar sem hún hefur valdið. Þegar þjónusta er rekin í hagnaðarskyni eykst hættan á að aðgengi að henni verði ójafnt, þar sem fjárhagsleg staða einstaklinga ræður meira um hvort þeir fái viðeigandi þjónustu eða ekki. Þetta kemur skýrt fram í heilbrigðiskerfinu, þar sem einkarekin fyrirtæki einblína á að veita þjónustu sem er arðbær, frekar en að mæta þörfum allra samfélagshópa. Þeir sem hafa minni fjárhagslega burði lenda því oft í bið eða fá lakari þjónustu en ella. Í skólakerfinu hefur einkavæðing einnig ýtt undir ójöfnuð. Samkeppni á milli einkaskóla og opinberra skóla hefur leitt til þess að fjármagnið dreifist ekki jafnt, og einkaskólar hafa hagnast á að velja nemendur sem eru líklegri til að ná góðum námsárangri. Þetta hefur valdið því að opinberir skólar sitji uppi með nemendur sem þurfa meiri stuðning en fá minna fjármagn til að mæta þeim þörfum. Afleiðingin er tvískipt skólakerfi þar sem sumir fá betri tækifæri en aðrir. Þá er einnig augljóst að einkavæðing leggur ofuráherslu á skilvirkni og hagnað, sem gengur á kostnað gæða. Í heilbrigðisþjónustu hefur þetta meðal annars leitt til styttri viðtala við sjúklinga og minna svigrúms til að veita einstaklingsmiðaða þjónustu. Í skólum hefur þetta þýtt að áhersla á stuttan kennslutíma eða ódýrari lausnir sem bitnar augljóslega á námsgæðum. Þessar neikvæðu afleiðingar einkavæðingar hafa vakið miklar umræður í Svíþjóð um jafnvægið milli einkaframtaks og samfélagslegra þarfa. Það sem upphaflega var hugsað til að bæta skilvirkni og fjölbreytni í þjónustu hefur leitt til vaxandi óánægju meðal þeirra sem telja að grunnþjónusta eigi að vera jafn aðgengileg fyrir alla. Því miður hafa Sósíaldemókratar, systurflokkur Samfylkingarinnar í Svíþjóð allt of oft farið í vegferð með hægri öflunum og tekið þátt í þessu einkavæðingar brjálæði. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn (báðir með Panamaprinsa í forystu) og Viðreisn (með kúlulánsdrottninguna fremst) virðast aðhyllast þessa þróun og tala fyrir svona lausnum sem svo augljóslega veikja samfélagið en auka möguleika fjármagnseigenda til fjárfestinga í því sem eru í raun okkar sameiginlegu þarfir, ómögulegar að velja burt. Náttúrulegur einkarekstur samfélagsins án hagnaðar verður að gróðakistu fjármagnseigenda og veldur ómetanlegum skaða almennings til langs tíma. Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur skýra vinstristefnu og er besta trygging sem völ er á í þessum kosningum fyrir því almannahagur sé í fyrirrúmi framar sérhagsmunum fjármagnseigenda. Höfundur er sósíalisti.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar