ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar 22. nóvember 2024 06:02 Undirritaður ólst upp á Sauðárkróki og metur Sauðkrækinga og Skagfirðinga almennt mikils. Gott fólk og gegnt. Undantekning er þó á flestu, líka því. Því miður get ég ekki gert mikið með skrif Sauðkrækingsins og Framsóknarþingmannsins Stefáns Vagns Stefánssonar, hér í blaðinu, 18. nóvember. Titillinn var „Fær ESB Ísland í jólagjöf?“ Á þessum skrifum virðist mér, að Stefán Vagn ætti betur heima í Miðflokki. Skrifin eru full af yfirkeyrðri þjóðernishyggju og popúlisma, og, það sem verra er, þá veit Stefán greinilega sáralítið um efnið, ESB, tengsl okkar nú við ríkjasambandið, í gegnum EES-samninginn frá 1994, og, hverju full ESB-aðild myndi breyta. Menn verða að kynna sér mál vel og skilja þau nokkuð, áður en þeir fara að skrifa fjálglegar og hástemmdar greinar um þau í víðlesna miðla. Ábyrgð þingmanna og formanna þingnefnda er þar auðvitað mikil. Fyrir hverju stendur Fjórfrelsið? Fjórfrelsið er veigamikill þáttur í EES-samningnum, sem við gerðum við ESB 1994. Fjórfrelsið tryggir öllum þegnum 30 landa, nú 27-ESB-ríkja og svo Noregi, Lichtenstein og Íslandi, (1) frelsi til að ferðast, setjast að, stunda nám, stunda vinnu, setja upp fyrirtæki, taka sér búfestu, kaupa íbúð eða fasteign og athafna sig á nánast allan hátt, eins og heimamenn í hverju þessara 30 landa. Hinir þættirnir þrír eru viðskiptalegs eðlis: (2) Einstaklingar og fyrirtæki allra landanna 30 geta óhindrað og frjálst stundað viðskipti við einstaklinga og fyrirtæki allra hinna ríkjanna, að mestu án nokkurra tolla eða skatta, og gefur þetta vitaskuld þeim, sem slíkt stunda, nánast óendalega möguleika til markaðssetningar og gagnkvæmra viðskiptalegra athafna. Þáttur (3) næst til frelsis með hvers konar þjónustu, og þáttur (4) til bankaviðskipta. Þáttur 4 nýtist okkur ekki, því það hefur enginn evrópskur banki áhuga á bankaviðskiptum hér, meðan hér er (handónýt) króna. Þegar menn rugla saman EES-samningnum og fullri ESB-aðild Það virðist vera, að Stefán Vagn hafi ekki hugmynd um, að Fjórfrelsið, þættir nr. 1 og 2, og það viðskipta-, athafna- og fjárfestingarfrlesi, sem þeir tryggja, bæði íbúum 27 ESB-landa, auk Noregs og Lichtenstein, hér, og okkur Íslendingum í 29 öðrum löndum, hefur verið í gildi í 30 ár, frá því 1994. Stefán Vagn virðist halda, og gengur hann út frá því í sinni greininni, að þetta viðskipta- og fjárfestingarfrelsi útlendinga hér, og okkar sams konar frelsi erlendis, kæmi fyrst með fullri ESB-aðild. Það er nú þegar til staðar, og hefur verið það í 30 ár!! Önnur eins bábila! Stefáni Vagni verður tíðrætt um þann mikla fjársjóð, auðlindir, sem íslenzk orka á að vera. Hann skrifar: „Við eigum miklu frekar að tryggja eign þjóðarinnar á auðlindum hafsins, orkunni í iðrum jarðar, vindorkunni, fjörðunum og heilnæmu vatni og nýta allt þetta til innlendrar verðmætasköpunar. Innganga í ESB gengur þvert gegn þessu markmiði. Við viljum hvorki selja Landsvirkjun eða selja raforku úr landi, getum við ekki öll verið sammála um það? Við viljum að vindmyllur framtíðar séu í eigu þjóðarinnar og nýtist til orkuskipta og verðmætasköpunar. Við viljum setja skorður við uppkaup erlendra aðila á verðmætu landi“. Um þetta uppblásna froðusnakk skal þetta sagt: 1.Frelsi til þessara kaupa og athafna, fjárfestinga, eftir því sem íslenzkir aðilar kynnu að hafa áhuga á slíkum viðskiptum, sölu til erlendra aðila, íbúa hinna ríkjanna 29, liggur nú þegar fyrir, hefur gert það í 30 ár, og hefur ekkert meða fulla aðild að ESB að gera! Annað mál er svo það, að yfirvöld verða að leyfa. 2.Framtíðarorka Evrópu og heimsins verður fyrst og fremst sólarorka, vindorka og svo sjávarfallaorka, auk þess, sem einhverjir munu halda sig við kjarnorku. Ekkert af þessu þarf að sækja til Íslands eða Íslendinga. ESB/Evrópa/útlönd hafa enga þörf fyrir né þá áhuga á íslenzkri orku, enda vantar Íslendinga sjálfa nú orku. Hvað vantar upp á fulla ESB-aðild? Það, sem vantar upp á fulla ESB-aðild Íslands, sem ESB-umræðan ætti að snúast um, er aðallega tvennt: A.Samkomulag um landbúnaðarmál, en þar sem EES-samningurinn tengir okkur líka við innri markað ESB með landbúnaðarafurðir, eru þessi landbúnaðarmál, hvort sem er, stöðugt í deiglu, auk þess, sem ESB hefur samþykkt undanþágur og vernd landbúnaðar, bæði fyrir Norður-Svíþjóð og Norður-Finnlandi, vegna norrænnar legu, kallað „noðurslóðalandbúnaður“, sem eflaust myndu líka gilda fyrir okkur. B.Samkomulag um fiskimiðin, þar sem okkur væru tryggð full yfirráð yfir þeim, en Malta, sem var í sambærilegri stöðu, þegar þeir sömdu um aðild að ESB 2004, tryggðu sér full yfirráð og nýtingu fiskimiða sinna, á grundvell langrar hefðar og þeirrar staðreyndar, að fiskveiðar voru grundvöllurinn fyrir afkomu Maltverja. Í mínum huga gætu Íslendingar náð svipuðu samkomulagi, þó að fiskimið hér séu stærri og veigameiri, en þau, sem liggja að Möltu. Engin ný ESB-aðildarríki í 12 ár Að lokum skal á það bent, að ESB hefur ekki tekið inn neitt nýtt aðildarríki frá því 2013, þá var Króatía tekin inn, þrátt fyrir að 10 aðildarumsóknir, jafnmargra ríkja, liggi fyrir, sú elzta, umsókn Tyrklands, frá 1987, þar sem ýms aðildarríki vilja tryggja betri samstöðu og samvinnu þeirra ríkja, sem fyrir eru, um ýms grundvallarmál, eins og flóttamannamálin, skiptingu flóttamanna og allt það flókna regluverk, svo og um fyrirkomulag varna ytri landamæra ESB, áður en lengra er haldið með stækkun ríkjasambandsins, upptöku nýrra aðildarríkja. Þannig, að hugmyndir um, að ESB hafi áhuga á Íslandi í jólagjöf, eru út í hött. Auk þess liggur ekkert fyrir um, að Ísland geti fullnægt inntökuskilyrðum ESB nú, eftir m.a. margra ára hallarekstur ríkisins og stórfellda nýja skuldasöfnun. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður ólst upp á Sauðárkróki og metur Sauðkrækinga og Skagfirðinga almennt mikils. Gott fólk og gegnt. Undantekning er þó á flestu, líka því. Því miður get ég ekki gert mikið með skrif Sauðkrækingsins og Framsóknarþingmannsins Stefáns Vagns Stefánssonar, hér í blaðinu, 18. nóvember. Titillinn var „Fær ESB Ísland í jólagjöf?“ Á þessum skrifum virðist mér, að Stefán Vagn ætti betur heima í Miðflokki. Skrifin eru full af yfirkeyrðri þjóðernishyggju og popúlisma, og, það sem verra er, þá veit Stefán greinilega sáralítið um efnið, ESB, tengsl okkar nú við ríkjasambandið, í gegnum EES-samninginn frá 1994, og, hverju full ESB-aðild myndi breyta. Menn verða að kynna sér mál vel og skilja þau nokkuð, áður en þeir fara að skrifa fjálglegar og hástemmdar greinar um þau í víðlesna miðla. Ábyrgð þingmanna og formanna þingnefnda er þar auðvitað mikil. Fyrir hverju stendur Fjórfrelsið? Fjórfrelsið er veigamikill þáttur í EES-samningnum, sem við gerðum við ESB 1994. Fjórfrelsið tryggir öllum þegnum 30 landa, nú 27-ESB-ríkja og svo Noregi, Lichtenstein og Íslandi, (1) frelsi til að ferðast, setjast að, stunda nám, stunda vinnu, setja upp fyrirtæki, taka sér búfestu, kaupa íbúð eða fasteign og athafna sig á nánast allan hátt, eins og heimamenn í hverju þessara 30 landa. Hinir þættirnir þrír eru viðskiptalegs eðlis: (2) Einstaklingar og fyrirtæki allra landanna 30 geta óhindrað og frjálst stundað viðskipti við einstaklinga og fyrirtæki allra hinna ríkjanna, að mestu án nokkurra tolla eða skatta, og gefur þetta vitaskuld þeim, sem slíkt stunda, nánast óendalega möguleika til markaðssetningar og gagnkvæmra viðskiptalegra athafna. Þáttur (3) næst til frelsis með hvers konar þjónustu, og þáttur (4) til bankaviðskipta. Þáttur 4 nýtist okkur ekki, því það hefur enginn evrópskur banki áhuga á bankaviðskiptum hér, meðan hér er (handónýt) króna. Þegar menn rugla saman EES-samningnum og fullri ESB-aðild Það virðist vera, að Stefán Vagn hafi ekki hugmynd um, að Fjórfrelsið, þættir nr. 1 og 2, og það viðskipta-, athafna- og fjárfestingarfrlesi, sem þeir tryggja, bæði íbúum 27 ESB-landa, auk Noregs og Lichtenstein, hér, og okkur Íslendingum í 29 öðrum löndum, hefur verið í gildi í 30 ár, frá því 1994. Stefán Vagn virðist halda, og gengur hann út frá því í sinni greininni, að þetta viðskipta- og fjárfestingarfrelsi útlendinga hér, og okkar sams konar frelsi erlendis, kæmi fyrst með fullri ESB-aðild. Það er nú þegar til staðar, og hefur verið það í 30 ár!! Önnur eins bábila! Stefáni Vagni verður tíðrætt um þann mikla fjársjóð, auðlindir, sem íslenzk orka á að vera. Hann skrifar: „Við eigum miklu frekar að tryggja eign þjóðarinnar á auðlindum hafsins, orkunni í iðrum jarðar, vindorkunni, fjörðunum og heilnæmu vatni og nýta allt þetta til innlendrar verðmætasköpunar. Innganga í ESB gengur þvert gegn þessu markmiði. Við viljum hvorki selja Landsvirkjun eða selja raforku úr landi, getum við ekki öll verið sammála um það? Við viljum að vindmyllur framtíðar séu í eigu þjóðarinnar og nýtist til orkuskipta og verðmætasköpunar. Við viljum setja skorður við uppkaup erlendra aðila á verðmætu landi“. Um þetta uppblásna froðusnakk skal þetta sagt: 1.Frelsi til þessara kaupa og athafna, fjárfestinga, eftir því sem íslenzkir aðilar kynnu að hafa áhuga á slíkum viðskiptum, sölu til erlendra aðila, íbúa hinna ríkjanna 29, liggur nú þegar fyrir, hefur gert það í 30 ár, og hefur ekkert meða fulla aðild að ESB að gera! Annað mál er svo það, að yfirvöld verða að leyfa. 2.Framtíðarorka Evrópu og heimsins verður fyrst og fremst sólarorka, vindorka og svo sjávarfallaorka, auk þess, sem einhverjir munu halda sig við kjarnorku. Ekkert af þessu þarf að sækja til Íslands eða Íslendinga. ESB/Evrópa/útlönd hafa enga þörf fyrir né þá áhuga á íslenzkri orku, enda vantar Íslendinga sjálfa nú orku. Hvað vantar upp á fulla ESB-aðild? Það, sem vantar upp á fulla ESB-aðild Íslands, sem ESB-umræðan ætti að snúast um, er aðallega tvennt: A.Samkomulag um landbúnaðarmál, en þar sem EES-samningurinn tengir okkur líka við innri markað ESB með landbúnaðarafurðir, eru þessi landbúnaðarmál, hvort sem er, stöðugt í deiglu, auk þess, sem ESB hefur samþykkt undanþágur og vernd landbúnaðar, bæði fyrir Norður-Svíþjóð og Norður-Finnlandi, vegna norrænnar legu, kallað „noðurslóðalandbúnaður“, sem eflaust myndu líka gilda fyrir okkur. B.Samkomulag um fiskimiðin, þar sem okkur væru tryggð full yfirráð yfir þeim, en Malta, sem var í sambærilegri stöðu, þegar þeir sömdu um aðild að ESB 2004, tryggðu sér full yfirráð og nýtingu fiskimiða sinna, á grundvell langrar hefðar og þeirrar staðreyndar, að fiskveiðar voru grundvöllurinn fyrir afkomu Maltverja. Í mínum huga gætu Íslendingar náð svipuðu samkomulagi, þó að fiskimið hér séu stærri og veigameiri, en þau, sem liggja að Möltu. Engin ný ESB-aðildarríki í 12 ár Að lokum skal á það bent, að ESB hefur ekki tekið inn neitt nýtt aðildarríki frá því 2013, þá var Króatía tekin inn, þrátt fyrir að 10 aðildarumsóknir, jafnmargra ríkja, liggi fyrir, sú elzta, umsókn Tyrklands, frá 1987, þar sem ýms aðildarríki vilja tryggja betri samstöðu og samvinnu þeirra ríkja, sem fyrir eru, um ýms grundvallarmál, eins og flóttamannamálin, skiptingu flóttamanna og allt það flókna regluverk, svo og um fyrirkomulag varna ytri landamæra ESB, áður en lengra er haldið með stækkun ríkjasambandsins, upptöku nýrra aðildarríkja. Þannig, að hugmyndir um, að ESB hafi áhuga á Íslandi í jólagjöf, eru út í hött. Auk þess liggur ekkert fyrir um, að Ísland geti fullnægt inntökuskilyrðum ESB nú, eftir m.a. margra ára hallarekstur ríkisins og stórfellda nýja skuldasöfnun. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun