Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 16:47 Álag í starfi, streita og kulnun er áhyggjuefni og kostnaðarsamt bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild sinni. Það er alvarlegt þegar fagfólk treystir sér ekki lengur til að starfa við fagið sem það menntaði sig til. Afleiðingar slíks álag hafa áhrif á líf fólks, m.a. fjölskyldu og félagsleg tengsl svo ekki sé talað um tekjumissi. Stofnanir og fyrirtæki glíma við aðhaldskröfur og geta oft ekki ráðið inn afleysingarfólk vegna veikindaleyfa sem veldur auknu álagi á þá starfsmenn sem fyrir eru. Skapast getur hringrás sem veldur því að verðmætur mannauður tapast með neikvæðum áhrifum á gæði þjónustu og framþróun. Kostnaður er bæði bein fjarvera frá vinnu, ásókn í sjúkrasjóði og kostnaður sem leggst á einstaklinginn og hans fjöskyldu. Samfélagið ber líka ýmsan beinan og óbeinan kostnað ásamt því að auka álag á heilbrigðiskerfið og endurhæfingarþjónustu. Flest þekkjum við einhvern sem hefur farið í veikindaleyfi sökum álags og stundum leiðir það til endanlegs brotthvarfs af vinnumarkaði. Handleiðsla er faggrein sem beinir sjónum sínum að samskiptum milli fagfólks, faglegum verkefnum og stofnanamenningu. Handleiðsla veitir tíma og rými til að ígrunda fagleg vinnubrögð í flóknum aðstæðum. Hún stuðlar að þróun fagfólks, teyma og stofnana og er brýning til fagfólks að skerpa fagleg vinnubrögð. Handleiðsla stuðlar að auknum gæðum í þjónustu og er nýtt til að ígrunda þegar taka þarf flóknar ákvarðanir, hvort sem um er að ræða einstaklingsmál eða þróun þjónustu. Handleiðsla er forvörn gegn streitu og kulnun í starfi og því best að sækja handleiðslu áður en einkenni gera vart við sig. Ef einkenni eru til staðar þá er handleiðsla gagnreynd aðferð sem getur átt stóran þátt í að vinda ofan af þessum einkennum þegar þau mælast yfir klínískum viðmiðum. Líðan í starfi er samstarfsverkefni einstaklinga og atvinnurekanda og því oft nauðsynlegt að hafa skýra handleiðslustefnu á vinnustað til að stuðla að forvörnum og eflingu í starfi. Dagur handleiðslu í Evrópu Fimmtudagurinn 21. nóvember er dagur handleiðslu í Evrópu en Evrópusamtök handleiðara ANSE (e. Association for National Organisations for Supervision in Europe - ANSE) voru stofnuð á þessum degi árið 1997. Handleiðslufélag Íslands var samþykkt með fulla aðild að samtökunum þann 19. október síðast liðinn á aðalfundi samtakanna í París, en hafði verið með samstarfsaðild að ANSE frá árinu 2014. Hlutverk ANSE og landssamtaka í hverju landi eru að tryggja gæði og faglega þjónustu handleiðara og stuðla að þróun handleiðslu í Evrópu. Handleiðarar innan ANSE eru þverfaglegur hópur fagfólks sem á það sameiginlegt að hafa sótt sér formlega menntun og þjálfun á sviði handleiðslu. ANSE gaf árið 2008 út viðmið fyrir hvað nám í handleiðslu þarf að uppfylla til að teljast viðurkennt og hefur uppfært viðmiðið reglulega, nú síðast á aðalfundi 2024. Diplómanám í handleiðslufræðum við Félagsrágðjafardeild Háskóla Íslands uppfyllir þessi viðmið. Handleiðslufélag Íslands Handleiðslufélag Íslands var stofnað árið 2000. Félagið samþykkti siðareglur fyrir félagið á stofnfundi en á aðalfundi í maí 2023 voru uppfærðar siðareglur samþykktar. Félagið er ætlað fagfólki með löggilt starfsréttindi svo sem félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, kennurum, læknum, prestum/guðfræðingum, iðjuþjálfum, sálfræðingum og sjúkraþjálfurum sem hafa lokið viðurkenndu viðbótarnámi í handleiðslufræðum. Víða erlendis kaupa fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir eingöngu handleiðslu af viðurkenndum handleiðurum sem eru á lista yfir handleiðara hjá sínu landsfélagi. Á Íslandi má finna viðurkennda handleiða á heimasíðunni www.handleidsla.is Í öðrum löndum þekkist það einnig að fagfólki er skylt að sækja handleiðslu auk lámarks sí- og endurmenntunar árlega til að viðhalda réttindum sínum og aðild að fag- og stéttarfélögum. Á Íslandi eru slíkar kröfur því miður ekki enn farnar að festa sig í sessi en umræðan innan ýmissa fagstétta er þó löngu farin af stað. Handleiðslufélag Íslands vinnur nú að mótun gæðastefnu og gæðaviðmiða fyrir félagið, en ANSE hefur gefið út gæðaleiðbeiningar sem landsfélögin taka mið af. Í dag er fræðslufundur hjá Handleiðslufélagi Íslands sem ber yfirskriftina ,,Hinn handleiddi segir frá og handleiðari tjáir sig“ – Orðræðan um handleiðslu. Fræðslufundurinn hefst kl. 17:00 að Vegmúla 3, 108 Reykjavík og stendur til kl. 19:00. Stjórn Handleiðslufélags Íslands óskar öllum handleiðurum á Íslandi til hamingju með Evrópudag handleiðara. Sveindís Anna Jóhannsdóttir, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Álag í starfi, streita og kulnun er áhyggjuefni og kostnaðarsamt bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild sinni. Það er alvarlegt þegar fagfólk treystir sér ekki lengur til að starfa við fagið sem það menntaði sig til. Afleiðingar slíks álag hafa áhrif á líf fólks, m.a. fjölskyldu og félagsleg tengsl svo ekki sé talað um tekjumissi. Stofnanir og fyrirtæki glíma við aðhaldskröfur og geta oft ekki ráðið inn afleysingarfólk vegna veikindaleyfa sem veldur auknu álagi á þá starfsmenn sem fyrir eru. Skapast getur hringrás sem veldur því að verðmætur mannauður tapast með neikvæðum áhrifum á gæði þjónustu og framþróun. Kostnaður er bæði bein fjarvera frá vinnu, ásókn í sjúkrasjóði og kostnaður sem leggst á einstaklinginn og hans fjöskyldu. Samfélagið ber líka ýmsan beinan og óbeinan kostnað ásamt því að auka álag á heilbrigðiskerfið og endurhæfingarþjónustu. Flest þekkjum við einhvern sem hefur farið í veikindaleyfi sökum álags og stundum leiðir það til endanlegs brotthvarfs af vinnumarkaði. Handleiðsla er faggrein sem beinir sjónum sínum að samskiptum milli fagfólks, faglegum verkefnum og stofnanamenningu. Handleiðsla veitir tíma og rými til að ígrunda fagleg vinnubrögð í flóknum aðstæðum. Hún stuðlar að þróun fagfólks, teyma og stofnana og er brýning til fagfólks að skerpa fagleg vinnubrögð. Handleiðsla stuðlar að auknum gæðum í þjónustu og er nýtt til að ígrunda þegar taka þarf flóknar ákvarðanir, hvort sem um er að ræða einstaklingsmál eða þróun þjónustu. Handleiðsla er forvörn gegn streitu og kulnun í starfi og því best að sækja handleiðslu áður en einkenni gera vart við sig. Ef einkenni eru til staðar þá er handleiðsla gagnreynd aðferð sem getur átt stóran þátt í að vinda ofan af þessum einkennum þegar þau mælast yfir klínískum viðmiðum. Líðan í starfi er samstarfsverkefni einstaklinga og atvinnurekanda og því oft nauðsynlegt að hafa skýra handleiðslustefnu á vinnustað til að stuðla að forvörnum og eflingu í starfi. Dagur handleiðslu í Evrópu Fimmtudagurinn 21. nóvember er dagur handleiðslu í Evrópu en Evrópusamtök handleiðara ANSE (e. Association for National Organisations for Supervision in Europe - ANSE) voru stofnuð á þessum degi árið 1997. Handleiðslufélag Íslands var samþykkt með fulla aðild að samtökunum þann 19. október síðast liðinn á aðalfundi samtakanna í París, en hafði verið með samstarfsaðild að ANSE frá árinu 2014. Hlutverk ANSE og landssamtaka í hverju landi eru að tryggja gæði og faglega þjónustu handleiðara og stuðla að þróun handleiðslu í Evrópu. Handleiðarar innan ANSE eru þverfaglegur hópur fagfólks sem á það sameiginlegt að hafa sótt sér formlega menntun og þjálfun á sviði handleiðslu. ANSE gaf árið 2008 út viðmið fyrir hvað nám í handleiðslu þarf að uppfylla til að teljast viðurkennt og hefur uppfært viðmiðið reglulega, nú síðast á aðalfundi 2024. Diplómanám í handleiðslufræðum við Félagsrágðjafardeild Háskóla Íslands uppfyllir þessi viðmið. Handleiðslufélag Íslands Handleiðslufélag Íslands var stofnað árið 2000. Félagið samþykkti siðareglur fyrir félagið á stofnfundi en á aðalfundi í maí 2023 voru uppfærðar siðareglur samþykktar. Félagið er ætlað fagfólki með löggilt starfsréttindi svo sem félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, kennurum, læknum, prestum/guðfræðingum, iðjuþjálfum, sálfræðingum og sjúkraþjálfurum sem hafa lokið viðurkenndu viðbótarnámi í handleiðslufræðum. Víða erlendis kaupa fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir eingöngu handleiðslu af viðurkenndum handleiðurum sem eru á lista yfir handleiðara hjá sínu landsfélagi. Á Íslandi má finna viðurkennda handleiða á heimasíðunni www.handleidsla.is Í öðrum löndum þekkist það einnig að fagfólki er skylt að sækja handleiðslu auk lámarks sí- og endurmenntunar árlega til að viðhalda réttindum sínum og aðild að fag- og stéttarfélögum. Á Íslandi eru slíkar kröfur því miður ekki enn farnar að festa sig í sessi en umræðan innan ýmissa fagstétta er þó löngu farin af stað. Handleiðslufélag Íslands vinnur nú að mótun gæðastefnu og gæðaviðmiða fyrir félagið, en ANSE hefur gefið út gæðaleiðbeiningar sem landsfélögin taka mið af. Í dag er fræðslufundur hjá Handleiðslufélagi Íslands sem ber yfirskriftina ,,Hinn handleiddi segir frá og handleiðari tjáir sig“ – Orðræðan um handleiðslu. Fræðslufundurinn hefst kl. 17:00 að Vegmúla 3, 108 Reykjavík og stendur til kl. 19:00. Stjórn Handleiðslufélags Íslands óskar öllum handleiðurum á Íslandi til hamingju með Evrópudag handleiðara. Sveindís Anna Jóhannsdóttir, formaður
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun