Erlent

Gaetz ætlar sér ekki að verða dóms­málaráðherra

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Gaetz er meðal annars sakaður um að hafa haft samfarir við barn undir lögaldri og greitt konum fyrir kynlíf.
Gaetz er meðal annars sakaður um að hafa haft samfarir við barn undir lögaldri og greitt konum fyrir kynlíf. AP

Matt Gaetz þingmaður Repúblikanaflokksins hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til embættis dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. 

Gaetz greinir frá þessu í færslu á X. Þar segir hann að þrátt fyrir að hafa fundið fyrir miklum meðbyr hafi mál hans reynst truflun í yfirstandandi stjórnarskiptum. Þar af leiðandi gefi hann ekki kost á sér til embættisins þrátt fyrir að Trump hafi tilkynnt að hann ætlaði að tilnefna hann í embætti dómsmálaráðherra. 

Gaetz sætti rannsókn bæði af hálfu ákæruvaldsins og siðanefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins vegna ásakana um ýmis brot, meðal annars að hafa haft samfarir við barn undir lögaldri.

Sjá einnig: Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka

Gaetz fundaði með öldungadeildarþingmönnum í gær í von um að fá stuðning þeirra til að taka við tilnefningu Trump þrátt fyrir allt saman. Í færslunni á X segir Gaetz fundinn hafa gengið prýðilega og þrátt fyrir allt notuð stuðnings margra þingmanna öldungadeildarinnar. 


Tengdar fréttir

Vill sýna þinginu hver ræður

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér.

Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði

Ákvörðun Donald Trump að tilnefna þingmanninn Matt Gaetz sem dómsmálaráðherra hefur vakið mikla hneykslan og reiði vestanhafs. Gaetz sætti rannsókn siðanefndar þegar hann sagði af sér í gær í tengslum við tilnefninguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×