Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar 21. nóvember 2024 19:32 Frumbygginn er í okkur öllum. Hann býr í þjóðarsálinni og menningu okkar. Hann erfist á milli kynslóða og opnar dyr til að starfa í gjövulli náttúru landsins. Frumbygginn gerir ekki kröfu til eignaréttar. Handfæraveiðar hafa í gegnum aldirnar verið grunnstoð til afkomu fólksins. Sjósókn er Íslendingum í blóð borin. Þekking sjómanna á fiskimiðum út frá ströndum á heimaslóð sem nýtist vel til veiðanna. Í dag eru handfærabátar vel útbúnir plastbátar með góðan tækjakost sem kostar sitt. Það gætir ákveðin hræðsla meðal stjórnvalda um að fjöldi sjómanna sem stunda frjálsar handfæraveiðar fari fram úr hófi og ekkert verði við ráðið. Hugsanlega er þessi ótti stjórnvalda óþarfur. Til þess að komast í þetta kerfi er mikilll kostnaður sem dregur úr getu manna til að komast í kerfið. 1.Til að mynda þarf sjómaður sem vill stunda þessar veiðar að vera hluthafi í útgerði eða eigandi báts 2.Eigandi báts þarf að afla sér réttinda til að geta stundað veiðar í þessu smábátakerfi. Sem svar við ótta stjórnvalda hefur Landsamband smábátaeiganda óskað eftir því að stjórnvöld taki til greina tillögu sem samþykkt var á aðalfundi sambandsins 14.október síðastliðin. Fjallar tillagan um tilraunaverkefni í þessu kerfi. Það var skynsamlegt ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða að veiðireynsla einstaka útgerða til kvóta skyldi vera 70% af veiðireynslu þeirra. Þannig féll 30% af veiðireynslu í ríkissjóð. Sá sjóður er ætlaður að nýta til sérstakra verkefna til að styrkja og styðja við landsbyggðina. Þessar úthlutanir eru tæki stjórnvalda til að bregðast við versnandi stöðu landsbyggðarinnar sem átti allt undir útgerð dagróðrarbáta. Aflaheimildir í aflamarki og krókaflamarki eru úthlutanir, séreign þjóðarinnar sem stjórnvöld geta ráðstafað án afskipta annarra. Þegar vel aflast á grunnslóð þá er góður árgangur komin í veiðina og því þjóðhagslega hagkvæmt að nýta hann á frjálsum handfæraveiðum. Þær taka ekki neitt frá öðrum útgerðum því þeirra afli er utan venjulega kvótasetningu í þorski og ufsa sem eru þær tegundir fiska sem eru í veiði handfæra báta. Að auki brenna inni þær tegundur ár hvert. Að því sögðu vel ég þakka samfélagi okkar fyrir framúrskarandi umgjörð sem orðin er í kring um smábáta. Það er búið að gera gríðarlega góða umgjörð fyrir kerfi sem getur ekki nýtt það til fulls vegna stöðvunar veiða á úthlutuðum veiðtíma. 1.Reglur um skoðunarskyldu báta. 2.Vaktstofa Landhelgisgæslunnar í gegnum AIS kerfið. 3.Skilvirk og áreiðanleg veðurlýsing í rauntíma frá Veðurstofu Íslands. 4.Björgunarbátar í viðbragðsstöðu um allt land. 5.Vel búnar smábátahafnir á landinu öllu. Þetta utanumhald hefur fækkað sjóslysum verulega undanfarin ár og sannað gildi sitt. Umgjörðin er þar af leiðandi góð en veiðiréttur brotin vegna stöðvunar veiðanna á úthlutuðum veiðtíma. Þessu þarf að breyta! Ég, frumbygginn og strandveiðimaðurinn til margra ára fæ oft þá spurningu:,,Af hverju ertu að þessu puði. Því er auðvelt að svara. Það er frelsið sem fylgir því að vera úti á sjó. Einyrki einn með sjálfum sér úti í náttúrunni, því fylgir alltaf von um góðan afla í byrjun veiðiferðar. Það er aldrei á vísan að róa. Sjómaðurinn er aldrei glaðari en á góðum degi þegar aflast vel. Sú gleði fæst ekki í apótekum eða vínbúðum því hún býr í manninum sjálfum. Sönn gleði”. Það er mitt svar og mæli ég með að stunda sjósókn. Hvernig væri að samfélagið taki sig saman og bæti þetta kerfi, lofi nýliðum að njóta svo afkoma þeirra sem það stunda sé tryggð? Nýliði sem hefur kraft, áhuga og þor til að stunda strandveiðar ætti að fá tækifæri til að hefja sjósókn sér og sínum til framfærslu hvar á landinu sem er. Að lokum: Það er komið að Alþingiskosningum. Þrátt fyrir mikilvægi strandveiða fyrir fjölda landsmanna er lítil umræða um þetta meingallaða kerfi. Flokkur fólksins hefur þegar lýst yfir stuðningi við breytingar, en hvað ætlar þinn flokkur að gera? Við skulum minna okkur á að strandveiðibátar voru 730 árið 2024 – hver og einn þeirra skiptir máli. Hvert atkvæði skiptir máli, ekki satt? Ég óska verðandi alþingismönnum velfarnaðar í störfum sínum að loknum kosningum. Ég skora á þá að láta sér málin varða. Höfundur er eldri borgari, trillusjómaður til 30 ára og fyrrverandi rafvirki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafið Sjávarútvegur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Frumbygginn er í okkur öllum. Hann býr í þjóðarsálinni og menningu okkar. Hann erfist á milli kynslóða og opnar dyr til að starfa í gjövulli náttúru landsins. Frumbygginn gerir ekki kröfu til eignaréttar. Handfæraveiðar hafa í gegnum aldirnar verið grunnstoð til afkomu fólksins. Sjósókn er Íslendingum í blóð borin. Þekking sjómanna á fiskimiðum út frá ströndum á heimaslóð sem nýtist vel til veiðanna. Í dag eru handfærabátar vel útbúnir plastbátar með góðan tækjakost sem kostar sitt. Það gætir ákveðin hræðsla meðal stjórnvalda um að fjöldi sjómanna sem stunda frjálsar handfæraveiðar fari fram úr hófi og ekkert verði við ráðið. Hugsanlega er þessi ótti stjórnvalda óþarfur. Til þess að komast í þetta kerfi er mikilll kostnaður sem dregur úr getu manna til að komast í kerfið. 1.Til að mynda þarf sjómaður sem vill stunda þessar veiðar að vera hluthafi í útgerði eða eigandi báts 2.Eigandi báts þarf að afla sér réttinda til að geta stundað veiðar í þessu smábátakerfi. Sem svar við ótta stjórnvalda hefur Landsamband smábátaeiganda óskað eftir því að stjórnvöld taki til greina tillögu sem samþykkt var á aðalfundi sambandsins 14.október síðastliðin. Fjallar tillagan um tilraunaverkefni í þessu kerfi. Það var skynsamlegt ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða að veiðireynsla einstaka útgerða til kvóta skyldi vera 70% af veiðireynslu þeirra. Þannig féll 30% af veiðireynslu í ríkissjóð. Sá sjóður er ætlaður að nýta til sérstakra verkefna til að styrkja og styðja við landsbyggðina. Þessar úthlutanir eru tæki stjórnvalda til að bregðast við versnandi stöðu landsbyggðarinnar sem átti allt undir útgerð dagróðrarbáta. Aflaheimildir í aflamarki og krókaflamarki eru úthlutanir, séreign þjóðarinnar sem stjórnvöld geta ráðstafað án afskipta annarra. Þegar vel aflast á grunnslóð þá er góður árgangur komin í veiðina og því þjóðhagslega hagkvæmt að nýta hann á frjálsum handfæraveiðum. Þær taka ekki neitt frá öðrum útgerðum því þeirra afli er utan venjulega kvótasetningu í þorski og ufsa sem eru þær tegundir fiska sem eru í veiði handfæra báta. Að auki brenna inni þær tegundur ár hvert. Að því sögðu vel ég þakka samfélagi okkar fyrir framúrskarandi umgjörð sem orðin er í kring um smábáta. Það er búið að gera gríðarlega góða umgjörð fyrir kerfi sem getur ekki nýtt það til fulls vegna stöðvunar veiða á úthlutuðum veiðtíma. 1.Reglur um skoðunarskyldu báta. 2.Vaktstofa Landhelgisgæslunnar í gegnum AIS kerfið. 3.Skilvirk og áreiðanleg veðurlýsing í rauntíma frá Veðurstofu Íslands. 4.Björgunarbátar í viðbragðsstöðu um allt land. 5.Vel búnar smábátahafnir á landinu öllu. Þetta utanumhald hefur fækkað sjóslysum verulega undanfarin ár og sannað gildi sitt. Umgjörðin er þar af leiðandi góð en veiðiréttur brotin vegna stöðvunar veiðanna á úthlutuðum veiðtíma. Þessu þarf að breyta! Ég, frumbygginn og strandveiðimaðurinn til margra ára fæ oft þá spurningu:,,Af hverju ertu að þessu puði. Því er auðvelt að svara. Það er frelsið sem fylgir því að vera úti á sjó. Einyrki einn með sjálfum sér úti í náttúrunni, því fylgir alltaf von um góðan afla í byrjun veiðiferðar. Það er aldrei á vísan að róa. Sjómaðurinn er aldrei glaðari en á góðum degi þegar aflast vel. Sú gleði fæst ekki í apótekum eða vínbúðum því hún býr í manninum sjálfum. Sönn gleði”. Það er mitt svar og mæli ég með að stunda sjósókn. Hvernig væri að samfélagið taki sig saman og bæti þetta kerfi, lofi nýliðum að njóta svo afkoma þeirra sem það stunda sé tryggð? Nýliði sem hefur kraft, áhuga og þor til að stunda strandveiðar ætti að fá tækifæri til að hefja sjósókn sér og sínum til framfærslu hvar á landinu sem er. Að lokum: Það er komið að Alþingiskosningum. Þrátt fyrir mikilvægi strandveiða fyrir fjölda landsmanna er lítil umræða um þetta meingallaða kerfi. Flokkur fólksins hefur þegar lýst yfir stuðningi við breytingar, en hvað ætlar þinn flokkur að gera? Við skulum minna okkur á að strandveiðibátar voru 730 árið 2024 – hver og einn þeirra skiptir máli. Hvert atkvæði skiptir máli, ekki satt? Ég óska verðandi alþingismönnum velfarnaðar í störfum sínum að loknum kosningum. Ég skora á þá að láta sér málin varða. Höfundur er eldri borgari, trillusjómaður til 30 ára og fyrrverandi rafvirki
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun