Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar 21. nóvember 2024 19:32 Frumbygginn er í okkur öllum. Hann býr í þjóðarsálinni og menningu okkar. Hann erfist á milli kynslóða og opnar dyr til að starfa í gjövulli náttúru landsins. Frumbygginn gerir ekki kröfu til eignaréttar. Handfæraveiðar hafa í gegnum aldirnar verið grunnstoð til afkomu fólksins. Sjósókn er Íslendingum í blóð borin. Þekking sjómanna á fiskimiðum út frá ströndum á heimaslóð sem nýtist vel til veiðanna. Í dag eru handfærabátar vel útbúnir plastbátar með góðan tækjakost sem kostar sitt. Það gætir ákveðin hræðsla meðal stjórnvalda um að fjöldi sjómanna sem stunda frjálsar handfæraveiðar fari fram úr hófi og ekkert verði við ráðið. Hugsanlega er þessi ótti stjórnvalda óþarfur. Til þess að komast í þetta kerfi er mikilll kostnaður sem dregur úr getu manna til að komast í kerfið. 1.Til að mynda þarf sjómaður sem vill stunda þessar veiðar að vera hluthafi í útgerði eða eigandi báts 2.Eigandi báts þarf að afla sér réttinda til að geta stundað veiðar í þessu smábátakerfi. Sem svar við ótta stjórnvalda hefur Landsamband smábátaeiganda óskað eftir því að stjórnvöld taki til greina tillögu sem samþykkt var á aðalfundi sambandsins 14.október síðastliðin. Fjallar tillagan um tilraunaverkefni í þessu kerfi. Það var skynsamlegt ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða að veiðireynsla einstaka útgerða til kvóta skyldi vera 70% af veiðireynslu þeirra. Þannig féll 30% af veiðireynslu í ríkissjóð. Sá sjóður er ætlaður að nýta til sérstakra verkefna til að styrkja og styðja við landsbyggðina. Þessar úthlutanir eru tæki stjórnvalda til að bregðast við versnandi stöðu landsbyggðarinnar sem átti allt undir útgerð dagróðrarbáta. Aflaheimildir í aflamarki og krókaflamarki eru úthlutanir, séreign þjóðarinnar sem stjórnvöld geta ráðstafað án afskipta annarra. Þegar vel aflast á grunnslóð þá er góður árgangur komin í veiðina og því þjóðhagslega hagkvæmt að nýta hann á frjálsum handfæraveiðum. Þær taka ekki neitt frá öðrum útgerðum því þeirra afli er utan venjulega kvótasetningu í þorski og ufsa sem eru þær tegundir fiska sem eru í veiði handfæra báta. Að auki brenna inni þær tegundur ár hvert. Að því sögðu vel ég þakka samfélagi okkar fyrir framúrskarandi umgjörð sem orðin er í kring um smábáta. Það er búið að gera gríðarlega góða umgjörð fyrir kerfi sem getur ekki nýtt það til fulls vegna stöðvunar veiða á úthlutuðum veiðtíma. 1.Reglur um skoðunarskyldu báta. 2.Vaktstofa Landhelgisgæslunnar í gegnum AIS kerfið. 3.Skilvirk og áreiðanleg veðurlýsing í rauntíma frá Veðurstofu Íslands. 4.Björgunarbátar í viðbragðsstöðu um allt land. 5.Vel búnar smábátahafnir á landinu öllu. Þetta utanumhald hefur fækkað sjóslysum verulega undanfarin ár og sannað gildi sitt. Umgjörðin er þar af leiðandi góð en veiðiréttur brotin vegna stöðvunar veiðanna á úthlutuðum veiðtíma. Þessu þarf að breyta! Ég, frumbygginn og strandveiðimaðurinn til margra ára fæ oft þá spurningu:,,Af hverju ertu að þessu puði. Því er auðvelt að svara. Það er frelsið sem fylgir því að vera úti á sjó. Einyrki einn með sjálfum sér úti í náttúrunni, því fylgir alltaf von um góðan afla í byrjun veiðiferðar. Það er aldrei á vísan að róa. Sjómaðurinn er aldrei glaðari en á góðum degi þegar aflast vel. Sú gleði fæst ekki í apótekum eða vínbúðum því hún býr í manninum sjálfum. Sönn gleði”. Það er mitt svar og mæli ég með að stunda sjósókn. Hvernig væri að samfélagið taki sig saman og bæti þetta kerfi, lofi nýliðum að njóta svo afkoma þeirra sem það stunda sé tryggð? Nýliði sem hefur kraft, áhuga og þor til að stunda strandveiðar ætti að fá tækifæri til að hefja sjósókn sér og sínum til framfærslu hvar á landinu sem er. Að lokum: Það er komið að Alþingiskosningum. Þrátt fyrir mikilvægi strandveiða fyrir fjölda landsmanna er lítil umræða um þetta meingallaða kerfi. Flokkur fólksins hefur þegar lýst yfir stuðningi við breytingar, en hvað ætlar þinn flokkur að gera? Við skulum minna okkur á að strandveiðibátar voru 730 árið 2024 – hver og einn þeirra skiptir máli. Hvert atkvæði skiptir máli, ekki satt? Ég óska verðandi alþingismönnum velfarnaðar í störfum sínum að loknum kosningum. Ég skora á þá að láta sér málin varða. Höfundur er eldri borgari, trillusjómaður til 30 ára og fyrrverandi rafvirki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafið Sjávarútvegur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Frumbygginn er í okkur öllum. Hann býr í þjóðarsálinni og menningu okkar. Hann erfist á milli kynslóða og opnar dyr til að starfa í gjövulli náttúru landsins. Frumbygginn gerir ekki kröfu til eignaréttar. Handfæraveiðar hafa í gegnum aldirnar verið grunnstoð til afkomu fólksins. Sjósókn er Íslendingum í blóð borin. Þekking sjómanna á fiskimiðum út frá ströndum á heimaslóð sem nýtist vel til veiðanna. Í dag eru handfærabátar vel útbúnir plastbátar með góðan tækjakost sem kostar sitt. Það gætir ákveðin hræðsla meðal stjórnvalda um að fjöldi sjómanna sem stunda frjálsar handfæraveiðar fari fram úr hófi og ekkert verði við ráðið. Hugsanlega er þessi ótti stjórnvalda óþarfur. Til þess að komast í þetta kerfi er mikilll kostnaður sem dregur úr getu manna til að komast í kerfið. 1.Til að mynda þarf sjómaður sem vill stunda þessar veiðar að vera hluthafi í útgerði eða eigandi báts 2.Eigandi báts þarf að afla sér réttinda til að geta stundað veiðar í þessu smábátakerfi. Sem svar við ótta stjórnvalda hefur Landsamband smábátaeiganda óskað eftir því að stjórnvöld taki til greina tillögu sem samþykkt var á aðalfundi sambandsins 14.október síðastliðin. Fjallar tillagan um tilraunaverkefni í þessu kerfi. Það var skynsamlegt ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða að veiðireynsla einstaka útgerða til kvóta skyldi vera 70% af veiðireynslu þeirra. Þannig féll 30% af veiðireynslu í ríkissjóð. Sá sjóður er ætlaður að nýta til sérstakra verkefna til að styrkja og styðja við landsbyggðina. Þessar úthlutanir eru tæki stjórnvalda til að bregðast við versnandi stöðu landsbyggðarinnar sem átti allt undir útgerð dagróðrarbáta. Aflaheimildir í aflamarki og krókaflamarki eru úthlutanir, séreign þjóðarinnar sem stjórnvöld geta ráðstafað án afskipta annarra. Þegar vel aflast á grunnslóð þá er góður árgangur komin í veiðina og því þjóðhagslega hagkvæmt að nýta hann á frjálsum handfæraveiðum. Þær taka ekki neitt frá öðrum útgerðum því þeirra afli er utan venjulega kvótasetningu í þorski og ufsa sem eru þær tegundir fiska sem eru í veiði handfæra báta. Að auki brenna inni þær tegundur ár hvert. Að því sögðu vel ég þakka samfélagi okkar fyrir framúrskarandi umgjörð sem orðin er í kring um smábáta. Það er búið að gera gríðarlega góða umgjörð fyrir kerfi sem getur ekki nýtt það til fulls vegna stöðvunar veiða á úthlutuðum veiðtíma. 1.Reglur um skoðunarskyldu báta. 2.Vaktstofa Landhelgisgæslunnar í gegnum AIS kerfið. 3.Skilvirk og áreiðanleg veðurlýsing í rauntíma frá Veðurstofu Íslands. 4.Björgunarbátar í viðbragðsstöðu um allt land. 5.Vel búnar smábátahafnir á landinu öllu. Þetta utanumhald hefur fækkað sjóslysum verulega undanfarin ár og sannað gildi sitt. Umgjörðin er þar af leiðandi góð en veiðiréttur brotin vegna stöðvunar veiðanna á úthlutuðum veiðtíma. Þessu þarf að breyta! Ég, frumbygginn og strandveiðimaðurinn til margra ára fæ oft þá spurningu:,,Af hverju ertu að þessu puði. Því er auðvelt að svara. Það er frelsið sem fylgir því að vera úti á sjó. Einyrki einn með sjálfum sér úti í náttúrunni, því fylgir alltaf von um góðan afla í byrjun veiðiferðar. Það er aldrei á vísan að róa. Sjómaðurinn er aldrei glaðari en á góðum degi þegar aflast vel. Sú gleði fæst ekki í apótekum eða vínbúðum því hún býr í manninum sjálfum. Sönn gleði”. Það er mitt svar og mæli ég með að stunda sjósókn. Hvernig væri að samfélagið taki sig saman og bæti þetta kerfi, lofi nýliðum að njóta svo afkoma þeirra sem það stunda sé tryggð? Nýliði sem hefur kraft, áhuga og þor til að stunda strandveiðar ætti að fá tækifæri til að hefja sjósókn sér og sínum til framfærslu hvar á landinu sem er. Að lokum: Það er komið að Alþingiskosningum. Þrátt fyrir mikilvægi strandveiða fyrir fjölda landsmanna er lítil umræða um þetta meingallaða kerfi. Flokkur fólksins hefur þegar lýst yfir stuðningi við breytingar, en hvað ætlar þinn flokkur að gera? Við skulum minna okkur á að strandveiðibátar voru 730 árið 2024 – hver og einn þeirra skiptir máli. Hvert atkvæði skiptir máli, ekki satt? Ég óska verðandi alþingismönnum velfarnaðar í störfum sínum að loknum kosningum. Ég skora á þá að láta sér málin varða. Höfundur er eldri borgari, trillusjómaður til 30 ára og fyrrverandi rafvirki
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar