Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar 22. nóvember 2024 08:30 Í nýlegri grein skrifaði ég að Sjálfstæðisflokkurinn boðaði skattalækkanir handa þeim efnamestu með kosningaáherslunni sinni “Helmingum erfðafjárskatt og fjórföldum frítekjumarkið í 20 milljónir króna”. Þá benti ég á að ef ætlunin væri að hugsa um hag meðalmannsins væri nær að breyta eingöngu frítekjumörkunum en ekki skattprósentunni sjálfri en breyting á skattprósentunni sjálfri er til þess fallin að aðstoða þá efnameiri frekar. Þetta fór öfugt ofan í frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, Þórð Gunnarsson, sem skrifaði svargrein. Því er tilvalið að fara nánar yfir málið. Hverjum nýtist boðuð skattbreyting Sjálfstæðisflokksins helst? Til að átta okkur á áhrifum boðaðra skattbreytinga Sjálfstæðisflokksins er gott að reikna út skattskyldu dánarbúa af mismunandi stærð bæði við núverandi kerfi og með breytingum. Til samanburðar er sömuleiðis gott að horfa á kerfi sem eingöngu hækkar skattleysismörkin en hreyfir ekki við skattprósentunni sjálfri. Taflan hér að neðan sýnir þrjú mismunandi tilfelli. Fyrst núverandi kerfi þar sem 5 m.kr eru skattlausar en 10% skattur er lagður á eftir það. Skattleysismörkin voru reyndar 5 m.kr árið 2021 en eru 6,2 m.kr 2024, en leyfum Sjálfstæðismönnum að stela nokkrum fjöðrum fyrir hattinn sinn hér til að geta talað um fjórföldun. Næst kemur boðuð breyting Sjálfstæðismanna sem miðar við 20 m.kr skattleysismörk og 5% skatt eftir það. Að lokum er það kerfi þar sem skattleysismörkin eru hækkuð í 45,5 m.kr, en í þeirri tölu er dánarbú sem byggir á miðgildi hreinnar eignar landsmanna á eftirlaunaaldri (71 m.kr samkvæmt Þórði) eins sett og með tillögu Sjálftæðismanna. Niðurstaðan er í fullu samræmi við innhald fyrri greinar minnar þar sem hærri skattleysismörk henta litlum og meðal stórum dánarbúum betur en lægri skattprósenta hentar stærri dánarbúum betur. Kerfi Sjálfstæðismanna myndi spara stórum dánarbúum tugi eða hundruðu milljóna umfram núverandi kerfi. Hinsvegar myndi meiri hækkun skattleysismarkanna án þess að breyta skattprósentunni setja þak á skattasparnað þeirra efnameiri við kerfisbreytinguna en styðja meðalmanninn jafn vel og alla þar undir betur (nema þau séu undir núverandi lágmarki, þá skiptir þetta engu). Ósanngjörn tvísköttunin – Eða ekki ? Ætlunin hér er ekki að fara út í flókna umræðu um eðli tvíþætta skattkerfisins og mismunandi meðhöndlun launa- og fjármagnstekna né hvernig stórfyrirtæki, stóreignafólk eða stórerfingar koma sér undan skattheimtu. Til að svara Þórði verð ég þó að dýfa litlu tánni í þá laug. Að fresta skattlagningu hefur ótvíræða kosti í för með sér fyrir þann sem frestar skattlagningunni. Það er vegna þess að fjárfestirinn getur ávaxtað fjármunina meðan skattlagningunni er frestað og þannig notið aukinnar ávöxtunnar sem hann hefði annars ekki gert. Þetta er til að mynda einn af kostum lífeyrissparnaðar umfram hefðbundinn launasparnað, því skattarnir eru eingöngu greiddir við úttekt en ekki upphaf sparnaðsins þegar launin voru greidd og svo samfellt af vöxtunum. Ýmsir vegir eru færir til að fresta eða lágmarka skattheimtu en látum hér nægja að nefna mjög einfalt dæmi. Hlutabréf sem ganga kaupum og sölu á opnum almennum markaði hafa þekkt markaðsverð. Þannig er ljóst að bréf í Apple hefur aukist umtalsvert í virði seinustu áratugi án þess að neinn skattur hafi verið greiddur af virðisaukningunni hjá eiganda bréfanna. Þessi virðisaukning er ekki bara huglæg, við getum staðfest að bréfin hafa hækkað í virði alveg óháð því hvort ákveðinn fjárfestir hafi raungert virðisaukninguna hjá sér sem söluhagnað. Þannig er ljóst að töluverður hluti eigna stórra dánarbúa kann að vera í eignum sem hafa aldrei verið skattlagðar og það felur í sér skattahagræði. Áframhald á því skattahagræði umfram lífdaga fjárfestisins er ekki til þess fallið að auka skilvirkni. Þessu er svo almennt öfugt farið með lítil dánarbú þar sem fjármunirnir voru skattlagðir sem launatekjur, nema í tilfelli virðisaukningar húseignar en um hana eru sérstakar undanþágur frá skattlagningu. Það er svo allt önnur spurning hvort að það eigi að hafa erfðafjárskatt yfir höfuð. Nú eða hvort það eigi bara sömu reglur að gilda um erfðir og aðrar gjafir, en skattkerfið okkar leggur upp með að það megi ekki gefa öðrum umtalsverðar fjárhæðir án þess þær verði skattskyldar, jafnvel þó við sjálf höfum áður greitt af þeim skatt. Enda forsenda allrar skattlagningar í viðskiptum. Í öllu falli stendur eftir að raunveruleg virðisaukning ýmissa eigna dánarbúa, sér í lagi stærri dánarbúa, hefur aldrei verið sköttuð. Sjálfstæðismanninum svarað Niðurstaða fyrri greinar minnar stendur vitanlega óhögguð eins og tölurnar sýna okkar. Lausnir Sjálfstæðisflokksins eru sem fyrr sniðnar að þeim efnameiri. Það verður hver svo að eiga það við sjálfan sig hvort það sé gott eða slæmt. Þórður fer mikinn og langt frá hinu raunverulega viðfangsefni og ræðir böl vinstri manna sem ala tortryggni og standa helst fyrir boðum, bönnum og sköttum. Ekki talaði ég nú fyrir neinu slíku heldur benti einfaldlega á fyrir hverja nýjustu útspil Sjálfstæðismanna eru hugsuð. En ég held að Sjálfstæðismenn mættu fremur líta sér nær áður en þeir saka aðra um að ýta undir tortryggni, enda lykilgerendur í gott sem öllum spillingarmálum Íslandssögunnar og hafa búið svo um að traust í garð stjórnmálamanna er í frostmarki. Þá hafa Sjálfstæðismenn sjálfir þyngt skattbyrði almennra borgara alveg statt og stöðugt síðustu áratugina (nema þeirra efnamestu), fjölgað ráðuneytum og blásið út ríkið auk þess að styðja varla nokkurt einasta frjálslyndismál enda íhaldsflokkur. Sem sagt boð, bönn og aukin skattheimta. Þá má ég einnig til með að benda á að ég er ekki í framboði fyrir Pírata þó Þórður sé viss um að ég sé það, en ég er vissulega í Pírötum. Í grein Þórðar glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna fyrir fjármálaöflum. Ef við myndum feta hér í fótspor Noregs yrði landflótti segir Þórður. Ef við hefðum fetað í fótspor Noregs í auðlindamálum ætti íslenska þjóðin gríðarstóran fjárfestingarsjóð líkt og Norðmenn eiga sinn olíusjóð. Þess í stað eigum við kvótakónga. Blessunarlega á almenningur sér málsvara í BEPS OECD samstarfinu gegn skattaundanskotum stórfyrirtækja sem 145 lönd taka nú þátt í. Blessunarlega er Evrópusambandið að vinna að öflugra kerfi til að tryggja löndum getu til að stýra eigin skattheimtu (BEFIT). Blessunarlega eru alvarlegar umræður meðal helstu skattasérfræðinga heims um eignaskatta á ríkasta lag samfélagsins, enda þjóðfélagshópur sem hefur sínar tekjur ekki í gegnum laun heldur eigna aukningu sem er sjaldnast raungerð til þess að fresta skattlagningu. Blessunarlega er fólk í heiminum sem skilur að skilvirk skattkerfi eru meira en að segja “lækkum skatta” fyrir kosningar en hækka þá svo í raun samhliða frasanum “Ef við gefum ekki undan efnafólki þá fer það” í stað þess að leita raunverulegra lausna. Höfundur er áfram viss í afstöðu sinni gagnvart skattatillögu Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein skrifaði ég að Sjálfstæðisflokkurinn boðaði skattalækkanir handa þeim efnamestu með kosningaáherslunni sinni “Helmingum erfðafjárskatt og fjórföldum frítekjumarkið í 20 milljónir króna”. Þá benti ég á að ef ætlunin væri að hugsa um hag meðalmannsins væri nær að breyta eingöngu frítekjumörkunum en ekki skattprósentunni sjálfri en breyting á skattprósentunni sjálfri er til þess fallin að aðstoða þá efnameiri frekar. Þetta fór öfugt ofan í frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, Þórð Gunnarsson, sem skrifaði svargrein. Því er tilvalið að fara nánar yfir málið. Hverjum nýtist boðuð skattbreyting Sjálfstæðisflokksins helst? Til að átta okkur á áhrifum boðaðra skattbreytinga Sjálfstæðisflokksins er gott að reikna út skattskyldu dánarbúa af mismunandi stærð bæði við núverandi kerfi og með breytingum. Til samanburðar er sömuleiðis gott að horfa á kerfi sem eingöngu hækkar skattleysismörkin en hreyfir ekki við skattprósentunni sjálfri. Taflan hér að neðan sýnir þrjú mismunandi tilfelli. Fyrst núverandi kerfi þar sem 5 m.kr eru skattlausar en 10% skattur er lagður á eftir það. Skattleysismörkin voru reyndar 5 m.kr árið 2021 en eru 6,2 m.kr 2024, en leyfum Sjálfstæðismönnum að stela nokkrum fjöðrum fyrir hattinn sinn hér til að geta talað um fjórföldun. Næst kemur boðuð breyting Sjálfstæðismanna sem miðar við 20 m.kr skattleysismörk og 5% skatt eftir það. Að lokum er það kerfi þar sem skattleysismörkin eru hækkuð í 45,5 m.kr, en í þeirri tölu er dánarbú sem byggir á miðgildi hreinnar eignar landsmanna á eftirlaunaaldri (71 m.kr samkvæmt Þórði) eins sett og með tillögu Sjálftæðismanna. Niðurstaðan er í fullu samræmi við innhald fyrri greinar minnar þar sem hærri skattleysismörk henta litlum og meðal stórum dánarbúum betur en lægri skattprósenta hentar stærri dánarbúum betur. Kerfi Sjálfstæðismanna myndi spara stórum dánarbúum tugi eða hundruðu milljóna umfram núverandi kerfi. Hinsvegar myndi meiri hækkun skattleysismarkanna án þess að breyta skattprósentunni setja þak á skattasparnað þeirra efnameiri við kerfisbreytinguna en styðja meðalmanninn jafn vel og alla þar undir betur (nema þau séu undir núverandi lágmarki, þá skiptir þetta engu). Ósanngjörn tvísköttunin – Eða ekki ? Ætlunin hér er ekki að fara út í flókna umræðu um eðli tvíþætta skattkerfisins og mismunandi meðhöndlun launa- og fjármagnstekna né hvernig stórfyrirtæki, stóreignafólk eða stórerfingar koma sér undan skattheimtu. Til að svara Þórði verð ég þó að dýfa litlu tánni í þá laug. Að fresta skattlagningu hefur ótvíræða kosti í för með sér fyrir þann sem frestar skattlagningunni. Það er vegna þess að fjárfestirinn getur ávaxtað fjármunina meðan skattlagningunni er frestað og þannig notið aukinnar ávöxtunnar sem hann hefði annars ekki gert. Þetta er til að mynda einn af kostum lífeyrissparnaðar umfram hefðbundinn launasparnað, því skattarnir eru eingöngu greiddir við úttekt en ekki upphaf sparnaðsins þegar launin voru greidd og svo samfellt af vöxtunum. Ýmsir vegir eru færir til að fresta eða lágmarka skattheimtu en látum hér nægja að nefna mjög einfalt dæmi. Hlutabréf sem ganga kaupum og sölu á opnum almennum markaði hafa þekkt markaðsverð. Þannig er ljóst að bréf í Apple hefur aukist umtalsvert í virði seinustu áratugi án þess að neinn skattur hafi verið greiddur af virðisaukningunni hjá eiganda bréfanna. Þessi virðisaukning er ekki bara huglæg, við getum staðfest að bréfin hafa hækkað í virði alveg óháð því hvort ákveðinn fjárfestir hafi raungert virðisaukninguna hjá sér sem söluhagnað. Þannig er ljóst að töluverður hluti eigna stórra dánarbúa kann að vera í eignum sem hafa aldrei verið skattlagðar og það felur í sér skattahagræði. Áframhald á því skattahagræði umfram lífdaga fjárfestisins er ekki til þess fallið að auka skilvirkni. Þessu er svo almennt öfugt farið með lítil dánarbú þar sem fjármunirnir voru skattlagðir sem launatekjur, nema í tilfelli virðisaukningar húseignar en um hana eru sérstakar undanþágur frá skattlagningu. Það er svo allt önnur spurning hvort að það eigi að hafa erfðafjárskatt yfir höfuð. Nú eða hvort það eigi bara sömu reglur að gilda um erfðir og aðrar gjafir, en skattkerfið okkar leggur upp með að það megi ekki gefa öðrum umtalsverðar fjárhæðir án þess þær verði skattskyldar, jafnvel þó við sjálf höfum áður greitt af þeim skatt. Enda forsenda allrar skattlagningar í viðskiptum. Í öllu falli stendur eftir að raunveruleg virðisaukning ýmissa eigna dánarbúa, sér í lagi stærri dánarbúa, hefur aldrei verið sköttuð. Sjálfstæðismanninum svarað Niðurstaða fyrri greinar minnar stendur vitanlega óhögguð eins og tölurnar sýna okkar. Lausnir Sjálfstæðisflokksins eru sem fyrr sniðnar að þeim efnameiri. Það verður hver svo að eiga það við sjálfan sig hvort það sé gott eða slæmt. Þórður fer mikinn og langt frá hinu raunverulega viðfangsefni og ræðir böl vinstri manna sem ala tortryggni og standa helst fyrir boðum, bönnum og sköttum. Ekki talaði ég nú fyrir neinu slíku heldur benti einfaldlega á fyrir hverja nýjustu útspil Sjálfstæðismanna eru hugsuð. En ég held að Sjálfstæðismenn mættu fremur líta sér nær áður en þeir saka aðra um að ýta undir tortryggni, enda lykilgerendur í gott sem öllum spillingarmálum Íslandssögunnar og hafa búið svo um að traust í garð stjórnmálamanna er í frostmarki. Þá hafa Sjálfstæðismenn sjálfir þyngt skattbyrði almennra borgara alveg statt og stöðugt síðustu áratugina (nema þeirra efnamestu), fjölgað ráðuneytum og blásið út ríkið auk þess að styðja varla nokkurt einasta frjálslyndismál enda íhaldsflokkur. Sem sagt boð, bönn og aukin skattheimta. Þá má ég einnig til með að benda á að ég er ekki í framboði fyrir Pírata þó Þórður sé viss um að ég sé það, en ég er vissulega í Pírötum. Í grein Þórðar glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna fyrir fjármálaöflum. Ef við myndum feta hér í fótspor Noregs yrði landflótti segir Þórður. Ef við hefðum fetað í fótspor Noregs í auðlindamálum ætti íslenska þjóðin gríðarstóran fjárfestingarsjóð líkt og Norðmenn eiga sinn olíusjóð. Þess í stað eigum við kvótakónga. Blessunarlega á almenningur sér málsvara í BEPS OECD samstarfinu gegn skattaundanskotum stórfyrirtækja sem 145 lönd taka nú þátt í. Blessunarlega er Evrópusambandið að vinna að öflugra kerfi til að tryggja löndum getu til að stýra eigin skattheimtu (BEFIT). Blessunarlega eru alvarlegar umræður meðal helstu skattasérfræðinga heims um eignaskatta á ríkasta lag samfélagsins, enda þjóðfélagshópur sem hefur sínar tekjur ekki í gegnum laun heldur eigna aukningu sem er sjaldnast raungerð til þess að fresta skattlagningu. Blessunarlega er fólk í heiminum sem skilur að skilvirk skattkerfi eru meira en að segja “lækkum skatta” fyrir kosningar en hækka þá svo í raun samhliða frasanum “Ef við gefum ekki undan efnafólki þá fer það” í stað þess að leita raunverulegra lausna. Höfundur er áfram viss í afstöðu sinni gagnvart skattatillögu Sjálfstæðisflokksins
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun