Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar 22. nóvember 2024 08:45 Það er ekki sjálfgefið að þjóð eigi menningarráðherra sem stendur með menningarlífinu í landinu í blíðu og stríðu. Lilja Alfreðsdóttir hefur verið þessi menningarmálaráðherra. Á undanförnum 7 árum hefur virðing mín vaxið fyrir henni sem stjórnmálamanni, ráðherra menningarmála og ráðherra annarra málaflokka sem hún hefur tekið að sér. Sú staðreynd að hún viðurkenni og skilji mikilvægi menningar og skapandi greina fyrir samfélagið skiptir mig miklu máli. Mestu máli skiptir þó að hún framkvæmir í takt við það! Stundum hefur maður upplifað að það sé litið niður á menningu og skapandi greinar. Á þessu hefur orðið talsverð breyting til hins betra, ekki síst fyrir tilstuðlan Lilju, sem hefur lagt mikið kapp á að draga fram hið efnahagslega mikilvægi sem menning og skapandi greinar hafa fyrir samfélagið og tala þessar greinar markvisst upp. Dökk mynd í málun Í málefnum myndlistarinnar hefur Lilja tekið til hendinni líkt og í öðrum listgreinum. Þannig hefur hún ráðist í stefnumótun í góðri samvinnu við haghafa myndlistarinnar og í Myndlistarstefnu fyrir Ísland til ársins 2030 birtist framtíðarsýn fyrir greinina, sem er þegar byrjað að hrinda til framkvæmda. Þegar ég ræði við kollega mína í menningarlífinu um Lilju er tónninn alltaf sá sami: Mikil virðing er borin fyrir því að orð standi hjá Lilju Alfreðsdóttur – og að hún gangi í verkin til þess að klára þau. Það væri synd að sjá Lilju Alfreðsdóttur falla af Alþingi, en sú dökka mynd virðist vera að málast upp samkvæmt skoðanakönnunum. Ég vil því stíga fram og lýsa yfir stuðningi við Lilju Alfreðsdóttur og jafnframt þakka fyrir framlag hennar til menningarmála á Íslandi. Það skiptir máli að á Alþingi sé jafn öflugur stuðningsmaður menningar og skapandi greina. Takk, Lilja! Höfundur er myndlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Það er ekki sjálfgefið að þjóð eigi menningarráðherra sem stendur með menningarlífinu í landinu í blíðu og stríðu. Lilja Alfreðsdóttir hefur verið þessi menningarmálaráðherra. Á undanförnum 7 árum hefur virðing mín vaxið fyrir henni sem stjórnmálamanni, ráðherra menningarmála og ráðherra annarra málaflokka sem hún hefur tekið að sér. Sú staðreynd að hún viðurkenni og skilji mikilvægi menningar og skapandi greina fyrir samfélagið skiptir mig miklu máli. Mestu máli skiptir þó að hún framkvæmir í takt við það! Stundum hefur maður upplifað að það sé litið niður á menningu og skapandi greinar. Á þessu hefur orðið talsverð breyting til hins betra, ekki síst fyrir tilstuðlan Lilju, sem hefur lagt mikið kapp á að draga fram hið efnahagslega mikilvægi sem menning og skapandi greinar hafa fyrir samfélagið og tala þessar greinar markvisst upp. Dökk mynd í málun Í málefnum myndlistarinnar hefur Lilja tekið til hendinni líkt og í öðrum listgreinum. Þannig hefur hún ráðist í stefnumótun í góðri samvinnu við haghafa myndlistarinnar og í Myndlistarstefnu fyrir Ísland til ársins 2030 birtist framtíðarsýn fyrir greinina, sem er þegar byrjað að hrinda til framkvæmda. Þegar ég ræði við kollega mína í menningarlífinu um Lilju er tónninn alltaf sá sami: Mikil virðing er borin fyrir því að orð standi hjá Lilju Alfreðsdóttur – og að hún gangi í verkin til þess að klára þau. Það væri synd að sjá Lilju Alfreðsdóttur falla af Alþingi, en sú dökka mynd virðist vera að málast upp samkvæmt skoðanakönnunum. Ég vil því stíga fram og lýsa yfir stuðningi við Lilju Alfreðsdóttur og jafnframt þakka fyrir framlag hennar til menningarmála á Íslandi. Það skiptir máli að á Alþingi sé jafn öflugur stuðningsmaður menningar og skapandi greina. Takk, Lilja! Höfundur er myndlistarmaður.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun