Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar 22. nóvember 2024 10:30 Alþingiskosningar fara fram þann 30. nóvember 2024. Þá er mikilvægt að staldra við, íhuga vandlega og spyrja: Hvert ætlum við að stefna? Og hvert erum við að fara? Frá stofnun lýðveldisins hefur Ísland lagt áherslu á sjálfstæði sitt og sterka stöðu sem fullvalda ríki. Sjálfstæði hefur ekki aðeins verið hornsteinn íslenskrar þjóðar heldur einnig lykillinn að velgengni hennar á sviði efnahags, menningar og auðlindarmála. Það er sú sýn sem Framsóknarflokkurinn hefur staðið fyrir í áratugi. Þessi afstaða byggir ekki á tilfinningum heldur á skynsamlegri greiningu og sögulegri reynslu, sem hefur sannað gildi sitt. Af hverju standa utan ESB? Ísland hefur byggt upp sterka stöðu sem smáríki sem ræður eigin málum. Fyrirmyndir okkar í þessu efni eru lönd eins og Noregur og Sviss, sem bæði njóta meiri hagvaxtar og betri kaupmáttar en mörg aðildarríki Evrópusambandsins. Þessi lönd hafa sýnt að það er hægt að tryggja efnahagslegan stöðugleika án þess að ganga í sambandið. Þau halda sjálfstæði í mikilvægum málaflokkum, svo sem í sjávarútvegi og viðskiptasamningum, og hafa þar af leiðandi sveigjanleika til að bregðast við áskorunum og nýta tækifæri á eigin forsendum. Fyrir Ísland, sem er ríkt af náttúruauðlindum, sérstaklega í sjávarútvegi, væri aðild að ESB skaðleg. Með inngöngu í sambandið myndi Ísland þurfa að fylgja sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB, sem myndi skerða rétt okkar til að stýra nýtingu fiskistofna í eigin lögsögu. Hvað myndi Ísland fá í ESB? Ein röksemd fyrir inngöngu í Evrópusambandið er aukin aðkoma að ákvarðanatöku innan Evrópu. En sú aðkoma er í raun lítil fyrir smærri lönd. Ísland, með tæplega 400.000 íbúa, myndi aðeins fá sex þingmenn á Evrópuþingið – sex röddum af samtals 705. Í reynd væri rödd Íslands því lítil og áhrifamátturinn takmarkaður. Sjálfstæði og sveigjanleiki eru styrkleikar Þrátt fyrir að ESB sé oft talið grundvöllur efnahagslegs stöðugleika sýnir reynslan að mörg aðildarríki sambandsins glíma við alvarleg efnahagsvandamál, svo sem háa atvinnuleysistíðni og hægan hagvöxt. Íslenska hagkerfið hefur, með sínum sveigjanleika, sannað getu sína til að sigrast á áskorunum með sjálfstæðum ákvörðunum. Þetta kom glöggt í ljós eftir fjármálahrunið, þegar Ísland náði að endurreisa hagkerfið á eigin forsendum. Framtíðin byggð á þjóðlegum grunni Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að framtíð Íslands byggist á áframhaldandi sjálfstæði og styrk sambands við þau lönd sem við deilum sameiginlegum gildum með. Að byggja framtíðina á hagsmunum þjóðarinnar tryggir stöðugleika, sjálfbærni og hagsæld fyrir komandi kynslóðir. Ísland hefur sannað að það getur staðið á eigin fótum – og það er leiðin fram á við. Við eigum ekki að bindast böndum sem skerða sjálfstæði okkar. Þess í stað eigum við að efla tengsl við önnur sjálfstæð ríki og tryggja áframhaldandi hagsæld með því að halda þeirri stefnu sem hefur reynst okkur vel. Stöndum vörð um fullveldið. Setjum X við B og tryggjum íslenska framtíð á þjóðlegum grunni. „Það þarf magnað þor til að vera sannur maður,Meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,Fylgja í verki sannfæringu sinniSigurviss, þó freistingarnar ginni.“ - Árni Grétar Finnsson Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar fara fram þann 30. nóvember 2024. Þá er mikilvægt að staldra við, íhuga vandlega og spyrja: Hvert ætlum við að stefna? Og hvert erum við að fara? Frá stofnun lýðveldisins hefur Ísland lagt áherslu á sjálfstæði sitt og sterka stöðu sem fullvalda ríki. Sjálfstæði hefur ekki aðeins verið hornsteinn íslenskrar þjóðar heldur einnig lykillinn að velgengni hennar á sviði efnahags, menningar og auðlindarmála. Það er sú sýn sem Framsóknarflokkurinn hefur staðið fyrir í áratugi. Þessi afstaða byggir ekki á tilfinningum heldur á skynsamlegri greiningu og sögulegri reynslu, sem hefur sannað gildi sitt. Af hverju standa utan ESB? Ísland hefur byggt upp sterka stöðu sem smáríki sem ræður eigin málum. Fyrirmyndir okkar í þessu efni eru lönd eins og Noregur og Sviss, sem bæði njóta meiri hagvaxtar og betri kaupmáttar en mörg aðildarríki Evrópusambandsins. Þessi lönd hafa sýnt að það er hægt að tryggja efnahagslegan stöðugleika án þess að ganga í sambandið. Þau halda sjálfstæði í mikilvægum málaflokkum, svo sem í sjávarútvegi og viðskiptasamningum, og hafa þar af leiðandi sveigjanleika til að bregðast við áskorunum og nýta tækifæri á eigin forsendum. Fyrir Ísland, sem er ríkt af náttúruauðlindum, sérstaklega í sjávarútvegi, væri aðild að ESB skaðleg. Með inngöngu í sambandið myndi Ísland þurfa að fylgja sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB, sem myndi skerða rétt okkar til að stýra nýtingu fiskistofna í eigin lögsögu. Hvað myndi Ísland fá í ESB? Ein röksemd fyrir inngöngu í Evrópusambandið er aukin aðkoma að ákvarðanatöku innan Evrópu. En sú aðkoma er í raun lítil fyrir smærri lönd. Ísland, með tæplega 400.000 íbúa, myndi aðeins fá sex þingmenn á Evrópuþingið – sex röddum af samtals 705. Í reynd væri rödd Íslands því lítil og áhrifamátturinn takmarkaður. Sjálfstæði og sveigjanleiki eru styrkleikar Þrátt fyrir að ESB sé oft talið grundvöllur efnahagslegs stöðugleika sýnir reynslan að mörg aðildarríki sambandsins glíma við alvarleg efnahagsvandamál, svo sem háa atvinnuleysistíðni og hægan hagvöxt. Íslenska hagkerfið hefur, með sínum sveigjanleika, sannað getu sína til að sigrast á áskorunum með sjálfstæðum ákvörðunum. Þetta kom glöggt í ljós eftir fjármálahrunið, þegar Ísland náði að endurreisa hagkerfið á eigin forsendum. Framtíðin byggð á þjóðlegum grunni Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að framtíð Íslands byggist á áframhaldandi sjálfstæði og styrk sambands við þau lönd sem við deilum sameiginlegum gildum með. Að byggja framtíðina á hagsmunum þjóðarinnar tryggir stöðugleika, sjálfbærni og hagsæld fyrir komandi kynslóðir. Ísland hefur sannað að það getur staðið á eigin fótum – og það er leiðin fram á við. Við eigum ekki að bindast böndum sem skerða sjálfstæði okkar. Þess í stað eigum við að efla tengsl við önnur sjálfstæð ríki og tryggja áframhaldandi hagsæld með því að halda þeirri stefnu sem hefur reynst okkur vel. Stöndum vörð um fullveldið. Setjum X við B og tryggjum íslenska framtíð á þjóðlegum grunni. „Það þarf magnað þor til að vera sannur maður,Meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,Fylgja í verki sannfæringu sinniSigurviss, þó freistingarnar ginni.“ - Árni Grétar Finnsson Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
„Það þarf magnað þor til að vera sannur maður,Meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,Fylgja í verki sannfæringu sinniSigurviss, þó freistingarnar ginni.“ - Árni Grétar Finnsson
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun