Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 11:47 Sem ráðherra nýsköpunar hef ég lagt sérstaka áherslu á að styðja við nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Ég, eins og raunar langflestir starfsmenn heilbrigðiskerfisins sem ég hef rætt við, er sannfærð um nauðsyn þess að ryðja braut nýrra strauma, hugsunar og aðferða í heilbrigðiskerfinu. Í heilbrigðiskerfinu starfar fólk sem setur velferð okkar í fyrsta sæti. Í þeim hópi leynast víða miklir frumkvöðlar með góðar og mikilvægar hugmyndir. Við þurfum að nýta nýjar lausnir til að létta á álagi og styðja betur við starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks um leið og bætum þjónustu við sjúklinga, styttum biðlista og aukum hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Nýsköpun og nýting gervigreindar eru forsenda þess að okkur takist að nýta betur sameiginlega fjármuni sem renna til heilbrigðiskerfisins og um leið tryggja að sú mikla þekking og hæfileikar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn búa yfir, sé ekki sóað í skriffinnsku vegna gamaldags kerfis. Spennitreyja skriffinsku Ég hef litið á það sem skyldu mína að berjast fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk verði leyst úr spennitreyju skriffinnsku sem um leið tryggir sjúklingum betri, öruggari og skjótari þjónustu. En kerfið leggur því miður stein í götu frumkvöðla og heilbrigðisstarfsmanna sem þróa nýjar lausnir – lausnir sem munu spara ómælda fjármuni og gjörbreyta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks til hins betra, draga úr álagi og gera þeim kleift að verja meiri tíma í að sinna sjúklingum. Við megum ekki vera hrædd við að nýta okkur tækni og hugvit við að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. Ég hef átt fjölmörg samtöl við lækna og frumkvöðla á síðustu árum um nýsköpun. Áhuginn og þekkingin er svo sannarlega fyrir hendi. En oft er kerfið áhugalaust. Gagnrýnin beinist ekki síst að landlæknisembættinu og því hversu seint og flókið ferlið getur verið koma nýjum tæknilausnum í gegnum nálarauga kerfisins. Þeir sem starfa innan heilbrigðisgeirans hafa lýst því hvernig þróun og innleiðing tæknilausna, svo sem rafrænna sjúkraskráa eða annarra stafrænna lausna, taki óhóflega langan tíma vegna tregðu kerfisins. Þetta hefur haft þau áhrif að nýjungar sem geta bætt þjónustu við sjúklinga og einfaldað vinnu heilbrigðisstarfsfólks eru settar á bið, jafnvel svo árum skiptir. Ég vakti athygli á þessu í grein á Vísi fyrir nokkrum dögum m.a. í ljósi frétta af ágreiningi og málaferlum Landlæknis gegn nýsköpunarfyrirtækjum. Ekki í fyrsta skipti. Með hliðsjón af því að Samfylkingin teflir landlækni fram sem ráðherraefni í heilbrigðisráðuneytinu var illa undan því vikist að draga það fram í dagsljósið hve litla samleið landlæknir og nýsköpun hafa átt á síðustu árum. Í greininni benti ég á dæmi um hvernig kerfið hefur hreinlega beitt sér gegn nýsköpunarfyrirtækjum. Það þarf meira til Greinin vakti hörð viðbrögð meðal stuðningsmanna Samfylkingar og kerfisins. Það kom ekki á óvart. Gagnrýnin mín og ábendingar standa óhögguð. Aldrei var ég að mælast gegn því að nýsköpunarfyrirtækjum og nýjum lausnum séu settar skýrar leiðbeiningar, né að nýsköpun sé innleidd í blindni. En ég hef skilning á, að þeim svíði undan skrifum sem vilja verja Samfylkinguna og óbreytt ástand og vilji afvegaleiða umræðuna frá því sem ég var raunverulega að benda á og skiptir sköpum. Það skiptir okkur öll miklu að landlæknir ýti undir skapandi hugsun allra sem starfa innan heilbrigðiskerfisins alveg með sama hætti og heilbrigðisráðherra tryggi að framsæknar hugmyndir og nýjar lausnir fái að blómstra. Í stað þess að reisa hindranir gagnvart frumkvöðlum eiga yfirvöld heilbrigðismála að leggjast á árarnar með hugvitinu. Lausnin er ekki svo einföld að heimilislæknir á mann dugi til. Við vitum öll að það þarf meira til. Það er allt undir nú þegar þjóðin eldist og lífsstílssjúkdómar fara vaxandi að við getum tekið umræðu um lýðheilsu og heilsueflingu. Við eigum að efla og hjálpa einstaklingum að taka ábyrgð á sinni eigin heilsu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í verki sýnt hve mikla áherslu hann leggur á nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins – ekki síst í heilbrigðiskerfinu. Ég er og verð alltaf í liði með fólki og hugvitinu. Samfylkingin er í einhverju allt öðru liði. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Nýsköpun Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Sem ráðherra nýsköpunar hef ég lagt sérstaka áherslu á að styðja við nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Ég, eins og raunar langflestir starfsmenn heilbrigðiskerfisins sem ég hef rætt við, er sannfærð um nauðsyn þess að ryðja braut nýrra strauma, hugsunar og aðferða í heilbrigðiskerfinu. Í heilbrigðiskerfinu starfar fólk sem setur velferð okkar í fyrsta sæti. Í þeim hópi leynast víða miklir frumkvöðlar með góðar og mikilvægar hugmyndir. Við þurfum að nýta nýjar lausnir til að létta á álagi og styðja betur við starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks um leið og bætum þjónustu við sjúklinga, styttum biðlista og aukum hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Nýsköpun og nýting gervigreindar eru forsenda þess að okkur takist að nýta betur sameiginlega fjármuni sem renna til heilbrigðiskerfisins og um leið tryggja að sú mikla þekking og hæfileikar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn búa yfir, sé ekki sóað í skriffinnsku vegna gamaldags kerfis. Spennitreyja skriffinsku Ég hef litið á það sem skyldu mína að berjast fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk verði leyst úr spennitreyju skriffinnsku sem um leið tryggir sjúklingum betri, öruggari og skjótari þjónustu. En kerfið leggur því miður stein í götu frumkvöðla og heilbrigðisstarfsmanna sem þróa nýjar lausnir – lausnir sem munu spara ómælda fjármuni og gjörbreyta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks til hins betra, draga úr álagi og gera þeim kleift að verja meiri tíma í að sinna sjúklingum. Við megum ekki vera hrædd við að nýta okkur tækni og hugvit við að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. Ég hef átt fjölmörg samtöl við lækna og frumkvöðla á síðustu árum um nýsköpun. Áhuginn og þekkingin er svo sannarlega fyrir hendi. En oft er kerfið áhugalaust. Gagnrýnin beinist ekki síst að landlæknisembættinu og því hversu seint og flókið ferlið getur verið koma nýjum tæknilausnum í gegnum nálarauga kerfisins. Þeir sem starfa innan heilbrigðisgeirans hafa lýst því hvernig þróun og innleiðing tæknilausna, svo sem rafrænna sjúkraskráa eða annarra stafrænna lausna, taki óhóflega langan tíma vegna tregðu kerfisins. Þetta hefur haft þau áhrif að nýjungar sem geta bætt þjónustu við sjúklinga og einfaldað vinnu heilbrigðisstarfsfólks eru settar á bið, jafnvel svo árum skiptir. Ég vakti athygli á þessu í grein á Vísi fyrir nokkrum dögum m.a. í ljósi frétta af ágreiningi og málaferlum Landlæknis gegn nýsköpunarfyrirtækjum. Ekki í fyrsta skipti. Með hliðsjón af því að Samfylkingin teflir landlækni fram sem ráðherraefni í heilbrigðisráðuneytinu var illa undan því vikist að draga það fram í dagsljósið hve litla samleið landlæknir og nýsköpun hafa átt á síðustu árum. Í greininni benti ég á dæmi um hvernig kerfið hefur hreinlega beitt sér gegn nýsköpunarfyrirtækjum. Það þarf meira til Greinin vakti hörð viðbrögð meðal stuðningsmanna Samfylkingar og kerfisins. Það kom ekki á óvart. Gagnrýnin mín og ábendingar standa óhögguð. Aldrei var ég að mælast gegn því að nýsköpunarfyrirtækjum og nýjum lausnum séu settar skýrar leiðbeiningar, né að nýsköpun sé innleidd í blindni. En ég hef skilning á, að þeim svíði undan skrifum sem vilja verja Samfylkinguna og óbreytt ástand og vilji afvegaleiða umræðuna frá því sem ég var raunverulega að benda á og skiptir sköpum. Það skiptir okkur öll miklu að landlæknir ýti undir skapandi hugsun allra sem starfa innan heilbrigðiskerfisins alveg með sama hætti og heilbrigðisráðherra tryggi að framsæknar hugmyndir og nýjar lausnir fái að blómstra. Í stað þess að reisa hindranir gagnvart frumkvöðlum eiga yfirvöld heilbrigðismála að leggjast á árarnar með hugvitinu. Lausnin er ekki svo einföld að heimilislæknir á mann dugi til. Við vitum öll að það þarf meira til. Það er allt undir nú þegar þjóðin eldist og lífsstílssjúkdómar fara vaxandi að við getum tekið umræðu um lýðheilsu og heilsueflingu. Við eigum að efla og hjálpa einstaklingum að taka ábyrgð á sinni eigin heilsu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í verki sýnt hve mikla áherslu hann leggur á nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins – ekki síst í heilbrigðiskerfinu. Ég er og verð alltaf í liði með fólki og hugvitinu. Samfylkingin er í einhverju allt öðru liði. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun