Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2024 12:15 Kjördæmaþáttur RUV á miðvikudaginn var að mörgu leyti lýsandi fyrir stöðu laxeldisins. Undanfarin tvö ár hefur verið samfelldur áróður gegn sjókvíaeldinu og þá sérstaklega gegn eldinu á Vestfjörðum. Þar hafa einstakir hópar og samtök á vegum fjársterkra aðila varið miklu fé til að kosta áróðurinn. Nægir þar að nefna IWF, sem nefnir sig nú íslenska náttúruverndarsjóðinn og erlenda fyrirtækið Patagoníu. Reykjavíkurfjölmiðlarnir hafa verið galopnir fyrir andstæðinga laxeldisins sem hafa fengið að valsa inn og út að eigin vild og útvarpa sínum áróðri en staðreyndir legið óbættar hjá garði. Á síðasta ári var sett fram krafan um að eldið yrði stöðvað með öllu og haldinn útifundur á Austurvelli því til stuðnings. Fyrir komandi kosningar er enn krafist banns við fiskeldi og farið með áróðursmynd um landið um stöðu laxveiðiáa í Noregi og frambjóðendum stillt upp við vegg og þeir krafðir um stuðning við bann. En svör frambjóðendanna í Norðvesturkjördæmi í þættinum sýndu áhorfendum brotlendingu á þessari áróðursherferð. Það er aðeins einn flokkur sem gengst við því að hann vilji banna laxeldið. Annar reynir að troða marvaðann. Að öðru leyti voru frambjóðendur flokkanna tíu sammála um að laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum er komið til að vera og meira en það, það er komið til þess að vaxa og dafna. Veruleikinn á Vestfjörðum Frambjóðendunum er ljóst að laxeldið hefur skipt sköpum á Vestfjörðum. Það hefur dregið Vestfirði úr aldarfjórðungs hnignun og samdrætti og breytt því í landssvæði þar sem framfarir ríkja, fólki fjölgar, öflug fyrirtæki byggjast upp og skapa störf sem eru talin í hundruðum og greiða laun sem eru með þeim hæstu á landinu. Því fylgir að verðmæti fasteigna hefur hækkað stórum skrefum og myndað eigið fé hjá fjölskyldunum sem eiga þær. Þegar frambjóðendurnir sjá þennan veruleika og hafa í huga áratugina þegar allt gekk á verri veg, Vestfirðingum fækkaði um 40% og samdráttur einkenndi hvert pláss hrýs þeim auðvitað hugur við kröfunni um að banna laxeldið og taka vonina frá fólki. Því fylgir sú ábyrgð að koma með annað í staðinn fyrir það sem bannað er og þar hafa menn engin svör. Krafan um bann við laxeldið er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum. Frammi fyrir þessum veruleika verður frambjóðendunum ljóst að þeir vilja ekki axla ábyrgð á afleiðingum bannsins. Þess vegna voru frambjóðendurnir nær samhljóða í svörum sínum á þá lund að fiskeldið myndi halda áfram. Það er stóra niðurstaðan, ekki bara í kjördæminu heldur líka á landsvísu. Það verður framhaldið að byggja áfram upp laxeldið og samhliða finna lausnir á umhverfisáhrifum þess og koma í veg fyrir að eldislax fari upp í árnar í einhverjum þeim mæli að skaðlegt geti orðið. Þetta verkefni er vel gerlegt, eldisfyrirtækin eru að þróa ýmsar aðferðir gegn lús, sjúkdómum og sleppningum og eru að ná árangri í þeim efnum. Hverja þá á er hægt að vernda fyrir uppgöngu eldislax sem menn vilja með tæknibúnaði. Meint skaðsemi laxeldisins er stórlega orðum aukið og hefur enn engin orðið í einstökum ám. Hvergi hefur verið sýnt fram á skaða og efnahagslegt tjón á stangveiðihlunnindum á landinu enda hefur það ekki orðið. Veruleikinn á landsvísu Annað sem vert er að draga fram er hin efnahagslega þýðing laxeldisins. Hún er kannski stærsta ástæðan fyrir því að bannherferðin hefur beðið skipbrot. Síðustu ár eru tekjur þjóðarbúsins um 40 – 45 milljarðar króna á ári. Þó er framleiðslan um eða innan við helmingur þess sem leyft er í þegar útgefnum leyfum. Fyrirtækin í fiskeldinu hafa verið að búa sig undir aukna framleiðslu með fjárfestingum í seiðaframleiðslu, vinnsluhúsum, þjónustuskipum og öðrum tækjum og búnaði sem þarf til eldisins. Fjárhæðirnar eru taldar í tugum milljarða króna. Fyrirsjáanlegt er að eftir um það bil þrjú ár verður árleg framleiðsla orðin um 90 þúsund tonn, nær eingöngu í sjókvíaeldi. Útflutningsverðmæti atvinnugreinarinnar verður þá orðið um 100 milljarðar króna á hverju ári. Það eru slíkar stærðir að þjóðarbúið ræður ekki við að slík framleiðsla verði bönnuð og kippt út.Lífskjarabati almennings á næstu árum verður borinn uppi af vextinum í laxeldinu. Tekjurnar dreifast um þjóðfélagið svo sem til ríkisins, sveitarfélaga, þjónustufyrirtækja, launþega o.s.frv. Laxeldið mun hafa mikil áhrif á viðskiptajöfnuð, gengi krónunnar og verðbólgu. Frambjóðendunum flestum og flokkum þeirra er þetta að verða ljóst og það mátti sjá og heyra í þættinum. Jafnvel frambjóðendur runnir upp úr sveitum laxveiðiánna létu sig hafa það að segja fyrir framan alþjóð að laxeldið yrði ekki bannað og að atvinnugreinin væri nauðsynleg. Það staðfesti að bannbaráttan er töpuð hjá öfgaliðinu sem hefur undanfarin ár hamast gegn laxeldinu á Vestfjörðum og það með verulega óvönduðum málflutningi. Laxeldi og lífskjörin Héðan í frá mun umræða snúast um gagnsemi laxeldis fyrir land og þjóð og þróun lausna þar sem þörf er á. Frambjóðendur lögðu áherslu á að vinna að meiri sátt um eldið. Þar er hlutverk fjölmiðla stórt vilji þeir vinna að því og kannski má segja að þar sé mikið svigrúm til þess að gera betur en þeir hafa hingað til gert. Vilji Reykjavíkurfjölmiðlarnir vinna að þessu markmiði þurfa þeir að hafa það í huga. Þátturinn var ágæt byrjun á þeim efnum. Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fiskeldi Byggðamál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Kjördæmaþáttur RUV á miðvikudaginn var að mörgu leyti lýsandi fyrir stöðu laxeldisins. Undanfarin tvö ár hefur verið samfelldur áróður gegn sjókvíaeldinu og þá sérstaklega gegn eldinu á Vestfjörðum. Þar hafa einstakir hópar og samtök á vegum fjársterkra aðila varið miklu fé til að kosta áróðurinn. Nægir þar að nefna IWF, sem nefnir sig nú íslenska náttúruverndarsjóðinn og erlenda fyrirtækið Patagoníu. Reykjavíkurfjölmiðlarnir hafa verið galopnir fyrir andstæðinga laxeldisins sem hafa fengið að valsa inn og út að eigin vild og útvarpa sínum áróðri en staðreyndir legið óbættar hjá garði. Á síðasta ári var sett fram krafan um að eldið yrði stöðvað með öllu og haldinn útifundur á Austurvelli því til stuðnings. Fyrir komandi kosningar er enn krafist banns við fiskeldi og farið með áróðursmynd um landið um stöðu laxveiðiáa í Noregi og frambjóðendum stillt upp við vegg og þeir krafðir um stuðning við bann. En svör frambjóðendanna í Norðvesturkjördæmi í þættinum sýndu áhorfendum brotlendingu á þessari áróðursherferð. Það er aðeins einn flokkur sem gengst við því að hann vilji banna laxeldið. Annar reynir að troða marvaðann. Að öðru leyti voru frambjóðendur flokkanna tíu sammála um að laxeldi í sjókvíum á Vestfjörðum er komið til að vera og meira en það, það er komið til þess að vaxa og dafna. Veruleikinn á Vestfjörðum Frambjóðendunum er ljóst að laxeldið hefur skipt sköpum á Vestfjörðum. Það hefur dregið Vestfirði úr aldarfjórðungs hnignun og samdrætti og breytt því í landssvæði þar sem framfarir ríkja, fólki fjölgar, öflug fyrirtæki byggjast upp og skapa störf sem eru talin í hundruðum og greiða laun sem eru með þeim hæstu á landinu. Því fylgir að verðmæti fasteigna hefur hækkað stórum skrefum og myndað eigið fé hjá fjölskyldunum sem eiga þær. Þegar frambjóðendurnir sjá þennan veruleika og hafa í huga áratugina þegar allt gekk á verri veg, Vestfirðingum fækkaði um 40% og samdráttur einkenndi hvert pláss hrýs þeim auðvitað hugur við kröfunni um að banna laxeldið og taka vonina frá fólki. Því fylgir sú ábyrgð að koma með annað í staðinn fyrir það sem bannað er og þar hafa menn engin svör. Krafan um bann við laxeldið er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum. Frammi fyrir þessum veruleika verður frambjóðendunum ljóst að þeir vilja ekki axla ábyrgð á afleiðingum bannsins. Þess vegna voru frambjóðendurnir nær samhljóða í svörum sínum á þá lund að fiskeldið myndi halda áfram. Það er stóra niðurstaðan, ekki bara í kjördæminu heldur líka á landsvísu. Það verður framhaldið að byggja áfram upp laxeldið og samhliða finna lausnir á umhverfisáhrifum þess og koma í veg fyrir að eldislax fari upp í árnar í einhverjum þeim mæli að skaðlegt geti orðið. Þetta verkefni er vel gerlegt, eldisfyrirtækin eru að þróa ýmsar aðferðir gegn lús, sjúkdómum og sleppningum og eru að ná árangri í þeim efnum. Hverja þá á er hægt að vernda fyrir uppgöngu eldislax sem menn vilja með tæknibúnaði. Meint skaðsemi laxeldisins er stórlega orðum aukið og hefur enn engin orðið í einstökum ám. Hvergi hefur verið sýnt fram á skaða og efnahagslegt tjón á stangveiðihlunnindum á landinu enda hefur það ekki orðið. Veruleikinn á landsvísu Annað sem vert er að draga fram er hin efnahagslega þýðing laxeldisins. Hún er kannski stærsta ástæðan fyrir því að bannherferðin hefur beðið skipbrot. Síðustu ár eru tekjur þjóðarbúsins um 40 – 45 milljarðar króna á ári. Þó er framleiðslan um eða innan við helmingur þess sem leyft er í þegar útgefnum leyfum. Fyrirtækin í fiskeldinu hafa verið að búa sig undir aukna framleiðslu með fjárfestingum í seiðaframleiðslu, vinnsluhúsum, þjónustuskipum og öðrum tækjum og búnaði sem þarf til eldisins. Fjárhæðirnar eru taldar í tugum milljarða króna. Fyrirsjáanlegt er að eftir um það bil þrjú ár verður árleg framleiðsla orðin um 90 þúsund tonn, nær eingöngu í sjókvíaeldi. Útflutningsverðmæti atvinnugreinarinnar verður þá orðið um 100 milljarðar króna á hverju ári. Það eru slíkar stærðir að þjóðarbúið ræður ekki við að slík framleiðsla verði bönnuð og kippt út.Lífskjarabati almennings á næstu árum verður borinn uppi af vextinum í laxeldinu. Tekjurnar dreifast um þjóðfélagið svo sem til ríkisins, sveitarfélaga, þjónustufyrirtækja, launþega o.s.frv. Laxeldið mun hafa mikil áhrif á viðskiptajöfnuð, gengi krónunnar og verðbólgu. Frambjóðendunum flestum og flokkum þeirra er þetta að verða ljóst og það mátti sjá og heyra í þættinum. Jafnvel frambjóðendur runnir upp úr sveitum laxveiðiánna létu sig hafa það að segja fyrir framan alþjóð að laxeldið yrði ekki bannað og að atvinnugreinin væri nauðsynleg. Það staðfesti að bannbaráttan er töpuð hjá öfgaliðinu sem hefur undanfarin ár hamast gegn laxeldinu á Vestfjörðum og það með verulega óvönduðum málflutningi. Laxeldi og lífskjörin Héðan í frá mun umræða snúast um gagnsemi laxeldis fyrir land og þjóð og þróun lausna þar sem þörf er á. Frambjóðendur lögðu áherslu á að vinna að meiri sátt um eldið. Þar er hlutverk fjölmiðla stórt vilji þeir vinna að því og kannski má segja að þar sé mikið svigrúm til þess að gera betur en þeir hafa hingað til gert. Vilji Reykjavíkurfjölmiðlarnir vinna að þessu markmiði þurfa þeir að hafa það í huga. Þátturinn var ágæt byrjun á þeim efnum. Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun