Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Siggeir Ævarsson skrifar 23. nóvember 2024 19:32 Hugo Alvarez fagnar jöfnunarmarkinu Vísir/Getty Barcelona missteig sig annan leikinn í röð þegar liðið missti unninn leik niður í 2-2 jafntefli gegn Celta Vigo. Gestirnir komust í 0-2 með mörkum frá Raphinha og Robert Lewandowski. Seinna markið kom á 61. mínútu og virtust Börsungar hafa góð tök á leiknum en mögulega leið þeim of vel með forskotið. Heimamenn sóttu í sig veðrið, þá ekki síst eftir að Marc Casadó fékk sitt annað gula spjald á 82. mínútu og komu boltanum fljótlega í netið. Það mark var dæmt af en skömmu síðar skoraði Alfon Gonzalez mark sem fékk að standa og Hugo Alvarez hamraði boltann svo í netið tveimur mínútum síðar og jafnt á öllum tölum. Það urðu lokatölur leiksins en Barcelona er þó áfram á toppi deildarinnar með 34 stig, fimm stigum á undan Atlético Madrid og sjö stigum á undan Real Madrid en Real á tvo leiki til góða á bæði lið. Spænski boltinn
Barcelona missteig sig annan leikinn í röð þegar liðið missti unninn leik niður í 2-2 jafntefli gegn Celta Vigo. Gestirnir komust í 0-2 með mörkum frá Raphinha og Robert Lewandowski. Seinna markið kom á 61. mínútu og virtust Börsungar hafa góð tök á leiknum en mögulega leið þeim of vel með forskotið. Heimamenn sóttu í sig veðrið, þá ekki síst eftir að Marc Casadó fékk sitt annað gula spjald á 82. mínútu og komu boltanum fljótlega í netið. Það mark var dæmt af en skömmu síðar skoraði Alfon Gonzalez mark sem fékk að standa og Hugo Alvarez hamraði boltann svo í netið tveimur mínútum síðar og jafnt á öllum tölum. Það urðu lokatölur leiksins en Barcelona er þó áfram á toppi deildarinnar með 34 stig, fimm stigum á undan Atlético Madrid og sjö stigum á undan Real Madrid en Real á tvo leiki til góða á bæði lið.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti