Innlent

Boða verk­föll í tíu leik­skólum í desem­ber

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Ótímabundnar verkfallsaðgerðir hefjast í tíu leikskólum 10. desember að öllu óbreyttu.
Ótímabundnar verkfallsaðgerðir hefjast í tíu leikskólum 10. desember að öllu óbreyttu. Vísir/Vilhelm

Verkföll hafa verið boðuð í tíu leikskólum 10. desember næstkomandi, náist ekki samningar fyrir þann tíma.

Leikskólarnir eru eftirfarandi:

  • Hulduheimar á Akureyri
  • Höfðaberg í Mosfellsbæ
  • Lundaból í Garðabæ
  • Lyngheimar í Reykjavík
  • Lyngholt í Reyðarfirði
  • Óskaland í Hveragerði
  • Rauðhóll í Reykjavík
  • Stakkaborg í Reykjavík
  • Teigasel á Akranesi
  • Leikskóli Snæfellsbæjar

Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðirnar stóð yfir dagana 21. til 22. nóvember. Félagsmenn í Kennarasambandi Íslands sem starfa í viðkomandi skólum greiddu atkvæði, og var verkfallið samþykkt með nær öllum greiddum atkvæðum. Kjörsókn var á bilinu 94 prósent til 100 prósent.

Verkföllin eru ótímabundin.

Félagsmenn í Kennarasambandi Íslands hafa nú samþykkt aðgerðir í 27 skólum um land allt. Sum verkföllin eru tímabundin og önnur ekki.

Frekari upplýsingar fá finna á vef Kennarasambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×