Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar 23. nóvember 2024 07:47 Nýverið kynnti ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar nýja aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum gervigreindar. Á fundinum sagði ráðherra meðal annars: „Gervigreind er ekki fjarlæg framtíð heldur nýtist hún okkur nú þegar til að bæta verulega árangurinn af störfum okkar … Veruleikinn er sá að gervigreind er að breyta um 75% allra starfa og samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavettvangi mun að miklu leyti ráðast af því hversu vel okkur tekst að tileinka okkur og nýta gervigreind.” Lykilhlutverk stjórnvalda Í skýrslu um væntanleg efnahagsáhrif gervigreindar sem einnig var kynnt á fundinum kemur fram að meirihluti starfa verði fyrir miklum áhrifum vegna þessarar nýju tækni — breytist verulega eða jafnvel hverfi. Í aðgerðaáætluninni er meðal annars fjallað um uppbyggingu stafrænna innviða til að tryggja fullnægjandi reiknigetu og gagnaflutninga. Þetta, ásamt almennri stefnumótun, sérstaklega gagnvart menntakerfinu, og því að upplýsa fólk um eðli og getu þessarar nýju tækni, er lykilhlutverk stjórnvalda á þessu sviði og nauðsynlegt skilyrði þess að gervigreindin nýtist okkur sem best til að tryggja samkeppnishæfni landsins. Gervigreindartól meðal grundvallarinnviða Nú þegar er starfsfólk fyrirtækja og stofnana byrjað að prófa sig áfram með gervigreind í starfi sínu. Að prófa sig áfram er lykilatriði hér, því mállíkön eru ekki eins og venjulegur hugbúnaður þar sem fyrir liggur nákvæmlega til hvers hægt er að nota hann, heldur verður fólk að uppgötva notagildið, styrkleikana og veikleikana í gegnum eigin notkun. Þau okkar sem ná góðum tökum á þessu standa miklu sterkar að vígi í þeirri hrinu breytinga sem framundan er, en hin veikar. Allir geta fengið ókeypis áskrift að mállíkönum. En hún er ekki gallalaus. Notkunin er takmörkuð, og einnig aðgangur að reikniafli. Einnig er alger óvissa um hvað orðið getur um þær upplýsingar og gögn sem notandi setur inn sem getur verið umtalsverður áhættuþáttur. Þessar takmarkanir valda því gjarna að folk gefst upp á notkuninni. Full áskrift að öflugum og öruggum tólum er því lykilatriði. Hún er ekki síður mikilvægur þáttur í innviðum gervigreindar en reikniafl og gagnaflutningsgeta. Lýðræðisleg þekkingaröflun verður drifkrafturinn Þegar ég nota mállíkan til að endurskrifa fyrir mig flókna gagnagrunnsfyrirspurn, aðstoða við að greina rótarorsök viðvarandi vanda í rekstri fyrirtækis, fara í gegnum stórt safn af lögum og reglum til að finna atriði sem gætu skipt máli fyrir tiltekið úrlausnarefni eða yfirfara og einfalda texta í grein eða skýrslu er ég ekki að fela gervigreindinni að gera neitt sem ég gæti ekki gert sjálfur. En ég nota hana til að vinna — á fáeinum sekúndum eða mínútum — verkefni sem annars hefði getað tekið mig margar klukkustundir, heilan vinnudag eða jafnvel viku. Viðfangsefni mín eru auðvitað bara lítið dæmi um öll þau fjölbreyttu viðfangsefni sem fólk fæst við í ólíkum störfum um allt samfélagið. Þar þarf hvert okkar um sig að finna sína leið. Það hver verða á endanum mikilvægustu verkefni gervigreindar kemur nefnilega aðeins í ljós í gegnum almenna tilraunastarfsemi þar sem fólk lærir á því að prófa sig áfram. Þessi lýðræðislega þekkingaröflun er lykillinn að því að tryggja farsæla nýtingu gervigreindar. Til að hámarka árangur er þrennt sem skiptir meginmáli: Aðgangur að öruggum og öflugum gervigreindarlausnum. Greiður aðgangur að þekkingu og þjálfun. Hvatning til að prófa sig áfram. Grunnhæfni og jafnræði Aðgangur að gervigreindartólum og kunnátta í notkun þeirra eru nauðsyn til að tryggja árangur og samkeppnishæfni einstaklinga, stofnana og fyrirtækja, ekkert síður en það að kunna að lesa, skrifa og reikna — grunnhæfni sem við leitumst við að tryggja gegnum skólakerfið með ærnum tilkostnaði. Nú þegar framtíð okkar á vinnumarkaði er byrjuð að ráðast af því hversu vel okkur tekst að nýta gervigreind er eðlilegast að líta á forsendur þeirrar hæfni svipuðum augum og við lítum á skólakerfið sem forsendu þeirrar grunnhæfni að geta lesið, skrifað og reiknað. Við þurfum líka að hafa í huga að það meginmarkmið að tryggja jafnræði óháð efnahag og fjölskylduaðstæðum sem liggur almennu skólakerfi til grundvallar á ekki síður við hér. Kosningaloforðið sem gleymdist Gervigreind er að valda flóðbylgju fordæmalausra samfélagbreytinga og við verðum að bregðast við tafarlaust. Það að okkur takist vel til við nýtingu hennar grundvallast á almennri, lýðræðislegri tilraunastarfsemi. Forsenda þessa er almennur aðgangur að öruggum og öflugum gervigreindarlausnum og átak í að efla þekkingu á notkun þeirra og hvetja til hennar. Einfalt og áhrifaríkt skref sem strax er hægt að stíga er að stjórnvöld gangi þegar í stað til samninga um aðgang að gervigreindarlausnum fyrir alla Íslendinga. Þetta er kosningaloforðið sem gleymdist. En það er enn tími til að bæta úr því. Þorsteinn Siglaugsson, sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar og höfundur “Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir” Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið kynnti ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar nýja aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum gervigreindar. Á fundinum sagði ráðherra meðal annars: „Gervigreind er ekki fjarlæg framtíð heldur nýtist hún okkur nú þegar til að bæta verulega árangurinn af störfum okkar … Veruleikinn er sá að gervigreind er að breyta um 75% allra starfa og samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavettvangi mun að miklu leyti ráðast af því hversu vel okkur tekst að tileinka okkur og nýta gervigreind.” Lykilhlutverk stjórnvalda Í skýrslu um væntanleg efnahagsáhrif gervigreindar sem einnig var kynnt á fundinum kemur fram að meirihluti starfa verði fyrir miklum áhrifum vegna þessarar nýju tækni — breytist verulega eða jafnvel hverfi. Í aðgerðaáætluninni er meðal annars fjallað um uppbyggingu stafrænna innviða til að tryggja fullnægjandi reiknigetu og gagnaflutninga. Þetta, ásamt almennri stefnumótun, sérstaklega gagnvart menntakerfinu, og því að upplýsa fólk um eðli og getu þessarar nýju tækni, er lykilhlutverk stjórnvalda á þessu sviði og nauðsynlegt skilyrði þess að gervigreindin nýtist okkur sem best til að tryggja samkeppnishæfni landsins. Gervigreindartól meðal grundvallarinnviða Nú þegar er starfsfólk fyrirtækja og stofnana byrjað að prófa sig áfram með gervigreind í starfi sínu. Að prófa sig áfram er lykilatriði hér, því mállíkön eru ekki eins og venjulegur hugbúnaður þar sem fyrir liggur nákvæmlega til hvers hægt er að nota hann, heldur verður fólk að uppgötva notagildið, styrkleikana og veikleikana í gegnum eigin notkun. Þau okkar sem ná góðum tökum á þessu standa miklu sterkar að vígi í þeirri hrinu breytinga sem framundan er, en hin veikar. Allir geta fengið ókeypis áskrift að mállíkönum. En hún er ekki gallalaus. Notkunin er takmörkuð, og einnig aðgangur að reikniafli. Einnig er alger óvissa um hvað orðið getur um þær upplýsingar og gögn sem notandi setur inn sem getur verið umtalsverður áhættuþáttur. Þessar takmarkanir valda því gjarna að folk gefst upp á notkuninni. Full áskrift að öflugum og öruggum tólum er því lykilatriði. Hún er ekki síður mikilvægur þáttur í innviðum gervigreindar en reikniafl og gagnaflutningsgeta. Lýðræðisleg þekkingaröflun verður drifkrafturinn Þegar ég nota mállíkan til að endurskrifa fyrir mig flókna gagnagrunnsfyrirspurn, aðstoða við að greina rótarorsök viðvarandi vanda í rekstri fyrirtækis, fara í gegnum stórt safn af lögum og reglum til að finna atriði sem gætu skipt máli fyrir tiltekið úrlausnarefni eða yfirfara og einfalda texta í grein eða skýrslu er ég ekki að fela gervigreindinni að gera neitt sem ég gæti ekki gert sjálfur. En ég nota hana til að vinna — á fáeinum sekúndum eða mínútum — verkefni sem annars hefði getað tekið mig margar klukkustundir, heilan vinnudag eða jafnvel viku. Viðfangsefni mín eru auðvitað bara lítið dæmi um öll þau fjölbreyttu viðfangsefni sem fólk fæst við í ólíkum störfum um allt samfélagið. Þar þarf hvert okkar um sig að finna sína leið. Það hver verða á endanum mikilvægustu verkefni gervigreindar kemur nefnilega aðeins í ljós í gegnum almenna tilraunastarfsemi þar sem fólk lærir á því að prófa sig áfram. Þessi lýðræðislega þekkingaröflun er lykillinn að því að tryggja farsæla nýtingu gervigreindar. Til að hámarka árangur er þrennt sem skiptir meginmáli: Aðgangur að öruggum og öflugum gervigreindarlausnum. Greiður aðgangur að þekkingu og þjálfun. Hvatning til að prófa sig áfram. Grunnhæfni og jafnræði Aðgangur að gervigreindartólum og kunnátta í notkun þeirra eru nauðsyn til að tryggja árangur og samkeppnishæfni einstaklinga, stofnana og fyrirtækja, ekkert síður en það að kunna að lesa, skrifa og reikna — grunnhæfni sem við leitumst við að tryggja gegnum skólakerfið með ærnum tilkostnaði. Nú þegar framtíð okkar á vinnumarkaði er byrjuð að ráðast af því hversu vel okkur tekst að nýta gervigreind er eðlilegast að líta á forsendur þeirrar hæfni svipuðum augum og við lítum á skólakerfið sem forsendu þeirrar grunnhæfni að geta lesið, skrifað og reiknað. Við þurfum líka að hafa í huga að það meginmarkmið að tryggja jafnræði óháð efnahag og fjölskylduaðstæðum sem liggur almennu skólakerfi til grundvallar á ekki síður við hér. Kosningaloforðið sem gleymdist Gervigreind er að valda flóðbylgju fordæmalausra samfélagbreytinga og við verðum að bregðast við tafarlaust. Það að okkur takist vel til við nýtingu hennar grundvallast á almennri, lýðræðislegri tilraunastarfsemi. Forsenda þessa er almennur aðgangur að öruggum og öflugum gervigreindarlausnum og átak í að efla þekkingu á notkun þeirra og hvetja til hennar. Einfalt og áhrifaríkt skref sem strax er hægt að stíga er að stjórnvöld gangi þegar í stað til samninga um aðgang að gervigreindarlausnum fyrir alla Íslendinga. Þetta er kosningaloforðið sem gleymdist. En það er enn tími til að bæta úr því. Þorsteinn Siglaugsson, sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar og höfundur “Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun